Ráðgátan Rodriguez Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 16. nóvember 2012 11:08 „Með stórmerkilega sögu að vopni brýst leikstjórinn og nýgræðingurinn Malik Bendjelloul fram á sjónarsviðið með þessa frábæru heimildarmynd,“ segir hæstánægður gagnrýnandi Fréttablaðsins um Search for Sugar Man. Searchin for Sugar Man Leikstjórn: Malik Bendjelloul Í upphafi 8. áratugarins sendi bandaríska söngvaskáldið Rodriguez frá sér tvær breiðskífur. Gagnrýnendur héldu vart vatni en almenningur var áhugalaus og plöturnar seldust ekkert. Útgáfufyrirtækið losaði sig við söngvarann og hann féll í gleymskunnar dá. En fyrir tilviljun sló fyrri platan í gegn í Suður-Afríku, og þar í landi vissu aðdáendur Rodriguez ekki neitt um goðið. Misvísandi frásagnir af andláti hans gengu manna á milli, sem og sjóræningjaútgáfur af plötunni, og í lok aldarinnar ákváðu tveir af hans dyggustu fylgismönnum að reyna að leysa ráðgátuna um þennan dularfulla listamann og andlát hans. Með stórmerkilega sögu að vopni brýst leikstjórinn og nýgræðingurinn Malik Bendjelloul fram á sjónarsviðið með þessa frábæru heimildarmynd. Ekki er mikið til af myndefni með Rodriguez sjálfum og eykur það töluvert á dulúðina. En þrátt fyrir skort á hráefni fer leikstjórinn létt með það að segja söguna, og brúar hann bilið með viðtölum. Viðmælendurnir koma úr öllum áttum og eru allir jafn gáttaðir á því að ferill tónlistarmannsins hafi ekki náð flugi. Þetta skreytir Bendjelloul með örstuttum teiknuðum atriðum, landslagsmyndum og að sjálfsögðu tónlist söngvarans. Frásögnin er óaðfinnanleg með öllu og upplýsingaflæðið er stöðugt og stígandi. Ýmsum mikilvægum upplýsingum er sleppt þar til þær eru tímabærar, en þó finnst áhorfandanum aldrei sem verið sé að slá ryki í augu hans. Þá held ég að það hafi gert upplifun mína jafnvel betri, að þekkja ekki söguna og viðfangsefnið fyrir fram. Gerir þú það ekki heldur hvet ég þig til að sleppa því alfarið. Taktu sénsinn, því Searching for Sugar Man er ógleymanleg. Niðurstaða: Dularfull, á köflum eilítið óhugguleg, en fyrst og fremst alveg frábær. Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Searchin for Sugar Man Leikstjórn: Malik Bendjelloul Í upphafi 8. áratugarins sendi bandaríska söngvaskáldið Rodriguez frá sér tvær breiðskífur. Gagnrýnendur héldu vart vatni en almenningur var áhugalaus og plöturnar seldust ekkert. Útgáfufyrirtækið losaði sig við söngvarann og hann féll í gleymskunnar dá. En fyrir tilviljun sló fyrri platan í gegn í Suður-Afríku, og þar í landi vissu aðdáendur Rodriguez ekki neitt um goðið. Misvísandi frásagnir af andláti hans gengu manna á milli, sem og sjóræningjaútgáfur af plötunni, og í lok aldarinnar ákváðu tveir af hans dyggustu fylgismönnum að reyna að leysa ráðgátuna um þennan dularfulla listamann og andlát hans. Með stórmerkilega sögu að vopni brýst leikstjórinn og nýgræðingurinn Malik Bendjelloul fram á sjónarsviðið með þessa frábæru heimildarmynd. Ekki er mikið til af myndefni með Rodriguez sjálfum og eykur það töluvert á dulúðina. En þrátt fyrir skort á hráefni fer leikstjórinn létt með það að segja söguna, og brúar hann bilið með viðtölum. Viðmælendurnir koma úr öllum áttum og eru allir jafn gáttaðir á því að ferill tónlistarmannsins hafi ekki náð flugi. Þetta skreytir Bendjelloul með örstuttum teiknuðum atriðum, landslagsmyndum og að sjálfsögðu tónlist söngvarans. Frásögnin er óaðfinnanleg með öllu og upplýsingaflæðið er stöðugt og stígandi. Ýmsum mikilvægum upplýsingum er sleppt þar til þær eru tímabærar, en þó finnst áhorfandanum aldrei sem verið sé að slá ryki í augu hans. Þá held ég að það hafi gert upplifun mína jafnvel betri, að þekkja ekki söguna og viðfangsefnið fyrir fram. Gerir þú það ekki heldur hvet ég þig til að sleppa því alfarið. Taktu sénsinn, því Searching for Sugar Man er ógleymanleg. Niðurstaða: Dularfull, á köflum eilítið óhugguleg, en fyrst og fremst alveg frábær.
Gagnrýni Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira