Stofnun "Petoro Iceland" lögð fyrir Stórþingið Kristján Már Unnarsson skrifar 13. desember 2012 19:26 Stórþingið í Osló. Búist er við að atkvæði verði greidd fyrir jól um þátttöku í olíuleit í lögsögu Íslands. Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að „taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag, „Petoro Iceland AS", í þessu skyni. Stofnfé verði 2 milljónir norskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Það verði norskt félag og dótturfélag ríkisolíufélagsins Petoro, með útibú á Íslandi, og verði rétthafi sérleyfa og þátttakandi í samstarfi á íslensku landgrunni. Félaginu verða heimiluð allt að 20 milljóna króna útgjöld, 450 milljónir íslenskra króna, til að mæta kostnaði sem fellur til á árinu 2012 vegna sérleyfa eða ferðalaga í tengslum við þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni Íslands. Þá er lagt til að móðurfélagið Petoro beri ótakmarkaða ábyrgð gagnvart íslenskum stjórnvöldum á skuldbindingum sem dótturfélagið stofnar til sem rétthafi sérleyfanna á Íslandi. Norðmenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir tíu dögum að þau ætluðu að taka þátt í olíuleitinni á Drekasvæðinu. Það er í samræmi við Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs, frá árinu 1981, sem felur í sér að Norðmenn hafa rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum á hluta svæðisins. Ríkisstjórn Noregs samþykkti þátttökuna á ríkisstjórnarfundi þann 30. nóvember með fyrirvara um fjárveitingar Stórþingsins. Búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól. Verði hún samþykkt mun Orkustofnun í framhaldinu gefa út fyrstu olíuvinnslusérleyfin með formlegum hætti; annars vegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro Iceland, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland. Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Tillaga sem heimilar norska ríkinu að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu var lögð fram í norska Stórþinginu í dag. Hún er hluti breytingartillögu við fjáraukalög Noregs vegna ársins 2012, sem fjárlaganefnd Stórþingsins flytur. Þar er óskað eftir heimild til handa olíu- og orkumálaráðuneytinu, fyrir hönd norska ríkisins, til að „taka þátt í og undirbúa þátttöku í olíustarfsemi í íslenskri lögsögu". Lagt er til að stofnað verði sérstakt félag, „Petoro Iceland AS", í þessu skyni. Stofnfé verði 2 milljónir norskra króna, um 45 milljónir íslenskra króna. Það verði norskt félag og dótturfélag ríkisolíufélagsins Petoro, með útibú á Íslandi, og verði rétthafi sérleyfa og þátttakandi í samstarfi á íslensku landgrunni. Félaginu verða heimiluð allt að 20 milljóna króna útgjöld, 450 milljónir íslenskra króna, til að mæta kostnaði sem fellur til á árinu 2012 vegna sérleyfa eða ferðalaga í tengslum við þátttöku í olíustarfsemi á landgrunni Íslands. Þá er lagt til að móðurfélagið Petoro beri ótakmarkaða ábyrgð gagnvart íslenskum stjórnvöldum á skuldbindingum sem dótturfélagið stofnar til sem rétthafi sérleyfanna á Íslandi. Norðmenn tilkynntu íslenskum stjórnvöldum fyrir tíu dögum að þau ætluðu að taka þátt í olíuleitinni á Drekasvæðinu. Það er í samræmi við Jan Mayen-samkomulag Íslands og Noregs, frá árinu 1981, sem felur í sér að Norðmenn hafa rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum á hluta svæðisins. Ríkisstjórn Noregs samþykkti þátttökuna á ríkisstjórnarfundi þann 30. nóvember með fyrirvara um fjárveitingar Stórþingsins. Búist er við að þingið greiði atkvæði um tillöguna fyrir jól. Verði hún samþykkt mun Orkustofnun í framhaldinu gefa út fyrstu olíuvinnslusérleyfin með formlegum hætti; annars vegar til Faroe Petroleum, Íslensks Kolvetnis og Petoro Iceland, og hins vegar til Valiant Petroleum, Kolvetnis og Petoro Iceland.
Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45 Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Sjá meira
Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44
Ríkisolíufélagið Petoro tekur þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu Orkustofnun hefur ákveðið að veita félögunum Faroe Petroleum Norge AS og Íslensku Kolvetni ehf. annars vegar og Valiant Petroleum ehf. og Kolvetni ehf. hins vegar, sérleyfi fyrir rannsóknir og vinnslu kolvetnis (olíu og gass) á Drekasvæðinu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu. 3. desember 2012 11:45
Aðild Norðmanna sýnir að þeir hafa trú á olíu á Drekasvæðinu Ákvörðun norskra stjórnvalda að taka þátt í olíuleit á íslenska Drekasvæðinu er fagnað af væntanlegum leyfishöfum, sem segja þetta skilaboð til olíufélaga heims um að mikils sé að vænta. Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra segir að fengur sé að fá Noreg með í verkefnið. Það er í samræmi við samkomulag um gagnkvæman 25 prósenta rétt á afmörkuðu svæði sem norsk stjórnvöld tilnefndu í morgun Petoro til þátttöku en félagið er að öllu leyti í eigu norska ríkisins og var áður hluti af Statoil. 3. desember 2012 18:36