Ólafur Börkur vildi vísa málinu frá 17. febrúar 2012 13:50 Karl Axelsson, verjandi Baldurs, segir niðurstöðuna vonbrigði. mynd/ gva. Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. Sá háttur er hafður á að dómarar rökstyðji efnislega niðurstöðu í sératkvæði ef þeir fá ekki aðra dómara með sér um frávísun máls. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavikur fyrir stundu. Birta átti dóminn síðdegis í gær en það frestaðist þar sem enn átti eftir að rita dómsorðið. Slíkt mun vera fáheyrt að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar sem Vísir ræddi við í gær. Niðurstaðan eru vonbrigði fyrir Baldur, en hann var ekki viðstaddur dómsuppsöguna sjálfur. Verjandi hans, Karl Axelsson, kynnti honum dóminn strax að dómsuppsögu lokinni. „Og niðurstaðan er mikil vonbrigði," sagði Karl sem bætti við að ekki hefðu neinar ákvarðanir verið teknar um framhald málsins, en hann á eftir að kynna sér dóminn betur. Karl sagði þó að brotið hefði verið á rétti skjólstæðings síns. Málsmeðferðin hefði tekið allt of langan tíma. Eins og staðan er nú, þarf Baldur að afplána tveggja ára fangelsisvist, en dómurinn er ekki skilorðsbundinn. Baldur var sakfelldur fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum í tveimur hlutum hinn 17. og 18. september 2008 fyrir samtals 192 milljónir króna, en á sama tíma var hann ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og nefndarmaður í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað. Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Einn dómari skilaði sérákvæði í Hæstarétti í dag í máli Baldurs Guðlaugssonar. Það var Ólafur Börkur Þorvaldsson. Hann vildi vísa málinu frá dómi. Í þeim hluta sératkvæðisins er hann fjallar um efnislega hlið málsins kemst hann jafnframt að þeirri niðurstöðu að ef ekki séu efni til að vísa málinu frá dómi, beri að sýkna. Sá háttur er hafður á að dómarar rökstyðji efnislega niðurstöðu í sératkvæði ef þeir fá ekki aðra dómara með sér um frávísun máls. Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms Reykjavikur fyrir stundu. Birta átti dóminn síðdegis í gær en það frestaðist þar sem enn átti eftir að rita dómsorðið. Slíkt mun vera fáheyrt að sögn skrifstofustjóra Hæstaréttar sem Vísir ræddi við í gær. Niðurstaðan eru vonbrigði fyrir Baldur, en hann var ekki viðstaddur dómsuppsöguna sjálfur. Verjandi hans, Karl Axelsson, kynnti honum dóminn strax að dómsuppsögu lokinni. „Og niðurstaðan er mikil vonbrigði," sagði Karl sem bætti við að ekki hefðu neinar ákvarðanir verið teknar um framhald málsins, en hann á eftir að kynna sér dóminn betur. Karl sagði þó að brotið hefði verið á rétti skjólstæðings síns. Málsmeðferðin hefði tekið allt of langan tíma. Eins og staðan er nú, þarf Baldur að afplána tveggja ára fangelsisvist, en dómurinn er ekki skilorðsbundinn. Baldur var sakfelldur fyrir innherjasvik þegar hann seldi hlutabréf sín í Landsbankanum í tveimur hlutum hinn 17. og 18. september 2008 fyrir samtals 192 milljónir króna, en á sama tíma var hann ráðuneytisstjóri í fjármálaráðuneytinu og nefndarmaður í sérstökum samráðshópi forsætisráðuneytis, fjármálaráðuneytis, viðskiptaráðuneytis, Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands um fjármálastöðugleika og viðbúnað.
Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira