Lífið

Völva 2013: Útlendingar ákafir að eignast hér land

Útlendingar ákafir að eignast hér land

Ferðamannastraumur til Íslands heldur áfram að aukast. Útlendingar verða ákafari en áður að eignast hér land, það eru ekki bara Kínverjar þó að þeir hafi mikinn áhuga. Nokkuð verður um mál á árinu þar sem erlendir aðilar fá Íslendinga til að leppa fyrir sig kaup og svo verður enn óljósara en áður hvar á að draga mörkin á milli þeirra sem mega kaupa og hinna sem þurfa að fá einhverja til að hjálpa sér. Miklir fjármunir verða settir í ferðamannaiðnaðinn á árinu og á það eftir að skila sér margfalt.

Grímsstaðir á Fjöllum verða enn í umræðunni hjá Kínverjum og Bandaríkjamönnum líka finnst mér. Þar verða miklar breytingar.

Jarðhitinn laðar ríka útlendinga að

Jarðhitinn okkar verður nýttur til nýrra hluta á árinu. Það mun laða til okkar ríka útlendinga í stórum stíl. Ég sé talsverðar framkvæmdir í kringum það, bæði norðan- og sunnanlands. Sýnist mér að þarna sé byrjun á einhverju nýju sem verður stöðugt og öflugt fyrirtæki, sem á eftir að skapa mikla vinnu fyrir fólkið í kring.

Völva Lífsins 2013.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.