Íslenski boltinn

Metfjöldi félagaskipta í seinni glugganum - 104 skiptu um lið á lokadeginum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mark Doninger var einn þeirra sem skipti um lið í glugganum.
Mark Doninger var einn þeirra sem skipti um lið í glugganum. Mynd/Daníel
Það var nóg að gera á Skrifstofu Knattspyrnusambands Íslands á lokadegi félagsskiptagluggans á þriðjudaginn en ekki er hægt að hafa félagskipti innanlands eða til landsins eftir þann dag. Á heimasíðu KSÍ segir að nýtt met hafi verið sett í fjölda félagaskipta í seinni glugganum.

Félagaskiptagluggarnir eru tveir, annars vegar frá 21. febrúar til 15. maí og hinsvegar frá 15. júlí til 31. júlí.

Alls voru 287 félagaskipti afgreidd af skrifstofu KSÍ í þessum seinni glugga og hafa ekki verið fleiri síðan mælingar hófust. Flest höfðu þau verið áður 237 árið 2008 en það var fyrsta árið sem nýjar reglur tóku gildi varðandi félagaskiptagluggana.

Eins og oft áður voru margir sem biðu með það þangað til á síðustu stundu að hafa félagaskipti því 104 félagaskipti voru afgreidd 31. júlí, síðasta dag félagaskipta.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×