Orkan er takmörkuð auðlind Mörður Árnason skrifar 17. febrúar 2012 06:00 Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mörður Árnason Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Orka frá vatnsafls- og jarðvarmavirkjunum er takmörkuð auðlind. Við byrjuðum stórvirkjanir á Íslandi fyrir hálfri öld tæpri – Búrfellsvirkjun 1966-69 – og erum nú þegar búin með meira en helminginn af þeirri orku sem sýnist nýtanleg. Við mótun orkustefnu þarf þess vegna að fara afar varlega og hugsa hvert skref, okkur sjálfum og afkomendum okkar til heilla. Í nýlegri skýrslu um orkustefnuna kemur þetta vel fram (bls. 11) og vísað í tölur frá verkefnishópnum um rammaáætlun. Orka úr virkjunum í gangi eða í byggingu nemur 18,2 teravattstundum (TWst). Orka úr virkjunarkostum sem lagt er til að fari í orkunýtingarflokk nemur ekki nema 11,9 TWst. Það eru um tvær og hálf Kárahnjúkavirkjun. Í biðflokki eru kostir sem gætu gefið 9,1 TWst. Hér er við að bæta að af margvíslegum ástæðum er ekki er víst að allir kostir í orkunýtingarflokki verði að virkjun. Þá er ljóst að verulegur hluti biðkostanna fer að lokum í vernd. Því er fráleitt að leggja þetta saman. Orkustefnunefndin reynir að setja fram gróft mat, tekur helming orku úr biðkostunum, og fær þá út að nýtanleg orka sem eftir er geti verið um 16,5 TWst. Þetta eru samtals sirka hálf fjórða Kárahnjúkavirkjun. Þessi orka er takmörkuð auðlind. Það þýðir meðal annars að við verðum í framtíðinni að einbeita okkur að miklu betri nýtingu þeirra virkjana sem fyrir hendi eru, jarðvarmans sem við nánast rányrkjum eins og nú er, og nýtum aðeins lítinn hluta af þeirri orku sem hægt væri, en líka margra vatnsaflsvirkjananna. Sem betur fer er það starf hafið hjá Landsvirkjun og víðar. Við þurfum líka að fá miklu hærra verð fyrir þau 80% orkunnar sem nú eru seld til stóriðjunnar. Við eigum að hætta allri útsölu á rafmagni frá Íslandi, stöðva þá skítnýtingu sem nú er stunduð á íslenskum auðlindum. Í því sambandi þurfum við líka að gæta að kaupendunum, stuðla að fjölbreytni í atvinnulífi sem byggist á orkunni, sjá til þess að þar verði hálaunavinna fyrir velmenntuð börn okkar og barnabörn. Svo eigum við að fara okkur hægt. Enga panikk. Ekki flýta sér við þá orkukosti sem nú teljast vera eftir. Áttum okkur á því að við erum búin með léttu virkjanirnar, þær sem voru ódýrastar og tæknilega auðveldastar. Og munum að til margra þeirra virkjana var stofnað án nokkurrar umhugsunar um auðæfi náttúrunnar, tillits til umhverfissjónarmiða eða möguleika annarra atvinnugreina. Þeir kostir sem eftir eru, þeir eru flestir dýrir, erfiðir, umdeildir. Ekki síst verðum við að viðurkenna þá skyldu okkar að hætta „hernaðinum gegn landinu“ sem Halldór Laxness skrifaði um fræga grein í árslok 1970, og átti verulegan þátt í náttúruverndarhreyfingu nútímans. Nú er að skapast forsendur nýrra tíma í þessum efnum, með orkustefnunni, rammaáætluninni, drögum að samkomulagi um eignarhald og eigendastefnu, nýhugsun í sumum orkufyrirtækjanna um orkuverð og viðskiptavini, tillögum um grænt hagkerfi og aukinni virðingu meðal almennings fyrir landinu fagra sem okkur var falið í hendur til að skila næstu kynslóðum.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun