Enski boltinn

Liverpool fagnaði sigri á Wembley | myndasyrpa

Leikmenn Liverpool fagna hér sigrinum á Wembley.
Leikmenn Liverpool fagna hér sigrinum á Wembley. AFP
Liverpool hafði betur gegn Cardiff í æsispennandi úrslitaleik deildabikarkeppninnar í dag. Staðan var jöfn, 1-1, að loknum venjulegum leiktíma og bæði liðin skoruðu mark í framlengingu. Úrslitin réðust í vítaspyrnukeppni þar sem að Liverpool hafði betur. Gríðarlegur fögnuður braust út hjá leikmönnum, þjálfurum og stuðningsmönnum Liverpool í leikslok og í myndasyrpunni má sjá brot af því besta frá leiknum.

Tengdar fréttir

Gerrard: Síðasti úrslitaleikur var martröð

Steven Gerrard mun fara fyrir Liverpool sem mætir Cardiff í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í dag. Gerrard skoraði sjálfsmark síðast þegar liðið lék til úrslita og leikurinn tapaðist.

Liverpool deildabikarmeistari eftir vítakeppni

Liverpool tryggði sér deildabikarmeistaratitilinn með því að leggja Cardiff af velli í vítaspyrnukeppni. Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og enn var jafnt, 2-2, að lokinni framlengingu. Liverpool skoraði úr þremur af fimm vítum sínum á meðan Cardiff nýtti aðeins tvö og því var það Liverpool sem fagnaði í leikslok.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×