Handbolti

Stjarnan, Þróttur og ÍR áfram

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
ÍR komst örugglega áfram þó Björgvin Hólmgeirsson léki ekki með liðinu í kvöld
ÍR komst örugglega áfram þó Björgvin Hólmgeirsson léki ekki með liðinu í kvöld Mynd/Stefán
Stjarnan, Þróttur og ÍR eru komin í átta liða úrslit Símabikars karla í handbolta eftir leiki kvöldsins ásamt Akureyri og FH.

Úrvalsdeildarlið ÍR lenti ekki í vandræðum gegn Fylki 2 sem komst óvænt í 16 liða úrslit keppninnar með sigri á Fylki í 32ja liða úrslitum. ÍR sigraði 35-24 eftir að hafa verið tíu mörkum yfir í hálfleik 21-11.

Sigurður Magnússon skoraði 10 mörk fyrir ÍR, Máni Gestsson 5 og Halldór Logi Árnason og Sigurjón Friðbjörn Björnsson 4 mörk hvor.

Ágúst Guðmundsson skoraði 9 mörk fyrir Fylki 2 og Daníel Már Pálsson 7.

Þróttur vann Fjölni 22-18 eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik 13-8.

Ágúst Birgisson skoraði 9 mörk fyrir Þrótt og Óli Björn Vilhjálmsson 5. Grétar Eiríksson skoraði 7 mörk fyrir Fjölni.

Fyrstudeildarlið Stjörnunnar vann öruggan sigur á Völsungi á Húsavík 37-19.

Tveir leikir verða leiknir á morgun í 16 liða úrslitum Símabikarsins. Þá mætast Grótta og Haukar annars vegar og Selfoss og Valur hins vegar. 16 liða úrslitunum lýkur svo með leik ÍBV 2 og ÍBV í Vestmannaeyjum 21. desember.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×