Lífið

Völva 2013: Vel menntaðir Íslendingar flýja

Vel menntaðir Íslendingar flýja

Atvinnuástandið verður síst betra en á síðasta ári. Ég sé flótta frá landinu af vel menntuðu og hæfu fólki eins og verið hefur undanfarin ár. Seinni hluta ársins verða settir miklir fjármunir í að snúa hjólum atvinnulífsins á ný og tekst þar ýmislegt vel, einkum í að setja á laggirnar lítil fyrirtæki í iðnaði. Ég sé matvælaiðnað þar í stóru hlutverki. Tvö stór fyrirtæki eiga í miklum fjárhagslegum erfiðleikum, annað kemur ekki á óvart en hitt héldu menn að stæði vel.

Stjórnvöld vakna

Útrásarvíkingarnir sækja sumir fast að á árinu að stofna ýmis fyrirtæki hér og flytja peningana sína heim aftur. Ég sé tvo einstaklinga sem tekst það en svo vakna stjórnvöld og reynt verður að setja undir þann leka. Það er þó erfitt en tekst allavega að hluta.

Dugleg og bjartsýn

Í árslok má segja að margir góðir hlutir hafi gerst og við erum enn sem fyrr dugleg og bjartsýn. Ný atvinnutækifæri virka líka sem vítamínsprauta á bjartsýni almennings.

Byrjunin á botnspyrnunni

Þegar ég lít yfir árið með jákvæðnina að leiðarljósi finnst mér við standa okkur ótrúlega vel. Þjóðin í heild er hamingjusöm og fólk reynir að gera það besta úr málunum. Við erum þó enn á botninum og þokumst sorglega lítið upp á við en ný ríkisstjórn mun hjálpa okkur vel í baráttunni og við skulum segja að árið 2013 sé byrjunin á botnspyrnunni upp á við.

Völva 2013: Enn eitt grínið hjá Jóni Gnarr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.