Hæstiréttur staðfesti dóminn - Baldur í tveggja ára fangelsi Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 13:17 Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu Héraðsdóms, sem sakfelldi Baldur á grundvelli fimm ákæruliða af sex. Málið dæmdu Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari. Þetta er fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur var hinn 7. apríl í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og var það niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Þá var gert upptækt söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum, 174 milljónir króna, þ.e upphaflegt söluandvirði 192 milljónir að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði og taldi að vísa bæri málinu frá dómi. Í efnislegum hluta sératkvæðisins komst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki væru efni til að vísa málinu frá dómi bæri að sýkna Baldur. Mál Baldurs Guðlaugssonar - tímalína Baldur Guðlagusson, fæddur 1946, er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann fór að vinna sem embættismaður hjá hinu opinbera. Fyrir bankahrunið var Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat sem slíkur í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. 13. ágúst 2008 Baldur fundar með bankastjórum Landsbankans 2. september 2008 Sat fund með fjármálaráðherra Bretlands þar sem flutningur á Icesave var ræddur. 17. og 18. september 2008 Selur hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna október 2008 Fjármálaeftirlitið hefur rannsókn á sölu Baldurs á hlutabréfunum. 7. maí 2009 Fjármálaeftirlitið tilkynnir Baldri að rannsókn á máli hans hafi verið hætt 19. júní 2009 Baldri er tilkynnt af FME að eftirlitið hafi hafið rannsókn í máli hans að nýju 9. júlí 2009 FME vísar málinu til sérstaks saksóknara 13. nóvember 2009 sérstakur saksóknari kyrrsetur 192 milljónir króna á reikningum Baldurs 3. febrúar 2010 Hæstiréttur hafnar kröfu Baldurs um að rannsókn málsins verði felld niður 26. febrúar 2010 Hæstiréttur dæmir kyrrsetninguna á innistæðunum lögmæta 13. október 2010 Baldur ákærður fyrir innherjasvik 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Baldri. Tengdar fréttir Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33 Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10 Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Hæstiréttur Íslands staðfesti laust eftir hádegi í dag dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Baldurs Guðlaugssonar og dæmdi Baldur í tveggja ára fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. Dómur Hæstaréttar staðfesti í öllum atriðum niðurstöðu Héraðsdóms, sem sakfelldi Baldur á grundvelli fimm ákæruliða af sex. Málið dæmdu Viðar Már Matthíasson, Garðar Gíslason, Greta Baldursdóttir, Ólafur Börkur Þorvaldsson og Benedikt Bogason, settur hæstaréttardómari. Þetta er fyrsta innherjasvikamálið sem dæmt er í Hæstarétti í réttarsögu Íslands. Baldur var hinn 7. apríl í fyrra dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur og var það niðurstaða Hæstaréttar var að staðfesta niðurstöðu héraðsdóms. Þá var gert upptækt söluandvirði hlutabréfa Baldurs í Landsbankanum, 174 milljónir króna, þ.e upphaflegt söluandvirði 192 milljónir að frádregnum fjármagnstekjuskatti. Einn dómari af fimm, Ólafur Börkur Þorvaldsson, skilaði sératkvæði og taldi að vísa bæri málinu frá dómi. Í efnislegum hluta sératkvæðisins komst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki væru efni til að vísa málinu frá dómi bæri að sýkna Baldur. Mál Baldurs Guðlaugssonar - tímalína Baldur Guðlagusson, fæddur 1946, er lögfræðingur að mennt og starfaði sem lögmaður áður en hann fór að vinna sem embættismaður hjá hinu opinbera. Fyrir bankahrunið var Baldur ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og sat sem slíkur í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. 13. ágúst 2008 Baldur fundar með bankastjórum Landsbankans 2. september 2008 Sat fund með fjármálaráðherra Bretlands þar sem flutningur á Icesave var ræddur. 17. og 18. september 2008 Selur hlutabréf sín í Landsbankanum fyrir 192 milljónir króna október 2008 Fjármálaeftirlitið hefur rannsókn á sölu Baldurs á hlutabréfunum. 7. maí 2009 Fjármálaeftirlitið tilkynnir Baldri að rannsókn á máli hans hafi verið hætt 19. júní 2009 Baldri er tilkynnt af FME að eftirlitið hafi hafið rannsókn í máli hans að nýju 9. júlí 2009 FME vísar málinu til sérstaks saksóknara 13. nóvember 2009 sérstakur saksóknari kyrrsetur 192 milljónir króna á reikningum Baldurs 3. febrúar 2010 Hæstiréttur hafnar kröfu Baldurs um að rannsókn málsins verði felld niður 26. febrúar 2010 Hæstiréttur dæmir kyrrsetninguna á innistæðunum lögmæta 13. október 2010 Baldur ákærður fyrir innherjasvik 7. apríl 2011 Baldur dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi 17. febrúar 2012 Hæstiréttur staðfestir dóminn yfir Baldri.
Tengdar fréttir Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49 Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50 Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33 Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10 Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04 Mest lesið Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Viðskipti innlent Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Viðskipti innlent Einn vinsælasti tengiltvinnbíll Íslendinga snýr aftur Samstarf Vörur gerðar af meisturum fyrir meistara Samstarf Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Viðskipti innlent Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Viðskipti innlent Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Sjá meira
Klofinn dómur gerir vonbrigðin ekki minni "Þetta eru eðlilega gríðarleg vonbrigði," sagði Karl Axelsson, verjandi Baldurs Guðlaugssonar, að lokinni dómsuppkvaðningu í Hæstarétti í dag. Þá gagnrýndi hann harðlega drátt á rannsókn málsins og sagði jafnframt að enginn maður ætti að þola það að fá tilkynningu frá yfirvöldum um að rannsókn í máli hans væri lokið og svo þau skilaboð að það hafi verið "allt í plati.“ 17. febrúar 2012 14:49
Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. 17. febrúar 2012 13:50
Óvægin fjölmiðlaumfjöllun ekki ástæða til refsilækkunar Óvægin fjölmiðlaumfjöllun um mál Baldurs Guðlaugssonar gat ekki haft áhrif til refsilækkunar, segir í dómi Hæstaréttar sem kveðinn var upp í dag. 17. febrúar 2012 15:33
Sérstakur saksóknari: Ekki óvænt niðurstaða Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir niðurstöðu Hæstaréttar, í máli ákæruvaldsins gegn Baldri Guðlaugssyni, ekki óvænta. Baldur var í dag dæmdur í tveggja ára óskilorðsbundið fangelsi fyrir innherjasvik og brot í opinberu starfi. "Þessi niðurstaða er í takt við upplegg málsins að hálfu rannsóknaraðila og ákæruvaldsins,“ sagði Ólafur Þór. 17. febrúar 2012 15:10
Upptökukrafan á Baldur lækkuð um 18 milljónir Peningarnir sem gerðir verða upptækir á bankareikningum Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, var lækkuð umtalsvert í Hæstaréttardómnum. 17. febrúar 2012 15:04