Helgarmaturinn - Saltimbocca á milli hátíðanna 22. desember 2012 16:00 Ólína segir réttinna léttan og einfaldan og gott mótvægi við allan þunga jólamatinn. Hér er hún ásamt fjölskyldu sinni. Þegar þau Ólína Jóhanna Gísladóttir, eigandi Kastaníu, og Jóhannes Ásbjörnsson bjuggu á Ítalíu fyrir um áratug fóru þau á matreiðslunámskeið í litlum bæ sem heitir Urbino. „Þar lærðum við að gera saltimbocca. Við höfum eldað hann reglulega síðan og reynum að hafa hann a.m.k. einu sinni yfir hátíðarnar. Hann er léttur og einfaldur og gott mótvægi við allan þunga jólamatinn. Saltimbocca er bestur með bragðmiklu hvítvíni og góðum vinum,“ segir Ólína.SaltimboccaFerskar kjúklingalundir (algengt er að nota kálfakjöt á Ítalíu)Fersk salvíublöð (helst stór ) Parmesan ostur Ítölsk Saltimbocca Ferskar kjúklingalundir (algengt er að nota kálfakjöt á Ítalíu) Fersk salvíublöð (helst stór ) Parmesan ostur Ítölsk hráskinka Maldon-salt Íslenskt smjör Hvítvín Aðferð: Skolið og þerrið lundirnar og leggið á disk. Leggið sneið af parmesanosti ofan á lundirnar (best að sneiða ostinn eftir endilöngu með ostaskera). Leggið salvíublað ofan á ostinn. Vefjið lundirnar inn í hráskinku (u.þ.b. hálft skinkublað utan um hverja lund). Hitið matskeið af smjöri og klípu af salti á pönnu. Steikið lundirnar í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið við meðalhita. Hráskinkan límist saman við steikinguna og lokar ostinn og salvíuna inni. Þegar búið er að steikja er 2 msk. af smjöri bætt á pönnuna og skvettu af hvítvíni. Svo er brasið skafið úr pönnubotninum og hrært saman við. Leggið lundirnar á fat og hellið af pönnunni yfir lundirnar. Gott er að bera þetta fram með einföldu meðlæti, t.d. klettasalati með kirsuberjatómötum og mozzarella-osti og hrísgrjónum (við setjum oft basilolíu út í grjónin). Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið
Þegar þau Ólína Jóhanna Gísladóttir, eigandi Kastaníu, og Jóhannes Ásbjörnsson bjuggu á Ítalíu fyrir um áratug fóru þau á matreiðslunámskeið í litlum bæ sem heitir Urbino. „Þar lærðum við að gera saltimbocca. Við höfum eldað hann reglulega síðan og reynum að hafa hann a.m.k. einu sinni yfir hátíðarnar. Hann er léttur og einfaldur og gott mótvægi við allan þunga jólamatinn. Saltimbocca er bestur með bragðmiklu hvítvíni og góðum vinum,“ segir Ólína.SaltimboccaFerskar kjúklingalundir (algengt er að nota kálfakjöt á Ítalíu)Fersk salvíublöð (helst stór ) Parmesan ostur Ítölsk Saltimbocca Ferskar kjúklingalundir (algengt er að nota kálfakjöt á Ítalíu) Fersk salvíublöð (helst stór ) Parmesan ostur Ítölsk hráskinka Maldon-salt Íslenskt smjör Hvítvín Aðferð: Skolið og þerrið lundirnar og leggið á disk. Leggið sneið af parmesanosti ofan á lundirnar (best að sneiða ostinn eftir endilöngu með ostaskera). Leggið salvíublað ofan á ostinn. Vefjið lundirnar inn í hráskinku (u.þ.b. hálft skinkublað utan um hverja lund). Hitið matskeið af smjöri og klípu af salti á pönnu. Steikið lundirnar í u.þ.b. 2 mín. á hvorri hlið við meðalhita. Hráskinkan límist saman við steikinguna og lokar ostinn og salvíuna inni. Þegar búið er að steikja er 2 msk. af smjöri bætt á pönnuna og skvettu af hvítvíni. Svo er brasið skafið úr pönnubotninum og hrært saman við. Leggið lundirnar á fat og hellið af pönnunni yfir lundirnar. Gott er að bera þetta fram með einföldu meðlæti, t.d. klettasalati með kirsuberjatómötum og mozzarella-osti og hrísgrjónum (við setjum oft basilolíu út í grjónin).
Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Prinsinn kom á undan Kónginum Lífið Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Lífið Hafdís ætlar ekki að svara spurningaflóðinu Lífið Kári og Eva eru hjón Lífið Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Lífið Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Lífið Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Lífið Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Lífið „Þetta byrjaði allt þegar ég var á lausu“ Lífið „Sundlaug“ á Sogavegi til sölu Lífið