Tónlist

Hjaltalín með tvenna tónleika í kvöld

Útgáfu plötunnar Enter 4 með Hjaltalín verður fagnað í kvöld með tvennum tónleikum í Gamla bíó, og á morgun, á Græna hattinum á Akureyri. Aukatónleikum var bætt við bæði í Reykjavík og á Akureyri sökum eftirspurnar. Uppselt er á tónleikana í Gamla bíó í kvöld kl. 20, en enn eru miðar eftir á tónleikana kl. 23. Viðtökur við plötunni Enter 4 með Hjaltalín hafa svo sannarlega verið framar björtustu vonum, enda platan hlotið einróma lof hvarvetna. Hér fyrir ofan er hægt að sjá nýtt myndband frá hljómsveitinni við lagið Myself, sem var frumsýnt nú í vikunni. Myndbandinu er leikstýrt af Magnúsi Leifssyni. Með honum unnu klipparinn Sigurður Eyþórsson, tökumaðurinn Árni Filippusson, aðstoðartökumaðurinn Þór Elíasson og Henrik Linnet sem sér um sjónrænar brellur. Steinþór Helgi Arnsteinsson sá um framleiðslu. Með aðalhlutverk fara Ólafur Ásgeirsson og Leroy Ciprianne, ásamt chihuahua-hvolpinum Sleikjó.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×