Sagan þegar örninn flaug með Ragnheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 19. desember 2012 18:58 Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942. Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Fornar sagnir um að ernir hafi rænt börnum á Íslandi hafa fengið byr undir báða vængi eftir að myndir eru sagðar hafa náðst af slíkum atburði í Kanada. Myndbandið er sagt tekið í almenningsgarði í Montreal og hefur vakið mikla athygli en það sýnir amerískan gullörn steypa sér niður og læsa klónum í ungabarn sem sat á grasflötinni nokkra metra frá föður sínum. Myndatökumaðurinn hljóp strax til, einnig pabbinn og barnið slapp grátandi úr klóm arnarins. Þegar myndbandið er skoðað betur sést hvernig örninn nær að lyfta barninu frá jörðinni og fljúga með það áður en hann missir takið og barnið fellur til jarðar. Þetta rifjar upp sagnir af slíkum atburðum hérlendis, eins og við bæinn Skarð á Skarðsströnd sumarið 1879. Svo vill til að árið 1942 birtist viðtal í Lesbók Morgunblaðsins við Ragnheiði Eyjólfsdóttur, sem þá var orðin 65 ára gömul, en örn var sagður hafa rænt henni tveggja ára gamalli. Ragnheiður hefur söguna eftir móður sinni, sem heyrði hræðsluóp dóttur sinnar þegar örninn hóf sig upp og flaug með hana í klónum hátt í loft upp. Fólk í heyskap á Skarðstúninu sá þetta gerast og allir þutu af stað, þeirra á meðal Bogi, sonur Kristjáns kammeráðs á Skarði, sem fór á eftir erninum ríðandi á hesti með stöng í hendi. "Og brátt kom í ljós, að örninn hafði hjer færst of mikið í fang. Jeg var stór eftir aldri, og reyndist fuglinum svo þung, að áður en hann var kominn að fjallinu, dapraðist honum flugið, svo hann flaug það lágt, að Bogi komst á reiðskjóta sínum svo nálægt okkur, að hann gat slengt stönginni í væng arnarins, svo hann varð að setjast. Og þar slepti hann byrðinni." „Móðir mín sagði mjer síðar, að jeg hefði verið dauf og utan við mig nokkra daga á eftir. En varanlegt mein fjekk jeg ekkert af þessari einkennilegu loftferð," sagði Ragnheiður í viðtalinu. Margir hafa efast um að ernir hafi afl til að ræna börnum, og einhverjir efast um að myndbandið sé raunverulegt. Viðtal Valtýs Stefánssonar ritstjóra við Ragnheiði, sem birtist í Lesbók Morgunblaðsins, má finna í heild sinni hér, á vefnum timarit.is, undir dagsetningunni 28. júní 1942.
Tengdar fréttir Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54 Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Lífið Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Fleiri fréttir Engin virkni á gossprungunni en glóð logar í hrauninu Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Sjá meira
Ótrúlegt atvik í Kanada - Gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn Ótrúlegt atvik í almenningsgarði í Montreal í Kanada náðist á á myndband á dögunum þegar gullörn steypti sér niður og reyndi að fljúga á brott við ungabarn. Örninn læsti klónum í baki barnsins og flaug með það í nokkrar sekúndur þar til hann missti takið þegar faðir barnsins nálgaðist. Barninu var að vonum nokkuð brugðið en það sakaði ekki. 19. desember 2012 08:54
Var myndbandið tilbúningur? Ótrúlegt myndband sem náðist á dögunum þegar gullörn reyndi að fljúga á brott með ungabarn hefur vakið gríðarlega athygli á veraldarvefnum. Fjölmiðlar víða um heim hafa birt myndbandið. En nú eru sumir farnir að efast um hvort að myndbandið sé raunverulegt. 19. desember 2012 13:41