Teitur Örlygsson: Bölvun fylgdi þessum KR leik Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. desember 2012 09:22 Guðbjörg Norðfjörð og Hannes S. Jónsson við dráttinn í gær. Mynd/Stefán Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Stjarnan tekur á móti ÍR í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla en dregið var í gær. Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, var ánægður með dráttinn. „Mér líst mjög vel á þetta. Það er frábært að fá heimaleik og ekki hægt að biðja um meira í átta liða úrslitum," segir Teitur sem ber fulla virðingu fyrir Breiðhyltingum. „Þetta er andstæðingur sem getur verið stórhættulegur. ÍR getur átt dúndurleiki og þess á milli hafa þeir dottið niður. Við höfum reyndar gert það líka," segir Teitur. Landsliðskappinn fyrrverandi viðurkennir að hann hafi verið ánægður að mæta ekki einu af „stóru liðunum" í átta liða úrslitum. „Það hefði verið hryllingur. Ég hefði ekki viljað mæta Snæfelli á útivelli til dæmis. Það er klárlega betra að fá heimaleik. Nú er komið langt inn í keppni og þú verður að vinna alla ætlir þú að eiga eitthvað skilið," segir Teitur. Stjarnan vann bikarinn afar óvænt árið 2009 eftir sigur á stjörnuprýddu liði KR. Blaðamaður spyr hvort sá leikur sé ekki sérstaklega eftirminnilegur því sigurinn í bikarnum hafi komið karlaliði Stjörnunnar á kortið. „Að vissu leyti er það rétt en síðan hefur hvorki gengið né rekið. Það var einhver bölvun sem fylgdi þessum leik. Þetta er í fyrsta skipti í þrjú ár sem við erum með í bikarnum eftir áramótin. Við höfum dottið út í 16-liða og 32-liða úrslitum þrjú ár í röð og alltaf lent á móti úrvalsdeildarliðum. Það hefur reyndar líka gerst í ár því við erum búnir að slá út tvö úrvalsdeildarlið svo engin breyting er á því," segir Teitur og bætir við að Stjarnan hafi sett sér takmark fyrir tímabilið að láta ekki sparka sér úr bikarnum snemma. Teitur segir minningarnar frá 2009 vissulega sætar. „Já en við vitum líka hvað þetta er leiðinlegt síðustu þrjú ár að fá ekki að vera með í þessu og detta í þessi hlé eftir áramótin. Við ætlum okkur langt í þessari keppni," segir Teitur.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19 Mest lesið Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Fótbolti Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Handbolti Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Íslenski boltinn Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf ný hné til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Enski boltinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Formúla 1 Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða Körfubolti Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Í beinni: Haukar - Valur | Mæta til leiks eftir endurkomu Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ Sjá meira
Keflavík tekur á móti Njarðvík | Búið að draga í átta liða úrslit bikarsins Bikarmeistarar Keflavíkur mæta Njarðvík í átta liða úrslitum Powerade-bikars karla. Dregið var í karla- og kvennaflokki í dag. 18. desember 2012 13:19