Menningarminjar okkar allra Katrín Jakobsdóttir skrifar 21. júní 2012 06:00 Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bjánarnir úti á landi Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Hvað kostar EES samningurinn þjóðina? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun En hvað með loftslagið? Emma Soffía Elkjær Emilsdóttir,Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Ráðherra og valdníðsla í hans nafni Örn Pálmason skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 1/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Ný löggjöf um menningarminjar var samþykkt frá Alþingi í vikunni. Tilgangur laganna er að stuðla að verndun menningarminja og tryggja að íslenskum menningararfi verði skilað óspilltum til komandi kynslóða. Lögunum er einnig ætlað að auðvelda aðgang og kynni þjóðarinnar af menningarminjum, skýra hugtök er þær varða og greiða fyrir rannsóknum. Víðtækt samráð hefur verið um lagasetninguna. Frumvarp að þessum lögum var kynnt opinberlega á vegum ráðuneytisins og leitað umsagna um það haustið 2008. Frá þeim tíma hefur verið leitað til ýmissa sérfróðra aðila sem og hagsmunaaðila um ýmis atriði þess. Haustið 2010 var ýmsum hagsmunaaðilum boðið til fundar í ráðuneytinu og farið yfir frumvarpsdrögin. Frumvarpið var síðan kynnt af nefndum Alþingis og fjölmargar ábendingar bárust um efni þess og inntak. Verður því að telja að vinnuferlið hafi verið gagnsætt og þeir sem starfa í þessum geira hafi verið vel upplýstir um framgang málsins. Endanlegur texti laganna endurspeglar að tekið hefur verið tillit til fjölmargra þeirra ábendinga og athugasemda sem hafa komið fram í þessu samráðsferli. Árið 2001 voru gerðar miklar breytingar á lögum um fornleifar og minjavörslu. Sett voru sérstök lög um ýmsa þætti sem áður var fjallað um sameiginlega í eldri lögum, þ.e. lög um húsafriðun, lög um flutning menningarverðmæta úr landi og um skil menningarverðmæta til annarra landa, safnalög og ný þjóðminjalög. Stjórnsýsluþáttur fornleifaverndar var þá skilinn frá Þjóðminjasafni Íslands og Fornleifavernd ríkisins sett á laggirnar til að annast þau mál. Á sama tíma var Húsafriðunarnefnd gerð að formlegri stjórnsýslustofnun með lögum. Reynslan af framkvæmd laganna frá 2001 hefur leitt í ljós að stjórnsýsla, ábyrgð og verkaskipting þarf að vera skýrari og að þessu er stefnt með nýjum lögum um menningarminjar. Helstu stjórnsýsluþættir minjavörslunnar verða sameinaðir í eina stjórnsýslustofnun, Minjastofnun Íslands. Þessi stofnun mun taka við hlutverki Fornleifaverndar ríkisins og Húsafriðunarnefndar, en þær stofnanir verða lagðar niður. Nýja stofnunin hefur yfirumsjón með heildarstefnu um verndun og varðveislu menningarminja og sér einnig um umsýslu tveggja sjóða, fornminjasjóðs og húsafriðunarsjóðs. Betri yfirsýnNýmæli í nýjum lögum um menningarminjar eru nokkur. Þar má nefna að Þjóðminjasafni Íslands og Minjastofnun Íslands er gert að halda skrár yfir þjóðminjar fyrir íslenska menningarsögu, annars vegar yfir lausamuni og hins vegar jarðfastar minjar. Stefnt er að því að minjaráð geti verið virkur samráðsvettvangur hvert á sínu svæði, en í þeim geta setið fulltrúar sveitarfélaga, safna, skipulagsyfirvalda og annarra hagsmunaaðila. Einnig er gert ráð fyrir að minjaverðir, sem falla undir Minjastofnun Íslands, sinni víðtækara hlutverki en þeir gera samkvæmt gildandi þjóðminjalögum. Hin nýju lög um menningarminjar voru undirbúin í samhengi við þrenn lög, sem voru afgreidd frá Alþingi á síðasta ári, þ.e. safnalög, lög um Þjóðminjasafn Íslands og lög um skil menningarverðmæta til annarra landa. Öll þessi lög munu taka gildi frá 1. janúar 2013, og verður tíminn framundan notaður til að undirbúa framkvæmd laganna sem best. Ég tel þessa löggjöf sem samþykkt var með öllum greiddum atkvæðum á Alþingi vera fagnaðarefni og vona að allir sem starfa á þessu sviði sameinist um að vinna farsællega í samræmi við ákvæði laganna. Ég hvet alla til að kynna sér umrædda löggjöf vel; hér er um að ræða lög um menningarminjar allra landsmanna, sem ber að vernda og skila óspilltum til komandi kynslóða.
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley Skoðun
Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun