Margrét Kara: Ég verð að taka mig saman í andlitinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. mars 2012 21:49 Margrét Kara Sturludóttir í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, sagði það vera martröð líkastri að liðið væri komið í sumarfrí eftir tap gegn Haukum. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo væri komið fyrir KR-liðinu. „Við unnum fimm fyrstu leikina á tímabilinu og flestir reiknuðu kannski með of miklu. Við erum nýtt lið og hefði þurft að púsla því betur saman. Svo eru þessi meiðsli auðvitað ekki fyrirsjáanleg," sagði Kara sem sagði góð lið þó eiga að geta haldið sér á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun á tímabilinu. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, jafnbesti leikmaður KR og leiðtogi innan vallar sem utan, meiddist í fyrri hálfleik og spilaði ekki meir. Fyrir voru Bryndís Guðmundsdóttir og Helga Einarsdóttir meiddar. Fyrri hálfleikur var hnífjafn en í þeim síðari var aðeins eitt lið á vellinum. „Við byrjuðum þriðja leikhluta illa og missum dampinn í sókninni. Erica var að spila frábærlega í fyrri hálfleik og við fundum stelpurnar vel inni í teignum," sagði Kara sem benti á að Jence Rhoads hefði spilað mjög góða vörn gegn sér og haldið henni nánast utan leiksins í sókninni. Kara var valin besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra en hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. Það hefur komið körfuboltaunnendum í opna skjöldu enda hæfileikar hennar öllum ljósir. „Ég verð að taka mig saman í andlitinu og stíga upp. Þetta er ekki alveg nógu gott," sagði Kara sár og svekkt með að vera komin í sumarfrí. Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Margrét Kara Sturludóttir, leikmaður KR, sagði það vera martröð líkastri að liðið væri komið í sumarfrí eftir tap gegn Haukum. Hún átti erfitt með að átta sig á því hvers vegna svo væri komið fyrir KR-liðinu. „Við unnum fimm fyrstu leikina á tímabilinu og flestir reiknuðu kannski með of miklu. Við erum nýtt lið og hefði þurft að púsla því betur saman. Svo eru þessi meiðsli auðvitað ekki fyrirsjáanleg," sagði Kara sem sagði góð lið þó eiga að geta haldið sér á jörðinni þrátt fyrir góða byrjun á tímabilinu. Sigrún Sjöfn Ámundadóttir, jafnbesti leikmaður KR og leiðtogi innan vallar sem utan, meiddist í fyrri hálfleik og spilaði ekki meir. Fyrir voru Bryndís Guðmundsdóttir og Helga Einarsdóttir meiddar. Fyrri hálfleikur var hnífjafn en í þeim síðari var aðeins eitt lið á vellinum. „Við byrjuðum þriðja leikhluta illa og missum dampinn í sókninni. Erica var að spila frábærlega í fyrri hálfleik og við fundum stelpurnar vel inni í teignum," sagði Kara sem benti á að Jence Rhoads hefði spilað mjög góða vörn gegn sér og haldið henni nánast utan leiksins í sókninni. Kara var valin besti leikmaður Íslandsmótsins í fyrra en hefur átt erfitt uppdráttar í vetur. Það hefur komið körfuboltaunnendum í opna skjöldu enda hæfileikar hennar öllum ljósir. „Ég verð að taka mig saman í andlitinu og stíga upp. Þetta er ekki alveg nógu gott," sagði Kara sár og svekkt með að vera komin í sumarfrí.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Körfubolti Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn Körfubolti Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Körfubolti Mark snemma leiks gerði gæfumuninn Fótbolti „Þetta er hreinn og klár glæpur“ Körfubolti TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum Íslenski boltinn Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Íslenski boltinn Gylfi valdið mestum vonbrigðum Íslenski boltinn Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur Handbolti Fleiri fréttir „Þetta er úrslitakeppnin og hlutir gerast“ Sigtryggur Arnar eignaðist strák rétt fyrir stórleik kvöldsins Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 105-104 | Lygilegar lokamínútur Þinglegur stuðningur við Tindastól fyrir kvöldið NBA viðurkennir dómaramistök á ögurstundu hjá Luka og Lakers „Þetta er hreinn og klár glæpur“ „Létum hluti sem við stjórnum ekki fara of mikið í taugarnar á okkur“ Hnefarnir látnir tala í Umhyggjuhöllinni Fór ekki í sturtu fyrr en sjö um morguninn eftir eitt erfiðasta tapið á ferlinum Mesta rúst í sögu NBA Skýrsla um Brynjar Karl: Geri tilraunir með börn og skorti fræðilegan grunn „Stoltur af leikmönnum og stuðningsmönnum“ „Stóðumst áhlaupin betur að þessu sinni“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins Lögmálið: Þjálfari Lakers féll á prófinu Dómarar viðurkenndu að hafa gert mistök Tímabilið líklega búið hjá Lillard „Mamma kenndi mér að leika ekki með matinn“ Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 101-89 | Njarðvík með sópinn á lofti Sá tíundi í röð hjá Jóni Axel og félögum eftir dramatík í lokin Almar Orri til Miami háskólans „Get ekki sagt að þetta hafi verið auðvelt“ Ármann í úrslit um sæti í efstu deild Uppgjörið: Haukar - Valur 79-64 | Sópurinn á lofti í Ólafssal Elvar stigahæstur í öruggum sigri „Ég saknaði þín“ Stórleikur LeBron James dugði ekki Lakers og Celtics töpuðu líka „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 91-105 | Grindavík hélt sér á lífi með langþráðum sigri utan heimabæjarins