Retro Stefson og Ásgeir Trausti tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunna 3. desember 2012 14:00 Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Aðdáendur listamannanna fagna þessum fregnum og eru bjartsýnir fyrir hönd síns fólks. Íslendingar hafa enda fengið verðlaunin í annað af tveimur skiptum sem þau hafa verið veitt. Jónsi sigraði með plötunni Go fyrir tveimur árum. Alls voru fimmtíu listamenn tilnefndir til verðlaunanna í fyrstu nú í ár. Frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norræn dómnefnd valdi tólf listamenn úr þeim hópi í úrslit og komust bæði Retro Stefson með samnefnda plötu sína og Ásgeir Trausti með plötuna Dýrð í dauðaþögn áfram. Tíu aðrar plötur eru tilnefndar til úrslita: Danmörk: Selvhenter með plötuna "Frk. B. Fricka", Choir Of Young Believers með "Rhine Gold ". Noregur: Susanne Sundfør með "The Silicone Veil", Tønes með "Sån av salve" og Lindstrøm með "Smalhans". Finnland: Pää Kii með "Pää Kii", Kerkko Koskinen Kollektiivi með "Kerkko Koskinen Kollektiivi". Svíþjóð: Neneh Cherry & The Thing með "The Cherry Thing", First Aid Kit með "The Lion's Roar" og Anna von Hausswolff með "Ceremony". Nú tekur alþjóðleg dómnefnd við og mun hún útnefna sigurvegarann í desember. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee. Tíu listamenn voru upprunalega tilnefndir frá Íslandi. Auk Retro Stefon og Ásgeirs Trausta voru það Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verðlaunanna. Hákon Noregsprins afhenti Jónsa verðlaunin. Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tilkynnt var um það rétt í þessu að Retro Stefson og Ásgeir Trausti hafa komist áfram í úrslit Norrænu tónlistarverðlaunanna. Þessar fregnir koma í kjölfar þess að báðar plötur fengu flestar tilnefningar, eða sex talsins, til Íslensku tónlistarverðlaunanna. Aðdáendur listamannanna fagna þessum fregnum og eru bjartsýnir fyrir hönd síns fólks. Íslendingar hafa enda fengið verðlaunin í annað af tveimur skiptum sem þau hafa verið veitt. Jónsi sigraði með plötunni Go fyrir tveimur árum. Alls voru fimmtíu listamenn tilnefndir til verðlaunanna í fyrstu nú í ár. Frá Íslandi, Noregi, Svíþjóð, Danmörku og Finnlandi. Norræn dómnefnd valdi tólf listamenn úr þeim hópi í úrslit og komust bæði Retro Stefson með samnefnda plötu sína og Ásgeir Trausti með plötuna Dýrð í dauðaþögn áfram. Tíu aðrar plötur eru tilnefndar til úrslita: Danmörk: Selvhenter með plötuna "Frk. B. Fricka", Choir Of Young Believers með "Rhine Gold ". Noregur: Susanne Sundfør með "The Silicone Veil", Tønes með "Sån av salve" og Lindstrøm með "Smalhans". Finnland: Pää Kii með "Pää Kii", Kerkko Koskinen Kollektiivi með "Kerkko Koskinen Kollektiivi". Svíþjóð: Neneh Cherry & The Thing með "The Cherry Thing", First Aid Kit með "The Lion's Roar" og Anna von Hausswolff með "Ceremony". Nú tekur alþjóðleg dómnefnd við og mun hún útnefna sigurvegarann í desember. Þeir sem fá það ábyrgðafulla hlutverk eru Andres Lokko, blaðamaður frá Svíþjóð, Laurence Bell frá Domino Records í Bretlandi, Mike Pickering frá Columbia Records í Bretlandi, Jonathan Galkin frá DFA Records í Bandaríkunum og Jeanette Lee. Tíu listamenn voru upprunalega tilnefndir frá Íslandi. Auk Retro Stefon og Ásgeirs Trausta voru það Moses Hightower, Tilbury, Sigur Rós, Pétur Ben, Ghostigital, Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta og Skúli Sverrison og Óskar Guðjónsson. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu verðlaunanna. Hákon Noregsprins afhenti Jónsa verðlaunin.
Tónlist Mest lesið Íslenskur leiklistarnemi upplifði óraunverulega stund í New York Lífið Björn keypti sex hundruð ára höll í Frakklandi og ætlar að gera hana upp Lífið Siðlaus maður étur skít og öðlast samkennd Lífið Fegurðardrottning fékk nýtt herbergi Lífið Fólk grípi til sænsku dauðhreinsunarinnar fyrr en ella Lífið Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið „Ef við erum ekki að fara fá matareitrun núna þá er ekki hægt að fá matareitrun“ Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Tíska og hönnun Fleiri fréttir Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira