Vonast eftir aukahelgum í rjúpnaveiðinni 16. nóvember 2012 10:15 Steinn Haff ætlar að freista þess að kræja í nóg af rjúpu í jólamatinn áður en veiðitímabilið er á enda. Mynd / Úr einkasafni Stórveiðimaðurinn Þorsteinn Hafþórsson vonar að bætt verði við helgum í rjúpnaveiðinni svo menn fari sér ekki að voða við tvísýnar aðstæður. Í einum dal séu rjúpurnar úttaugaðar vegna refamergðar. "Rjúpnaveiðitímabilið ætti núna að standa sem hæst en því miður er margt að plaga veiðimenn," segir Þorsteinn í pistli sem hann var svo vinsamlegur að taka saman fyrir Veiðivísi. Þorsteinn, eða Steini Haff eins og hann er þekktastur, er annálaður veiðimaður, jafnvígur á skotvopn og stangir og allar árstíðir. Þorsteinn býr á Blönduósi og starfar meðal annars sem leiðsögumaður við Blöndu þar sem hann sjálfur hefur dregið vel á annað þúsund laxa á land. En aftur að pistli Steina. Hann bendir á að rjúpnaveiðitímabilið sé ekki nema níu dagar. Tvær helgar eru nú eftir af tímabilinu. "Veðurfarið hefur eyðilagt mikið fyrir mönnum svo ég tali bara fyrir sjálfan mig þá hef ég getað farið tvo daga af fimm á rjúpu þegar þetta er ritað. Þessa þrjá daga sem ég gat ekki farið voru stórhríðar og stormar yfir öllu landinu. Svo þegar viðrar verða allar skyttur að fara til veiða og getur þá orðið mjög þröngt á þingi á veiðislóðum og má þakka fyrir að ekki skuli slys hljótast af þar sem fjöldinn er mestur. Refurinn hefur líka verið að hrella menn og rjúpur. Í einum dal hérna, þar sem urðu stórir fjárskaðar í fyrsta hretinu sem kölluðu til mikið magn af ref í veislu, er varla rjúpa. Og ef hún er þá er hún vægast sagt úttauguð blessunin. En menn tala mikið um að það séu refaslóðir úti um allt þar sem menn fara og rjúpan stygg og svakalega dreifð. En ég verð bara að vona að það muni gefa til veiða síðustu helgina svo maður nái í jólamatinn fyrir sína nánustu. Og er það einlæg von mín að menn fari ekki að æða af stað út í tvísýn veður vegna endurtekinna óveðra og veiðidagaskorts heldur vona að vegna aðstæðna fái menn eina eða tvær helgar í uppbót. Það munar svo miklu að missa daga úr þegar dagarnir eru bara níu en ekki átján svo menn fari sér ekki að voða vegna þess að jólamaturinn sé ekki komin í hús." Hugleiðingar Þorsteins um rjúpuna eru hluti af skemmtilegum pistli sem hann tók saman um veiðisumarið sitt í stangveiðinni. Lesið allt um það á Veiðivísi um helgina.gar@frettabladid.is Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði
Stórveiðimaðurinn Þorsteinn Hafþórsson vonar að bætt verði við helgum í rjúpnaveiðinni svo menn fari sér ekki að voða við tvísýnar aðstæður. Í einum dal séu rjúpurnar úttaugaðar vegna refamergðar. "Rjúpnaveiðitímabilið ætti núna að standa sem hæst en því miður er margt að plaga veiðimenn," segir Þorsteinn í pistli sem hann var svo vinsamlegur að taka saman fyrir Veiðivísi. Þorsteinn, eða Steini Haff eins og hann er þekktastur, er annálaður veiðimaður, jafnvígur á skotvopn og stangir og allar árstíðir. Þorsteinn býr á Blönduósi og starfar meðal annars sem leiðsögumaður við Blöndu þar sem hann sjálfur hefur dregið vel á annað þúsund laxa á land. En aftur að pistli Steina. Hann bendir á að rjúpnaveiðitímabilið sé ekki nema níu dagar. Tvær helgar eru nú eftir af tímabilinu. "Veðurfarið hefur eyðilagt mikið fyrir mönnum svo ég tali bara fyrir sjálfan mig þá hef ég getað farið tvo daga af fimm á rjúpu þegar þetta er ritað. Þessa þrjá daga sem ég gat ekki farið voru stórhríðar og stormar yfir öllu landinu. Svo þegar viðrar verða allar skyttur að fara til veiða og getur þá orðið mjög þröngt á þingi á veiðislóðum og má þakka fyrir að ekki skuli slys hljótast af þar sem fjöldinn er mestur. Refurinn hefur líka verið að hrella menn og rjúpur. Í einum dal hérna, þar sem urðu stórir fjárskaðar í fyrsta hretinu sem kölluðu til mikið magn af ref í veislu, er varla rjúpa. Og ef hún er þá er hún vægast sagt úttauguð blessunin. En menn tala mikið um að það séu refaslóðir úti um allt þar sem menn fara og rjúpan stygg og svakalega dreifð. En ég verð bara að vona að það muni gefa til veiða síðustu helgina svo maður nái í jólamatinn fyrir sína nánustu. Og er það einlæg von mín að menn fari ekki að æða af stað út í tvísýn veður vegna endurtekinna óveðra og veiðidagaskorts heldur vona að vegna aðstæðna fái menn eina eða tvær helgar í uppbót. Það munar svo miklu að missa daga úr þegar dagarnir eru bara níu en ekki átján svo menn fari sér ekki að voða vegna þess að jólamaturinn sé ekki komin í hús." Hugleiðingar Þorsteins um rjúpuna eru hluti af skemmtilegum pistli sem hann tók saman um veiðisumarið sitt í stangveiðinni. Lesið allt um það á Veiðivísi um helgina.gar@frettabladid.is
Stangveiði Mest lesið 22 útskrifaðir úr námi í veiðileiðsögn Veiði Sumarið gert upp í Víðidalsá Veiði Mikil fjöldi erlendra gæsaveiðimanna Veiði Sportveiðiblaðið er komið út Veiði Teljaraniðurstöður úr Gljúfurá Veiði Fyrstu laxarnir á land úr Mýrarkvísl Veiði Höfum misst stjórn á refastofninum Veiði Gróska í veiðiþáttum í sumar Veiði 206 laxar á svæðum SVFR í Soginu Veiði Formanninn vantar sárlega þrjá laxa Veiði