Ilmur verður Ástríður á ný 17. desember 2012 10:30 MYND / VALLI Samlestur á annarri seríu af Ástríði er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm, sem framleiðir seríuna fyrir Stöð 2, síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið. Þessi sería lofar því afskaplega góðu. Fyrsta serían af Ástríði sló rækilega í gegn og var tilnefnd til fjölda verðlauna á Edduverðlaununum árið 2010, meðal annars sem leikna sjónvarpsefni ársins. Þá var leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem túlkar aðalpersónuna Ástríði, tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki. Tökur á nýju seríunni hefjast í janúar og eru sömu aðalleikarar í þessari seríu og þeirri síðustu. Ilmur glæðir hina klaufsku en skemmtilegu Ástríði lífi en með önnur hlutverk fara meðal annars Þóra Karítas Árnadóttir, Kjartan Guðjónsson, Rúnar Freyr Gíslason og Hilmir Snær Guðnason.Fyrsta serían af Ástríði sló í gegn á sínum tíma.Silja Hauksdóttir situr í leikstjórastólnum á ný en hún leikstýrði einnig fyrstu seríunni og kvikmyndinni Dís sem kom út árið 2004. Ástríður starfar enn innan fjármálageirans í þessari nýjustu seríu og auðvitað spila ástarmál hennar stórt hlutverk. Hún lendir í óborganlegum aðstæðum og nær auðvitað að koma sér í einhver vandræði eins og henni einni er lagið.Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook. Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
Samlestur á annarri seríu af Ástríði er hafinn en þessi tíu þátta sjónvarpssería fer í loftið á Stöð 2 í vor. Samlestrar hafa verið haldnir í Sagafilm, sem framleiðir seríuna fyrir Stöð 2, síðustu daga og hafa hlátrasköllin ómað um fyrirtækið. Þessi sería lofar því afskaplega góðu. Fyrsta serían af Ástríði sló rækilega í gegn og var tilnefnd til fjölda verðlauna á Edduverðlaununum árið 2010, meðal annars sem leikna sjónvarpsefni ársins. Þá var leikkonan Ilmur Kristjánsdóttir, sem túlkar aðalpersónuna Ástríði, tilnefnd sem leikkona ársins í aðalhlutverki. Tökur á nýju seríunni hefjast í janúar og eru sömu aðalleikarar í þessari seríu og þeirri síðustu. Ilmur glæðir hina klaufsku en skemmtilegu Ástríði lífi en með önnur hlutverk fara meðal annars Þóra Karítas Árnadóttir, Kjartan Guðjónsson, Rúnar Freyr Gíslason og Hilmir Snær Guðnason.Fyrsta serían af Ástríði sló í gegn á sínum tíma.Silja Hauksdóttir situr í leikstjórastólnum á ný en hún leikstýrði einnig fyrstu seríunni og kvikmyndinni Dís sem kom út árið 2004. Ástríður starfar enn innan fjármálageirans í þessari nýjustu seríu og auðvitað spila ástarmál hennar stórt hlutverk. Hún lendir í óborganlegum aðstæðum og nær auðvitað að koma sér í einhver vandræði eins og henni einni er lagið.Þú gætir unnið - vertu með okkur á Facebook.
Mest lesið Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Lífið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Lífið Bent og Matta eiga von á barni Lífið Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Lífið Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Lífið Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Lífið Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Lífið Fleiri fréttir Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Bent og Matta eiga von á barni Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“