Enski boltinn

Gerrard: Síðasti úrslitaleikur var martröð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Gerrard og félagar geta bundið endi á sex ára bikarlausa tíð á Anfield.
Gerrard og félagar geta bundið endi á sex ára bikarlausa tíð á Anfield. Nordic Photos / Getty
Steven Gerrard mun fara fyrir Liverpool sem mætir Cardiff í úrslitaleik enska deildabikarsins á Wembley í dag. Gerrard skoraði sjálfsmark síðast þegar liðið lék til úrslita og leikurinn tapaðist.

„Leikurinn var martröð. Sjálfsmark. Ég var í sjálfsmorðshugleiðingum. Það var slæmt, einn versti dagur ævi minnar sérstaklega vegna þess að mótherjinn var Chelsea," segir Gerrard í viðtali við enska fjölmiðilinn Guardian. Hann minnir á að hann hafi verið orðaður við Chelsea í langan tíma fyrir leikinn.

„Að skora svo sjálfsmark. Það voru eflaust einhverjir stuðningsmenn Liverpool sem töldu mig hafa gert það viljandi fyrst ég var orðaður við þá. Að tapa leiknum var matröð fyrir mig og liðið," segir Gerrard.

Eiður Smári Guðjohnsen kom inn á sem varamaður í liði Chelsea í hálfleik í umræddum leik þegar Lundúnarliðið var marki undir. Sjálfsmark Gerrard í síðari hálfleik tryggði Chelsea framlengingu þar sem liðið tryggði sér 3-2 sigur.

Aron Einar Gunnarsson verður að óbreyttu í byrjunarliði Cardiff í leiknum í dag.

Úrslitaleikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst klukkan 16.


Tengdar fréttir

Aron Einar: Klárlega stærsti leikurinn á mínum ferli

Það verður stór stund í lífi knattspyrnukappans Arons Einars Gunnarssonar á morgun er hann gengur út á sjálfan Wembley ásamt félögum sínum í Cardiff City. Þar mun Cardiff mæta stórliði Liverpool í úrslitaleik deildarbikarsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×