Mest lesnu innlendu fréttir ársins 2012 28. desember 2012 10:00 Öldugangurinn var gríðarlegur í Reykjavík. Þegar horft er um öxl, yfir árið sem er að líða, er ljóst að lesendur Vísis hafa haft mikinn áhuga á tveimur atburðum umfram aðra. Annars vegar er um að ræða óveður sem varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember. Hins vegar er það Egill Einarsson, Gillzenegger, rannsókn á máli hans og þær afleiðingar sem það hefur haft. Hér að neðan má sjá tíu mest lesnu fréttir ársins. 1. Ótrúlegt myndband af óveðrinu í Reykjavík Mest skoðaða fréttin er af óveðri sem gerði á höfuðborgarsvæðinu og víðar, í byrjun nóvember. Kristinn Jón Eysteinsson tók upp ótrúlegt myndband við Sæbrautina í Reykjavík. Myndskeiðið sýnir hvernig öldurnar ná fleiri metra upp á land. Umtalsverðar skemmdir urðu í óveðrinu og námu tryggingabætur á annað hundrað milljón krónur. 2. Egill fluttur í lífshættu á gjörgæsluÖnnur mest lesna fréttin var frétt af því að Egill Einarsson hefði verið fluttur í lífshættu á gjörgæsludeild. Þetta var í maí, en eftir því sem Vísir kemst næst hefur Egill náð sér að fullu.Myndin sem birtist af Agli.Mynd/3. Helvítis lygamörður! Komdu þér út Þriðja mest lesna fréttin var af leiðindaatviki sem gerðist á Hlemmi í sumar. Þá lenti starfsmaður á Hlemmi í ryskingum við mann sem var þar inni. Blaðamaður á Grapevine tók myndskeið og birti myndirnar á vef blaðsins. Í ljós kom að deilur varðarins og gestsins höfðu átt sér nokkurn aðdraganda. 4. Þriggja pilta leitað eftir hrottalega árás á barnFjórða mest lesna fréttin var svo frásögn Þórarins Engilbertssonar knattspyrnuþjálfara, sem kvaðst hafa orðið vitni að því að fjórir 12-13 ára drengir hefðu ráðist á yngra barn í Breiðholtinu. Lögreglan hóf rannsókn á málinu en hvorki barnið sem varð fyrir árásinni né drengirnir hafa fundist. Þórarinn hefur þó ekki viðurkennt að hafa sagt ósatt. 5. Egill aftur kærður fyrir nauðgun Fimmta mest lesna fréttin var svo frétt af því að Egill Einarsson hafi verið kærður fyrir nauðgun í annað sinn. Það var í janúar á þessu ári. Rétt er að taka fram að rannsókn á málum Gillzeneggers voru látnar niðurfalla en eftir stendur rannsókn lögreglu á röngum sakargiftum á hendur honum. 6. Grænlenskt ofsaveður gæti náð til Íslands Sjötta mest lesna fréttin var síðan af því að grænlenskt ofsaveður, eða svonefnt Piterak veðri í Ammasalik í Grænlandi og þar í grennd, gæti komið til Íslands. Ekkert varð þó úr því. 7. "Augljóslega ekki allt í lagi hjá þessum dreng" Sjöunda mest lesna fréttin var síðan ummæli Egils Einarssonar um Inga Kristján Sigurmarsson, sem birti umdeilda mynd af Agli Einarssyni á Instagram. "Myndin segir meira um þann sem gerði hana en mig," sagði Egill um myndina.Fólk var í stórhættu í ofsaveðrinu í byrjun nóvember. Mynd/ Anton. 8. Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Áttunda mest lesna fréttin er líka um óveðrið í byrjun nóvember. Maður fauk um koll, skammt frá Sæbrautinni, enda var vindstyrkurinn langmestur þar. Svo grafalvarlegar voru aðstæður á þessum slóðum að starfsmenn hússins þar sem Hamborgarafabrikkan er til húsa stilltu sér upp fyrir utan húsið til að grípa fólk sem fauk um koll. Anton Brink ljósmyndari var staddur þarna, kom manninum til aðstoðar og tók myndir af öllu saman.9. Bresk barnaverndayfirvöld vilja svipta móður Ellu Dísar forræði Níunda mest lesna fréttin var svo um það að bresk barnaverndayfirvöld vilja svipta móður Ellu Dísar forræði. Vísir hefur ítarlega sagt frá málum Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar sem er langveik ung stelpa. En í viðtali við DV, sem Vísir vitnaði til, greindi hún frá því að barnaverndayfirvöld í Bretlandi væru í samstarfi við íslensk barnaverndayfirvöld um að reyna að ná barninu.10. Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás Tíunda mest lesna fréttin var svo af því að Guðni Bergsson hefði hlotið áverka þegar hann reyndi að bjarga Skúla Sigurz þegar Guðgeir Guðmundsson réðst á hann. Árásin var grafalvarleg, enda var Guðgeir dæmdur fyrir tilraun til manndráps. Tengdar fréttir Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00 Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00 Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00 Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00 Bestu Viðskipti ársins Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, eru viðskipti ársins. 28. desember 2012 07:00 Merkislax í Krossá á Skarðsströnd Hrygnan náði að hrygna í fjórgagn og var mætt til hrygningar í fimmta skiptið þegar hún lét glepjast af agni veiðimanns, þá á tíunda aldursári. Þetta er með ólíkindum þar sem sjaldgæft er að sami laxinn nái að hrygna tvisvar hvað þá að ganga oft til hrygningar. 29. desember 2012 07:00 Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00 Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30 Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Þegar horft er um öxl, yfir árið sem er að líða, er ljóst að lesendur Vísis hafa haft mikinn áhuga á tveimur atburðum umfram aðra. Annars vegar er um að ræða óveður sem varð á höfuðborgarsvæðinu í byrjun nóvember. Hins vegar er það Egill Einarsson, Gillzenegger, rannsókn á máli hans og þær afleiðingar sem það hefur haft. Hér að neðan má sjá tíu mest lesnu fréttir ársins. 1. Ótrúlegt myndband af óveðrinu í Reykjavík Mest skoðaða fréttin er af óveðri sem gerði á höfuðborgarsvæðinu og víðar, í byrjun nóvember. Kristinn Jón Eysteinsson tók upp ótrúlegt myndband við Sæbrautina í Reykjavík. Myndskeiðið sýnir hvernig öldurnar ná fleiri metra upp á land. Umtalsverðar skemmdir urðu í óveðrinu og námu tryggingabætur á annað hundrað milljón krónur. 2. Egill fluttur í lífshættu á gjörgæsluÖnnur mest lesna fréttin var frétt af því að Egill Einarsson hefði verið fluttur í lífshættu á gjörgæsludeild. Þetta var í maí, en eftir því sem Vísir kemst næst hefur Egill náð sér að fullu.Myndin sem birtist af Agli.Mynd/3. Helvítis lygamörður! Komdu þér út Þriðja mest lesna fréttin var af leiðindaatviki sem gerðist á Hlemmi í sumar. Þá lenti starfsmaður á Hlemmi í ryskingum við mann sem var þar inni. Blaðamaður á Grapevine tók myndskeið og birti myndirnar á vef blaðsins. Í ljós kom að deilur varðarins og gestsins höfðu átt sér nokkurn aðdraganda. 4. Þriggja pilta leitað eftir hrottalega árás á barnFjórða mest lesna fréttin var svo frásögn Þórarins Engilbertssonar knattspyrnuþjálfara, sem kvaðst hafa orðið vitni að því að fjórir 12-13 ára drengir hefðu ráðist á yngra barn í Breiðholtinu. Lögreglan hóf rannsókn á málinu en hvorki barnið sem varð fyrir árásinni né drengirnir hafa fundist. Þórarinn hefur þó ekki viðurkennt að hafa sagt ósatt. 5. Egill aftur kærður fyrir nauðgun Fimmta mest lesna fréttin var svo frétt af því að Egill Einarsson hafi verið kærður fyrir nauðgun í annað sinn. Það var í janúar á þessu ári. Rétt er að taka fram að rannsókn á málum Gillzeneggers voru látnar niðurfalla en eftir stendur rannsókn lögreglu á röngum sakargiftum á hendur honum. 6. Grænlenskt ofsaveður gæti náð til Íslands Sjötta mest lesna fréttin var síðan af því að grænlenskt ofsaveður, eða svonefnt Piterak veðri í Ammasalik í Grænlandi og þar í grennd, gæti komið til Íslands. Ekkert varð þó úr því. 7. "Augljóslega ekki allt í lagi hjá þessum dreng" Sjöunda mest lesna fréttin var síðan ummæli Egils Einarssonar um Inga Kristján Sigurmarsson, sem birti umdeilda mynd af Agli Einarssyni á Instagram. "Myndin segir meira um þann sem gerði hana en mig," sagði Egill um myndina.Fólk var í stórhættu í ofsaveðrinu í byrjun nóvember. Mynd/ Anton. 8. Magnaðar myndir: Fólk í stórhættu í ofsaveðri Áttunda mest lesna fréttin er líka um óveðrið í byrjun nóvember. Maður fauk um koll, skammt frá Sæbrautinni, enda var vindstyrkurinn langmestur þar. Svo grafalvarlegar voru aðstæður á þessum slóðum að starfsmenn hússins þar sem Hamborgarafabrikkan er til húsa stilltu sér upp fyrir utan húsið til að grípa fólk sem fauk um koll. Anton Brink ljósmyndari var staddur þarna, kom manninum til aðstoðar og tók myndir af öllu saman.9. Bresk barnaverndayfirvöld vilja svipta móður Ellu Dísar forræði Níunda mest lesna fréttin var svo um það að bresk barnaverndayfirvöld vilja svipta móður Ellu Dísar forræði. Vísir hefur ítarlega sagt frá málum Rögnu Erlendsdóttur, móður Ellu Dísar sem er langveik ung stelpa. En í viðtali við DV, sem Vísir vitnaði til, greindi hún frá því að barnaverndayfirvöld í Bretlandi væru í samstarfi við íslensk barnaverndayfirvöld um að reyna að ná barninu.10. Guðni hlaut áverka þegar hann reyndi að bjarga manni frá hnífaárás Tíunda mest lesna fréttin var svo af því að Guðni Bergsson hefði hlotið áverka þegar hann reyndi að bjarga Skúla Sigurz þegar Guðgeir Guðmundsson réðst á hann. Árásin var grafalvarleg, enda var Guðgeir dæmdur fyrir tilraun til manndráps.
Tengdar fréttir Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00 Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00 Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00 Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00 Bestu Viðskipti ársins Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, eru viðskipti ársins. 28. desember 2012 07:00 Merkislax í Krossá á Skarðsströnd Hrygnan náði að hrygna í fjórgagn og var mætt til hrygningar í fimmta skiptið þegar hún lét glepjast af agni veiðimanns, þá á tíunda aldursári. Þetta er með ólíkindum þar sem sjaldgæft er að sami laxinn nái að hrygna tvisvar hvað þá að ganga oft til hrygningar. 29. desember 2012 07:00 Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00 Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30 Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00 Mest lesið Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Innlent Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Innlent Ekkert verður af kaupunum á Krafti Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Innlent Fleiri fréttir Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Hótel Hestheimar í bók National Georgraphic Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Hörmungar í Los Angeles og myrkur í Smyrilshlíð Nýr leikskóli rís í Elliðaárdal Sjá meira
Mest lesnu skoðanir ársins 2012 Mest lesnu skoðanir sem birst hafa á Vísi á árinu 2012 eru af ýmsum toga, enda pistlahöfundar fjölmargir. Pennahöfundar hafa lýst skoðunum sínum, tilfinningum og aðstæðum. Mest lesna greinin var eftir Önnu Sigríði Ólafsdóttur sem skrifaði grein í minningu móður sinnar, en móðir hennar svipti sig lífi. Næst mest lesna greinin var grein eftir Tinnu Steinsdóttur, blaðamann á Fréttablaðinu, sem fjallaði um riddaramennsku. 28. desember 2012 10:00
Mest lesnu erlendu fréttir ársins 2012 Mest lesnu erlendu fréttir ársins á Vísi eru af margvíslegum toga. Þó má segja að fréttir af sviplegu fráfalli Whitney Houston hafi vakið mikla athygli, en hún lést í febrúar. Þá vekur athygli að fólk er enn með hugann við Madeleine McCann sem hvarf í Portúgal fyrir tæpum sex árum síðan. Ekkert hefur spurst til hennar en lögreglumenn telja þó líklegt að hún geti verið á lífi. 28. desember 2012 10:00
Bókaárið 2012: Ár Gyrðis, Gísla og grárra skugga Bókaárið 2012 var gjöfult, þótt ekki drægi til neinna stórtíðinda. Maður ársins í bókmenntaheiminum var tvímælalaust Gyrðir Elíasson sem sendi frá sér hvert meistaraverkið af öðru. Friðrika Benónýsdóttir stiklar á stóru yfir útgáfufljótið sem bar með sér 24. desember 2012 06:00
Björgólfur er viðskiptamaður ársins Dómnefnd Markaðarins valdi Björgólf Jóhannsson, forstjóra Icelandair Group, viðskiptamann ársins 2012. Árið var enda viðburðaríkt hjá félaginu. Það opnaði hótel við höfnina í Reykjavík og stækkaði hótel sitt á Akureyri. Hryggjarstykki félagsins, Icelandair, jók verulega sætaframboð og hefur flutt tvær milljónir farþega á árinu sem er met. Þá gekk félagið frá kaupum á tólf flugvélum frá Boeing í nóvember. 28. desember 2012 07:00
Bestu Viðskipti ársins Kaup bandaríska líftækni- og lyfjafyrirtækisins Amgen á öllu hlutafé móðurfélags Íslenskrar erfðagreiningar fyrir 415 milljónir dala, um 52 milljarða króna, eru viðskipti ársins. 28. desember 2012 07:00
Merkislax í Krossá á Skarðsströnd Hrygnan náði að hrygna í fjórgagn og var mætt til hrygningar í fimmta skiptið þegar hún lét glepjast af agni veiðimanns, þá á tíunda aldursári. Þetta er með ólíkindum þar sem sjaldgæft er að sami laxinn nái að hrygna tvisvar hvað þá að ganga oft til hrygningar. 29. desember 2012 07:00
Mest lesnu erlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Fréttir af tækninýjungum, einkum tengdum iPhone, voru mjög vinsælar á árinu. Annars voru vinsælar erlendar viðskiptafréttir af margvíslegum toga, rétt eins og innlendu fréttirnar. 28. desember 2012 12:00
Innlendir vendipunktar 2012: "Sá heimskulegi vani“ Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum“ og "Epal-kommum“. Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. 27. desember 2012 10:30
Mest lesnu innlendu viðskiptafréttir ársins 2012 Vísir var með fjölbreytta umfjöllun um viðskipti á árinu. Þetta voru jafn ólíkar fréttir og þær voru margar. Sumar hverjar í léttum dúr, eins og frétt af fyrirhugaðri opnun H&M og líka grafalvarlegar fréttir af nauðasamningum, en ekki sér enn fyrir endann á því ferli. 28. desember 2012 11:00