Hornsteinn í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna Belinda Theriault skrifar 21. júní 2012 06:00 Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Skoðun Burt með biðlista barna…nema þau búi í Reykjavík! Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Það byrjaði sem gola en brátt var komið rok Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir skrifar Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Framsókn í forystu fyrir meira og hagkvæmara húsnæði Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar Sjá meira
Markmið Fulbright áætlunarinnar er að auka skilning á milli þjóða, treysta vináttubönd og stuðla að samstarfi. Síðan 1957 hafa íslensk og bandarísk stjórnvöld rekið Fulbright stofnun á Íslandi og átt farsælt samstarf á sviði mennta- og menningarmála í gegnum hana. Vinátta Íslands og Bandaríkjanna hefur verið báðum þjóðunum mikilvæg, allt frá 1944, þegar Bandaríkin viðurkenndu sjálfstæði Íslands. Þó að ýmislegt hafi breyst í samstarfi landanna á undanförnum áratugum, er í dag jafn mikilvægt og fyrr að hlúa að vináttu ríkjanna og treysta samvinnuna, hvort sem er á stjórnmálasviðinu, í viðskiptum eða í mennta- og menningarmálum. Einn sá hornsteinn í tvíhliðasamskiptum landanna sem enn stendur óhaggaður er Fulbright samstarfið, sem hefur verið farsælt og báðum þjóðum til hagsbóta í 55 ár. Fulbright er í dag ein helsta táknmynd hins jákvæða í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna og hefur styrkt tengsl landanna á ótal sviðum. Nálægt 1.400 Íslendingar og Bandaríkjamenn hafa hlotið Fulbright styrk á þessum tíma, bæði námsmenn í framhaldsnámi og fræðimenn. En þar með er ekki öll sagan sögð. Háskólar á Íslandi og nemendur þeirra hafa notið þess að fá hingað fræðimenn á ótal sviðum, sem auðgað hafa íslenskt háskólalíf með kennslu og rannsóknum. Ekki má heldur gleyma framlagi bandarískra nemenda og listamanna, en þessir aðilar snúa síðan heim til Bandaríkjanna með það besta frá Íslandi í farteskinu og halda flestir tryggð við land og þjóð. Þetta fólk heldur áfram að byggja brýr á milli einstaklinga og stofnana í löndunum tveimur. Þá auðga íslenskir fræðimenn og nemendur bandarískt háskólalíf og þjóðfélag, áður en þeir snúa aftur heim með þekkingu og færni til gagns fyrir íslenskt samfélag. Varanleg vinátta myndast á milli einstaklinga, samtaka og stofnana, en það styrkir tengslin yfir Atlantshafið til lengri tíma. Þannig er Fulbright mikils virði fyrir samband Íslands og Bandaríkjanna og fyrir þjóðfélagið í heild. Fulbright stendur jafnframt vörð um ákveðin gildi sem höfð eru að leiðarljósi í öllu starfi stofnunarinnar á Íslandi. Lögð er áhersla á að Fulbright styrkþegar gefi til baka til samfélagsins og láti gott af sér leiða. Samfélagsleg ábyrgð, persónuleg ábyrgð einstaklingsins, víðsýni og gagnrýn hugsun eru meðal þeirra gilda sem Fulbright stendur fyrir. Þegar styrkþegar eru valdir, þá eru þessi atriði ekki síður mikilvæg en námsárangur og leiðtogahæfni. Fulbright er öflugt vörumerki sem nýtur virðingar um heim allan. Það er ákveðin viðurkenning fyrir námsmann eða fræðimann að geta titlað sig Fulbright styrkþega og sú nafnbót opnar ýmsar dyr, meðal annars að bestu háskólum Bandaríkjanna. Það er því ekki að ástæðulausu sem ríki heims keppast við að fá aukna þátttöku í starfi Fulbright. Þó að Fulbright sé starfandi í einhverjum mæli í um 100 löndum, þá er samstarfið langsterkast þar sem Fulbright stofnun er starfandi. Slíkar stofnanir eru einungis starfræktar í 50 löndum. Í dag vilja mörg ríki fá Fulbright stofnun, en Bandaríkin hafa haft þá stefnu að fjölga þeim ekki. Þannig nýtur Ísland forréttinda sem færir landinu margfaldan ávinning miðað við stærð landsins og fjárframlag. Tengsl Íslands og Bandaríkjanna rista djúpt, því löndin deila að mörgu leyti sameiginlegri sýn og lífsgildum og eiga sameiginlega hagsmuni, þó að vissulega geti ríkin verið á öndverðum meiði í einstaka málum. Þegar við tökum það besta sem hvort landið hefur upp á að bjóða, sameinum krafta okkar, deilum hugmyndum og þekkingu og vinnum saman, þá græða allir. Svo einfalt er það.
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar
Skoðun Raforka til garðyrkjubænda hækkar um 25%. Verða heimilin næst? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Á tíundu hverri mínútu er kona myrt af einhverjum sem hún þekkir Stella Samúelsdóttir skrifar
Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson skrifar
Skoðun Kerfisbreytingar á Réttindagæslu fatlaðra – óvissa og áhyggjur Aileen Soffia Svensdóttir skrifar