Við og þau – kristin kúgunarrök gegn mosku eru ógild Sindri Geir Óskarsson skrifar 8. mars 2012 06:00 Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Sjá meira
Í umræðunni um byggingu mosku á Íslandi hafa margir andstæðingar moskubyggingar gripið til þeirra raka að múslímar eigi ekki að fá að byggja mosku hér því að ekki megi byggja kirkjur í „múslíma löndum”. Hinsvegar er Sádi-Arabía eina múslímska landið þar sem kirkjur eru bannaðar. Sá sem að ætlar að halda í þessi rök er að mestum líkum kristinn, því mun þessi grein taka ákveðið mið af því. Sá sem heldur fast í það að múslímar megi ekki byggja sér mosku því að kristnir söfnuðir mega ekki byggja kirkjur í Sádi-Arabíu eru búnir að gera samskipti menningarheima að við vs. þau deilu. Þá gefur fólk ekki bara upp ranga mynd af „andstæðingnum“ heldur einnig sér sjálfu. Hver erum við? Stendur baráttan á milli kristinna og múslíma og inniheldur hugmyndin um „okkur“ þá alla kristna einstaklinga? Eru „þeir“ þá allir múslímar í heiminum, hvort sem þeir búa í Sádi-Arabíu, Indónesíu, Akureyri eða Króatíu? Það er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslíma í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli kaþólikka, hvítasunnumanna, lútherana, mormóna eða kalvinista, það væri fáránlegt. Ef við þekktum menningarheim múslíma þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli shía, súnníta, sufi, alawi eða ibadi múslíma. Kennisetningar, lífsskilningur og markmið eru það ólík á milli allra þessara trúarhreyfinga að það er ómögulegt að segja að þar sé um sama hlutinn að ræða. Það er ástæða fyrir því að það er ekki bara einn söfnuður á Íslandi, lútheristi getur ekki gengist undir kaþólskar kenningar eða tekið mark á öllum gildum hvítasunnumanna. Við berum hins vegar þá virðingu fyrir kristnum söfnuðum á Íslandi að við bönnum þeim ekki að byggja sér samkomuhús þrátt fyrir skoðanamismun. Sá sem ætlar að setja allar stefnur íslam undir sama hatt í við vs. þeir deilunni þarf að setja allar kristnar stefnur undir sama hatt og setja þar með samasemmerki á milli trúar sinnar og trúar kristnu hryðjuverkasamtakanna Army of God sem hafa myrt bæði samkynhneigt fólk og lækna sem framkvæma fóstureyðingar. Þú ættir að sjá að það er ekki hægt. Því fellur við vs. þau deilan um sjálfa sig þegar það kemur í ljós að í raun er ekki til neitt VIÐ eða ÞAU. „Múslímar mega ekki byggja mosku hér því að ekki má byggja kirkjur í Sádi-Arabíu og kristið fólk verður fyrir kúgun víðsvegar í múslimskum löndum.“ Sá sem heldur þessum rökum fram þarf að spyrja sig hvort hann aðhyllist auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, eða hvort réttlætið nái fram að ganga ef við á Íslandi bönnum múslímum að byggja sér hús til að dýrka Guð sinn. Erum við að sýna samstöðu með kúguðum trúsystkinum okkar með því að kúga íslenska múslíma? Ætli það samrýmist kristinni kenningu sem byggir á náungakærleik að múslímum sé bannað að lifa í friði og frelsi á Íslandi? Þar sem þessi rök eru án efa mest notuð af kristnum einstaklingum spyr ég hvort þetta samrýmist þeirri hugsjón að bjóða hinn vangann, að við gerum öðrum það sem við viljum sjálf að yfir okkur gangi eða hvort við förum hamförum yfir flísinni í auga múslímans á meðan við sjáum ekki bjálkann í okkar kristna auga?
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun