Norski olíumálaráðherrann kemur vegna Drekaleyfanna Kristján Már Unnarsson skrifar 28. desember 2012 18:44 Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. Því vekur það athygli að útgáfa fyrstu olíuvinnsluleyfanna á Drekasvæðinu skuli vera tilefni þess að norski olíumálaráðherrann, Ola Borten Moe, ákveður að heimsækja Ísland en hér sést hann með Oddnýju Harðardóttur, þáverandi iðnaðarráðherra, á fundi fyrr á árinu um olíuvinnslu á Norðurslóðum. Gestgjafi hans verður Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra en áformað er að þeir verði báðir við athöfn í Ráðherrabústaðnum í lok næstu viku þegar tvö fyrstu sérleyfin verða formlega gefin út. Með olíumálaráðherranum kemur tíu manna sendinefnd, en í henni verða meðal annarra fulltrúar norska ríkisolíufélagsins Petoro, sem tekur þátt í olíuleitinni fyrir hönd norska ríkisins. Með Íslandsheimsókn sinni innsiglar norski olíumálaráðherrann þátttöku Norðmanna í olíuleit með Íslendingum, sem staðfest var með samþykkt Stórþingsins fyrir jól, en jafnframt má ætla að ráðherrann vilji um leið undirstrika þá áherslu sem norska ríkisstjórnin ætlar sjálf að leggja á fyrirhugaða olíuleit sín megin á Jan Mayen-svæðinu. Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Stórþingið samþykkti einróma að leita olíu með Íslendingum Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu. 19. desember 2012 18:35 Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Olíumálaráðherra Noregs kemur til Íslands í næstu viku, ásamt tíu manna sendinefnd, til að vera við athöfn þegar fyrstu olíuvinnsluleyfin í íslenskri lögsögu verða gefin út. Noregur er fimmta mesta olíuútflutningsríki jarðar, þar er olíuiðnaðurinn mikilvægasta atvinnugreinin, og embætti olíumálaráðherrans eitt það áhrifamesta í landinu. Því vekur það athygli að útgáfa fyrstu olíuvinnsluleyfanna á Drekasvæðinu skuli vera tilefni þess að norski olíumálaráðherrann, Ola Borten Moe, ákveður að heimsækja Ísland en hér sést hann með Oddnýju Harðardóttur, þáverandi iðnaðarráðherra, á fundi fyrr á árinu um olíuvinnslu á Norðurslóðum. Gestgjafi hans verður Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra en áformað er að þeir verði báðir við athöfn í Ráðherrabústaðnum í lok næstu viku þegar tvö fyrstu sérleyfin verða formlega gefin út. Með olíumálaráðherranum kemur tíu manna sendinefnd, en í henni verða meðal annarra fulltrúar norska ríkisolíufélagsins Petoro, sem tekur þátt í olíuleitinni fyrir hönd norska ríkisins. Með Íslandsheimsókn sinni innsiglar norski olíumálaráðherrann þátttöku Norðmanna í olíuleit með Íslendingum, sem staðfest var með samþykkt Stórþingsins fyrir jól, en jafnframt má ætla að ráðherrann vilji um leið undirstrika þá áherslu sem norska ríkisstjórnin ætlar sjálf að leggja á fyrirhugaða olíuleit sín megin á Jan Mayen-svæðinu.
Tengdar fréttir Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44 Stórþingið samþykkti einróma að leita olíu með Íslendingum Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu. 19. desember 2012 18:35 Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45 Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Leyfisveiting á Drekasvæðinu vekur athygli olíuheimsins Tilkynning íslenskra stjórnvalda um veitingu sérleyfa til olíuvinnslu á Drekasvæðinu hefur vakið athygli fjölmiðla í Bretlandi og helstu vefmiðla í olíugeiranum. Netmiðill breska útvarpsins, BBC, og skoski miðillinn The Scotsman, eru meðal þeirra sem birt hafa frétt um málið, en einnig viðskipta- og olíufréttamiðlar eins og World-Oil, Natural Gas Europe og Offshore Magazine. 5. desember 2012 17:44
Stórþingið samþykkti einróma að leita olíu með Íslendingum Norska Stórþingið samþykkti einróma þátttöku norska ríkisins í olíuleit og olíuvinnslu í lögsögu Íslands á Drekasvæðinu. Orkumálastjóri segir þetta með stærstu atburðum í olíumálum Íslendinga til þessa. Ríkisstjórn Noregs var áður búin að samþykkja fyrir sitt leyti á ríkisstjórnarfundi að norska ríkið nýtti sér ákvæði Jan Mayen-samkomulagsins um 25% þátttöku í sérleyfum á Drekasvæðinu. 19. desember 2012 18:35
Áætlar fyrsta borpallinn við Jan Mayen árið 2017 Olíustofnun Noregs áætlar í nýrri skýrslu að verðmæti olíu- og gaslinda við Jan Mayen geti verið þrettán þúsund milljarðar króna og að hreinn hagnaður af vinnslunni geti numið allt að níu þúsund milljörðum. Norðmenn gera ráð fyrir að fyrsti borpallurinn verði kominn á svæðið árið 2017. Eyfirðingar fundu smjörþefinn í sumar af þeim umsvifum sem Norðmenn hafa sett í gang á hafsvæðunum norðaustan Íslands þegar floti rannsóknarskipa kom til Akureyrar til áhafnaskipta og til að sækja vistir og þjónustu. 7. nóvember 2012 18:45
Norðmenn skoða Ísland sem þjónustumiðstöð olíuleitar Norðmenn gera í nýrri skýrslu um olíuleit á Noregshluta Jan Mayen-hryggjarins ráð fyrir þeim möguleika að þjónustunni verði sinnt frá Íslandi. Þrefalt lengra er að þjónusta borpalla frá Noregi. Það eru ekki bara Íslendingar sem áforma olíuleit á Jan Mayen-svæðinu. Norðmenn eru einng komnir á fullt við að undirbúa leit sín megin og miðað við þann kraft sem þeir hafa nú sett í málið gæti svo farið að þeir verði fyrri til að hefja boranir á svæðinu, jafnvel árið 2017. 12. nóvember 2012 18:51