Enski boltinn

United fylgir City eins og skugginn

Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar
Scholes kemur knettinum framhjá Ruddy í markinu.
Scholes kemur knettinum framhjá Ruddy í markinu. Nordic Photos / Getty
Manchester United sigraði Norwich 2-1 á útivelli í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta í dag. Ryan Giggs tryggði Manchester United sigurinn með marki í uppbótartíma.

Paul Scholes kom Manchester United yfir með skallamarki á 7. mínútu en heimamenn í Norwich hafa komið skemmtilega á óvart á leiktíðinni og veittu þeir Englandsmeisturunum verðuga keppni í dag en allt benti til þess að Grant Holt hefði tryggt þeim stig þegar hann jafnaði metin sjö mínútum fyrir leikslok.

Manchester United sótti án afláts eftir að Norwich jafnaði og fékk tvö dauðafæri áður en Giggs tryggði gestunum sigurinn eftir frábæra sendingu Ashley Young.

Manchester United er enn tveimur stigum á eftir nágrönum sínum í Mancester City en ljóst er að önnur lið muni ekki blanda sér í titilbaráttuna. Norwich er sem fyrr í áttunda sæti deildarinnar með 35 stig í 26 leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×