Stofnun "Petoro Iceland" lögð fyrir Stórþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2012 19:26 Stórþingið í Osló. Búist er við að atkvæði verði greidd fyrir jól um þátttöku í olíuleit í lögsögu Íslands. Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að „taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag, „Petoro Iceland AS", í þessu skyni. Stofnfé verði 2 milljónir norskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Það verði norskt félag og dótturfélag ríkisolíufélagsins Petoro, með útibú á Íslandi, og verði rétthafi sérleyfa og þátttakandi í samstarfi á íslensku landgrunni. Félaginu verða heimiluð allt að 20 milljóna króna útgjöld, 450 milljónir íslenskra króna, til að mæta kostnaði sem fellur til á árinu 2012 vegna sérleyfa eða ferðalaga í tengslum við þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni Íslands. Þá er lagt til að móðurfélagið Petoro beri ótakmarkaða ábyrgð gagnvart íslenskum stjórnvöldum á skuldbindingum sem dótturfélagið stofnar til sem rétthafi sérleyfanna á Íslandi. Norðmenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir tíu dögum að þau ætluðu að taka þátt í olíuleitinni á Drekasvæðinu. Það er í samræmi við Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs, frá árinu 1981, sem felur í sér að Norðmenn hafa rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum á hluta svæðisins. Ríkisstjórn Noregs samþykkti þátttökuna á ríkisstjórnarfundi þann 30. nóvember með fyrirvara um fjárveitingar Stórþingsins. Búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól. Verði hún samþykkt mun Orkustofnun í framhaldinu gefa út fyrstu olíuvinnslusérleyfin með formlegum hætti; annars vegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro Iceland, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland. Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að „taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag, „Petoro Iceland AS", í þessu skyni. Stofnfé verði 2 milljónir norskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Það verði norskt félag og dótturfélag ríkisolíufélagsins Petoro, með útibú á Íslandi, og verði rétthafi sérleyfa og þátttakandi í samstarfi á íslensku landgrunni. Félaginu verða heimiluð allt að 20 milljóna króna útgjöld, 450 milljónir íslenskra króna, til að mæta kostnaði sem fellur til á árinu 2012 vegna sérleyfa eða ferðalaga í tengslum við þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni Íslands. Þá er lagt til að móðurfélagið Petoro beri ótakmarkaða ábyrgð gagnvart íslenskum stjórnvöldum á skuldbindingum sem dótturfélagið stofnar til sem rétthafi sérleyfanna á Íslandi. Norðmenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir tíu dögum að þau ætluðu að taka þátt í olíuleitinni á Drekasvæðinu. Það er í samræmi við Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs, frá árinu 1981, sem felur í sér að Norðmenn hafa rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum á hluta svæðisins. Ríkisstjórn Noregs samþykkti þátttökuna á ríkisstjórnarfundi þann 30. nóvember með fyrirvara um fjárveitingar Stórþingsins. Búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól. Verði hún samþykkt mun Orkustofnun í framhaldinu gefa út fyrstu olíuvinnslusérleyfin með formlegum hætti; annars vegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro Iceland, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland.
Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Fleiri fréttir Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Sjá meira
Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44
Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45
Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36