Áhyggjuefni hve fáir mæta á völlinn Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 11. desember 2012 07:30 Dauf stemning. Hér sjást þeir 141 einstaklingar sem sáu sér fært að mæta á leik reykvísku stórveldanna, fram og vals. þegar leikskýrsla var fyllt út var greinilega ákveðið að gera sinnum tveir því áhorfendur samkvæmt skýrslu voru 282.fréttablaðið/vilhelm Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins. Það tók ekki langan tíma að telja alla hausana sem eru á myndinni hér fyrir ofan – sem tekin var um miðjan fyrri hálfleik í grannslag Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta s.l. fimmtudag. Áhorfendur í salnum voru 141 – þar af stór hluti börn og iðkendur úr herbúðum Fram. Forsvarsmenn handknattleiksdeilda Fram og Vals segja að það gangi illa að fá áhorfendur á völlinn og samkeppnin um frítíma fólks sé enn harðari en áður. Akureyringar eru hinsvegar sáttari við sinn hlut en fín mæting er á heimaleiki handboltafélagsins. „Mér finnst þetta bara góð mæting svona miðað við það sem við höfum upplifað á sumum leikjum," sagði Ómar Ómarsson formaður handknattleiksdeildar Vals þegar hann var inntur eftir viðbrögðum á þeirri staðreynd að 141 áhorfandi var mættur á viðureign Fram og Vals. „Við hjá Val höfum haft miklar áhyggjur af þessu og undanfarin tvö tímabil hafa verið sérstaklega slæm. Það hefur ýmislegt verið reynt t.d. að bjóða upp á grillaða hamborgara en það hefur verið á brattann að sækja hjá okkur – líkt og hjá öðrum liðum. Ómar segir að það sé tímabært að félögin í samvinnu við Handknattleikssamband Íslands fari í aðgerðir til þess að fjölga áhorfendum. „Við hjá Val erum hrifnir af þeirri hugmynd að byrja leikina fyrr á kvöldin – þannig að áhorfendur komi beint úr vinnu á leikina. Þetta er t.d. gert í Þýskalandi með góðum árangri en þar er einnig margt annað í boði á leikjum sem við höfum ekki boðið upp á hér. Aðspurður sagði Ómar að það væri ekki efst á óskalistanum að leyfa sölu á léttvíni eða bjór, eins og gert er í Þýskalandi. „Það hefur vissulega verið rætt en ég tel að það sé ekki tímabært að svo stöddu." Aðgöngumiði fyrir fullorðna á leik hjá mfl. hjá Val er 1.000 kr. „Miðaverðið er eitt af því sem við höfum velt fyrir okkur. Það væri kannski betra að fá fyrirtæki til þess að vera styrktaraðila á einstaka leiki og bjóða öllum frítt á völlinn. Það eru ýmsar leiðir færar en við þurfum að gera eitthvað í samvinnu við önnur félög til þess að fá fólk á völlinn. Og það sem svíður mest er hve fáir áhorfendur mæta á kvennaleikina hjá okkur. Þar erum við með flott lið en það dugir ekki til. Það má samt ekki gleyma því að það er ágæt aðsókn hjá nokkrum liðum, Akureyri, ÍR og Afturelding hafa náð fínni stemningu á leikjum sínum," sagði Ómar. „Það er á brattann að sækja," sagði Árni Ólafur Hjartarson formaður Fram. „Við höfum reynt ýmislegt til þess að fá fleiri á völlinn – með því að gefa iðkendum miða á leikina. En ég veit ekki hvað er til ráða. Sumir segja að keppnisfyrirkomulagið sé með þeim hætti að það sé engin spenna í þessu fyrr en í fjögurra liða úrslitum. Samkeppnin um athygli fólks er alltaf fyrir hendi og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti. Kannski er spennan ekki nógu mikil," sagði Árni og leggur áherslu á að tekjur af miðasölu dugi varla fyrir kostnaði við hvern leik. „Það eru engar tekjur af aðgöngumiðasölu – varla fyrir dómarakostnaði. Það eru kannski 150 manns á vellinum og margir með frímiða á völlinn í gegnum HSÍ eða börn undir 16 ára," sagði Árni en það kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna á heimaleiki hjá Fram. „Við höfum ekki rætt það hvort sala á léttvíni eða bjór myndi breyta stemningunni fyrir leikjum. Ég efast um það sjálfur. Hjá okkur er hópur sem kallast Framstuðarar sem fá kaffi og veitingar í hálfleik – það er ágætlega sótt en þeir þyrftu bara að vera miklu fleiri, og það þarf að bregðast við þessari þróun með einhverjum aðgerðum," sagði Árni. Akureyringar mæta vel í Höllina Það er ekki á öllum stöðum þar sem að áhorfendur láta sig vanta á áhorfendapallana. Hannes Karlsson, formaður Akureyri handboltafélags, er að mörgu leyti ánægður með mætinguna á heimaleiki félagsins í íþróttahöllinni á Akureyri. „Við erum með sæti fyrir um 1200 manns en við erum að fá þetta 600-1000 áhorfendur á leik. Það fer eftir mótherjanum hverju sinni," sagði Hannes. Það má velta ýmsum möguleikum fyrir sér hvernig hægt er að fjölga áhorfendum og leiktíminn og leikdagar er eitthvað sem alltaf er verið að ræða. Að mínu mati eru fimmtudagskvöldin kl. 19.00 besti tíminn og einstaka leiki mætti færa fram á föstudagskvöld. Það fer líka eftir gengi liða hvernig mæting er – þannig er það alltaf en vissulega má alltaf gera betur," sagði Hannes. Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira
Aðeins 141 áhorfendur mættu á leik Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta. Forsvarsmenn beggja félaga hafa áhyggjur af gangi mála og þeir vilja grípa til aðgerða. Staðan er mun skárri á Akureyri þar sem að 600-1000 áhorfendur mæta á heimaleiki liðsins. Það tók ekki langan tíma að telja alla hausana sem eru á myndinni hér fyrir ofan – sem tekin var um miðjan fyrri hálfleik í grannslag Fram og Vals í N1-deild karla í handbolta s.l. fimmtudag. Áhorfendur í salnum voru 141 – þar af stór hluti börn og iðkendur úr herbúðum Fram. Forsvarsmenn handknattleiksdeilda Fram og Vals segja að það gangi illa að fá áhorfendur á völlinn og samkeppnin um frítíma fólks sé enn harðari en áður. Akureyringar eru hinsvegar sáttari við sinn hlut en fín mæting er á heimaleiki handboltafélagsins. „Mér finnst þetta bara góð mæting svona miðað við það sem við höfum upplifað á sumum leikjum," sagði Ómar Ómarsson formaður handknattleiksdeildar Vals þegar hann var inntur eftir viðbrögðum á þeirri staðreynd að 141 áhorfandi var mættur á viðureign Fram og Vals. „Við hjá Val höfum haft miklar áhyggjur af þessu og undanfarin tvö tímabil hafa verið sérstaklega slæm. Það hefur ýmislegt verið reynt t.d. að bjóða upp á grillaða hamborgara en það hefur verið á brattann að sækja hjá okkur – líkt og hjá öðrum liðum. Ómar segir að það sé tímabært að félögin í samvinnu við Handknattleikssamband Íslands fari í aðgerðir til þess að fjölga áhorfendum. „Við hjá Val erum hrifnir af þeirri hugmynd að byrja leikina fyrr á kvöldin – þannig að áhorfendur komi beint úr vinnu á leikina. Þetta er t.d. gert í Þýskalandi með góðum árangri en þar er einnig margt annað í boði á leikjum sem við höfum ekki boðið upp á hér. Aðspurður sagði Ómar að það væri ekki efst á óskalistanum að leyfa sölu á léttvíni eða bjór, eins og gert er í Þýskalandi. „Það hefur vissulega verið rætt en ég tel að það sé ekki tímabært að svo stöddu." Aðgöngumiði fyrir fullorðna á leik hjá mfl. hjá Val er 1.000 kr. „Miðaverðið er eitt af því sem við höfum velt fyrir okkur. Það væri kannski betra að fá fyrirtæki til þess að vera styrktaraðila á einstaka leiki og bjóða öllum frítt á völlinn. Það eru ýmsar leiðir færar en við þurfum að gera eitthvað í samvinnu við önnur félög til þess að fá fólk á völlinn. Og það sem svíður mest er hve fáir áhorfendur mæta á kvennaleikina hjá okkur. Þar erum við með flott lið en það dugir ekki til. Það má samt ekki gleyma því að það er ágæt aðsókn hjá nokkrum liðum, Akureyri, ÍR og Afturelding hafa náð fínni stemningu á leikjum sínum," sagði Ómar. „Það er á brattann að sækja," sagði Árni Ólafur Hjartarson formaður Fram. „Við höfum reynt ýmislegt til þess að fá fleiri á völlinn – með því að gefa iðkendum miða á leikina. En ég veit ekki hvað er til ráða. Sumir segja að keppnisfyrirkomulagið sé með þeim hætti að það sé engin spenna í þessu fyrr en í fjögurra liða úrslitum. Samkeppnin um athygli fólks er alltaf fyrir hendi og við þurfum að bregðast við með einhverjum hætti. Kannski er spennan ekki nógu mikil," sagði Árni og leggur áherslu á að tekjur af miðasölu dugi varla fyrir kostnaði við hvern leik. „Það eru engar tekjur af aðgöngumiðasölu – varla fyrir dómarakostnaði. Það eru kannski 150 manns á vellinum og margir með frímiða á völlinn í gegnum HSÍ eða börn undir 16 ára," sagði Árni en það kostar 1.000 kr. fyrir fullorðna á heimaleiki hjá Fram. „Við höfum ekki rætt það hvort sala á léttvíni eða bjór myndi breyta stemningunni fyrir leikjum. Ég efast um það sjálfur. Hjá okkur er hópur sem kallast Framstuðarar sem fá kaffi og veitingar í hálfleik – það er ágætlega sótt en þeir þyrftu bara að vera miklu fleiri, og það þarf að bregðast við þessari þróun með einhverjum aðgerðum," sagði Árni. Akureyringar mæta vel í Höllina Það er ekki á öllum stöðum þar sem að áhorfendur láta sig vanta á áhorfendapallana. Hannes Karlsson, formaður Akureyri handboltafélags, er að mörgu leyti ánægður með mætinguna á heimaleiki félagsins í íþróttahöllinni á Akureyri. „Við erum með sæti fyrir um 1200 manns en við erum að fá þetta 600-1000 áhorfendur á leik. Það fer eftir mótherjanum hverju sinni," sagði Hannes. Það má velta ýmsum möguleikum fyrir sér hvernig hægt er að fjölga áhorfendum og leiktíminn og leikdagar er eitthvað sem alltaf er verið að ræða. Að mínu mati eru fimmtudagskvöldin kl. 19.00 besti tíminn og einstaka leiki mætti færa fram á föstudagskvöld. Það fer líka eftir gengi liða hvernig mæting er – þannig er það alltaf en vissulega má alltaf gera betur," sagði Hannes.
Olís-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Slot henti bæði Mourinho og Ancelotti úr efsta sætinu Enski boltinn Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golf CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti „Verður sérstök stund fyrir hana“ Körfubolti Fleiri fréttir Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Ómar með fimm fyrir flugið til Íslands Guðjón Valur með sína menn í fjórða sæti „Svona högg gerir okkur sterkari“ „Menn hafa sýnt mikla fagmennsku í því hvernig þeir hugsa um sig“ Melsungen endurheimti toppsætið án Arnars Uppgjörið: Afturelding - FH 29-35 | Ríkjandi meistarar kunna vel við sig í Mosó Veszprém og Pick Szeged jöfn að stigum fyrir toppslaginn Fimmti sigur Hauka kom í Eyjum Formaður danska handknattleikssambandsins bráðkvaddur Sigurmark þremur sekúndum fyrir leikslok á Nesinu Aldís Ásta fagnaði sigri í Íslendingaslagnum Sjá meira