Innlent

Breyting á byggingareglugerð gæti aukið kostnað um 10%

Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu.
Samtök verslunar og þjónustu taka undir alvarlegar athugasemdir sem hagsmunaaðilar í byggingariðnaði hafa sett fram vegna fyrirhugaðara breytinga á byggingarreglugerð. Andrés Magnússon framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu segir samtökin fyrst og fremst hafa áhyggjur af hækkun byggingarkostnaðar.

„Það er þannig að eftir því sem menn komast næst getur þetta haf allt að 10% hækkun byggingakostnaðar í för með sér. það er mjög alvarlegur hlutur," sagði Andrés í samtali við Bylgjuna.

Andrés segir að ef breytingarnar nái fram að ganga muni innflytjendur á byggingarvörum sitja upp með stóran lager af óseljanlegri vöru.

„Þetta er bara eitt af því sem er aldrei hugað að við svona breytingar. Hvaða áhrif þetta getur haf á birgðastöður fyrirtækja," segir Andrés.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×