Árásin var persónuleg VG skrifar 21. júní 2012 10:26 Andrea Kristín Unnarsdóttir hlaut þyngsta dóminn. Um persónulegar deilur var að ræða á milli hennar og fórnarlambsins. Það var persónulegur ágreiningur sem stigmagnaðist og náði svo að lokum hámarki sem var rótin að árás á konu í Hafnarfirði í desember á síðasta ári, en dómur féll í málinu í gær. Þá var Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Hells Angels á Íslandi sýknaður af málinu. Í dómsniðurstöðunni segir að ekkert bendi til þess að hann hafi komið að árásinni og að glæpurinn hafi ekki tengst skipulagðri glæpastarfsemi eins og lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins.Við vörum við lýsingum á ofbeldinu sem finna má hér fyrir neðan. Það var Andrea Kristín Unnarsdóttir sem hlaut þyngsta dóminn í málinu. Hún var dæmd í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa misþyrmt konunni með hrottalegum hætti á heimili hennar í desember á síðasta ári. Þá voru þeir Elías Valdimar Jónsson, Jón Ólafsson og Óttar Gunnarsson einnig dæmdir fyrir árásina. Í framburð Andreu í yfirheyrslum kemur fram að fórnarlambið hafi haft undir höndum síma í hennar eigu sem innihélt mjög persónulegar myndir af henni. Myndirnar hafi eingöngu verið ætlaðar manninum hennar en fórnarlambið hafi hótað að birta myndirnar á netinu. Þá hafi þær einnig deilt um mótorhjól sem fórnarlambið hafði sótt áður, en Andrea sagðist hafa keypt það af fyrrverandi sambýlismanni fórnarlambsins. Töluvert síðar átti raunar eftir að koma í ljós að hjólið var stolið. Þessi deila náði svo hámarki 22. desember þegar þau héldu að heimili fórnarlambsins. Óttar, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hlut sinn í árásinni, opnaði útidyrahurðina en hann bjó um tíma í húsi fórnarlambsins. Þess ber þó að geta að hann kom með engum hætti að árásinni sjálfri. Þetta gerði það að verkum að Andrea, Elías og Jón komust óhindrað inn. Þar veittust þau með ofbeldi að konunni, slógu og spörkuðu ítrekað í höfuð hennar og líkama, meðal annars með leðurkylfu, skelltu henni í gólfið, drógu hana á hárinu um íbúðina, reyttu og klipptu eða skáru hár hennar og rifu það upp með rótum, skáru eða klipptu í hægri vísifingur hennar, slitu upp nögl á sama fingri, hótuðu því að taka af henni alla fingur ef hún segði til þeirra og neyddu upp í hana fíkniefnum. Þá lagði Andrea hníf að hálsi konunnar auk þess sem hún tók um háls hennar og þrengdi að öndunarvegi. Elías er svo sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn konunni með því að stinga fingrum upp í endaþarm konunnar og leggöng og klemma á milli. Hann hlaut fjögurra á ára fangelsi, eins og Jón. Þau eru öll sýknuð af ákæru um skipulagða glæpastarfsemi en í dóminum segir að ekkert bendi til þess að árásin hafi verið skipulögð af glæpasamtökum. Meðal annars hafi lögreglan haft undir höndum dagbækur Hells Angels og þar bendi fátt sem ekkert til þess að tengsl hafi verið á milli Vítisenglanna og hinna dæmdu. Enda var forsprakki samtakanna sýknaður, þó hann hafi verið í nokkru sambandi við Andreu fyrir árásina. Orðrétt segir svo í niðurstöðu dómara: „Eins og fram hefur komið eiga atvik málsins rót að rekja til persónulegs ágreinings brotaþola og ákærðu Andreu, en þær munu hafa þekkst lengi og verið nánar." Tengdar fréttir Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. 20. júní 2012 18:45 Þungir dómar í árásarmáli - leiðtogi Vítisengla sýknaður Einar "Boom" Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottafengna árás á konu í lok síðasta árs. Dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn mönnum sem allir tengjast Vítisenglum fyrir árásina í dag. Sá sem fékk þyngstan dóm fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, tveir fengu fjögurra ára dóm og einn tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. 20. júní 2012 14:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Það var persónulegur ágreiningur sem stigmagnaðist og náði svo að lokum hámarki sem var rótin að árás á konu í Hafnarfirði í desember á síðasta ári, en dómur féll í málinu í gær. Þá var Einar „Boom" Marteinsson, fyrrverandi forseti Hells Angels á Íslandi sýknaður af málinu. Í dómsniðurstöðunni segir að ekkert bendi til þess að hann hafi komið að árásinni og að glæpurinn hafi ekki tengst skipulagðri glæpastarfsemi eins og lagt var upp með af hálfu ákæruvaldsins.Við vörum við lýsingum á ofbeldinu sem finna má hér fyrir neðan. Það var Andrea Kristín Unnarsdóttir sem hlaut þyngsta dóminn í málinu. Hún var dæmd í fjögurra og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa misþyrmt konunni með hrottalegum hætti á heimili hennar í desember á síðasta ári. Þá voru þeir Elías Valdimar Jónsson, Jón Ólafsson og Óttar Gunnarsson einnig dæmdir fyrir árásina. Í framburð Andreu í yfirheyrslum kemur fram að fórnarlambið hafi haft undir höndum síma í hennar eigu sem innihélt mjög persónulegar myndir af henni. Myndirnar hafi eingöngu verið ætlaðar manninum hennar en fórnarlambið hafi hótað að birta myndirnar á netinu. Þá hafi þær einnig deilt um mótorhjól sem fórnarlambið hafði sótt áður, en Andrea sagðist hafa keypt það af fyrrverandi sambýlismanni fórnarlambsins. Töluvert síðar átti raunar eftir að koma í ljós að hjólið var stolið. Þessi deila náði svo hámarki 22. desember þegar þau héldu að heimili fórnarlambsins. Óttar, sem hlaut tveggja og hálfs árs fangelsisdóm fyrir hlut sinn í árásinni, opnaði útidyrahurðina en hann bjó um tíma í húsi fórnarlambsins. Þess ber þó að geta að hann kom með engum hætti að árásinni sjálfri. Þetta gerði það að verkum að Andrea, Elías og Jón komust óhindrað inn. Þar veittust þau með ofbeldi að konunni, slógu og spörkuðu ítrekað í höfuð hennar og líkama, meðal annars með leðurkylfu, skelltu henni í gólfið, drógu hana á hárinu um íbúðina, reyttu og klipptu eða skáru hár hennar og rifu það upp með rótum, skáru eða klipptu í hægri vísifingur hennar, slitu upp nögl á sama fingri, hótuðu því að taka af henni alla fingur ef hún segði til þeirra og neyddu upp í hana fíkniefnum. Þá lagði Andrea hníf að hálsi konunnar auk þess sem hún tók um háls hennar og þrengdi að öndunarvegi. Elías er svo sakfelldur fyrir kynferðisbrot gegn konunni með því að stinga fingrum upp í endaþarm konunnar og leggöng og klemma á milli. Hann hlaut fjögurra á ára fangelsi, eins og Jón. Þau eru öll sýknuð af ákæru um skipulagða glæpastarfsemi en í dóminum segir að ekkert bendi til þess að árásin hafi verið skipulögð af glæpasamtökum. Meðal annars hafi lögreglan haft undir höndum dagbækur Hells Angels og þar bendi fátt sem ekkert til þess að tengsl hafi verið á milli Vítisenglanna og hinna dæmdu. Enda var forsprakki samtakanna sýknaður, þó hann hafi verið í nokkru sambandi við Andreu fyrir árásina. Orðrétt segir svo í niðurstöðu dómara: „Eins og fram hefur komið eiga atvik málsins rót að rekja til persónulegs ágreinings brotaþola og ákærðu Andreu, en þær munu hafa þekkst lengi og verið nánar."
Tengdar fréttir Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. 20. júní 2012 18:45 Þungir dómar í árásarmáli - leiðtogi Vítisengla sýknaður Einar "Boom" Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottafengna árás á konu í lok síðasta árs. Dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn mönnum sem allir tengjast Vítisenglum fyrir árásina í dag. Sá sem fékk þyngstan dóm fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, tveir fengu fjögurra ára dóm og einn tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. 20. júní 2012 14:20 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Reiknar með að Einar "Boom" fari í skaðabótamál Fyrrverandi forsprakki Vítisengla var sýknaður í dag af líkamsárásarákæru. Hann hefur setið í hálft ár í gæsluvarðhaldi. Fjórir aðrir voru sakfelldir í málinu og fékk sú sem þyngstan dóminn hlaut, fjögurra og hálfs árs fangelsi. 20. júní 2012 18:45
Þungir dómar í árásarmáli - leiðtogi Vítisengla sýknaður Einar "Boom" Marteinsson, fyrrverandi leiðtogi Vítisengla, var sýknaður af ákæru um að hafa skipulagt hrottafengna árás á konu í lok síðasta árs. Dómur féll í máli ákæruvaldsins gegn mönnum sem allir tengjast Vítisenglum fyrir árásina í dag. Sá sem fékk þyngstan dóm fékk fjögurra og hálfs árs fangelsisdóm, tveir fengu fjögurra ára dóm og einn tveggja og hálfs árs fangelsisdóm. 20. júní 2012 14:20