Sagan þegar örninn flaug með Ragnheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2012 18:58 Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942. Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942.
Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Innlent Fleiri fréttir „Ekkert markvert hefur heyrst frá formanni flokksins“ Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Sjá meira
Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54
Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41