Leikstjóri Svartur á leik snýr sér að Ég man þig 14. mars 2012 19:15 Óskar Axelsson, leikstjóri Svartur á leik, hefur verið ráðinn til að leikstýra hrollvekju sem byggð verður á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur „Ég man þig". Sjálfur var hann skíthræddur við lestur bókarinnar og missti svefn. Óskar þreytti frumraun sína í leikstjórastólnum þegar hann leikstýrði glæpatryllinum Svartur á leik. Nú tekst hann á við sína aðra mynd í fullri lengd. „Þessi saga og plottið fannst mér alveg frábær formúla. En það er margt sem þarf að breyta til að gera góða bíómynd úr því þannig að það verður trikkí," sagði Óskar Þór Axelsson, kvikmyndagerðarmaður. Handritsvinnan er þegar farin af stað en það eru þeir Ottó Borg og Chris Bricks, meðframleiðandi Svartur á leik sem koma að henni. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður, er aðalframleiðandi Ég man þig. Þá er framleiðslufyrirtækið Zik Zak meðframleiðandi. „Ég myndi segja að það væri mjög gott ef við náum að gera handritið á þessu ári sem framundan er og ef þetta verður komið í framleiðslu veturinn eftir það væri það fínt. ég held að það sé markmiðið." Fyrirhugað er að taka myndina upp á Vestfjörðum, þar sem sagan sjálf gerist, en þeim slóðum er Óskar kunnur. Þegar talið berst að leikaravalinu segist hann ætla að huga að því þegar handritið er orðið gott. „Bókin hélt fyrir mér vöku og ég var skíthræddur um miðja nótt að lesa hana," sagði Óskar. Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira
Óskar Axelsson, leikstjóri Svartur á leik, hefur verið ráðinn til að leikstýra hrollvekju sem byggð verður á metsölubók Yrsu Sigurðardóttur „Ég man þig". Sjálfur var hann skíthræddur við lestur bókarinnar og missti svefn. Óskar þreytti frumraun sína í leikstjórastólnum þegar hann leikstýrði glæpatryllinum Svartur á leik. Nú tekst hann á við sína aðra mynd í fullri lengd. „Þessi saga og plottið fannst mér alveg frábær formúla. En það er margt sem þarf að breyta til að gera góða bíómynd úr því þannig að það verður trikkí," sagði Óskar Þór Axelsson, kvikmyndagerðarmaður. Handritsvinnan er þegar farin af stað en það eru þeir Ottó Borg og Chris Bricks, meðframleiðandi Svartur á leik sem koma að henni. Sigurjón Sighvatsson, kvikmyndagerðarmaður, er aðalframleiðandi Ég man þig. Þá er framleiðslufyrirtækið Zik Zak meðframleiðandi. „Ég myndi segja að það væri mjög gott ef við náum að gera handritið á þessu ári sem framundan er og ef þetta verður komið í framleiðslu veturinn eftir það væri það fínt. ég held að það sé markmiðið." Fyrirhugað er að taka myndina upp á Vestfjörðum, þar sem sagan sjálf gerist, en þeim slóðum er Óskar kunnur. Þegar talið berst að leikaravalinu segist hann ætla að huga að því þegar handritið er orðið gott. „Bókin hélt fyrir mér vöku og ég var skíthræddur um miðja nótt að lesa hana," sagði Óskar.
Mest lesið Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Innlent „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Innlent Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Erlent Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Innlent Þrír handteknir vegna dauða Liam Payne Erlent Sendiherrann vinsæli á útleið Innlent Villi Valli fallinn frá Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Innlent Fleiri fréttir Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Fóru í óboðað eftirlit vegna ábendinga um slæman aðbúnað leikskólabarna Reikna með fimmtán milljarða kostnaði vegna tjóns Herði kröfur um reynslu leiðsögumanna eftir banaslysið Mengun meiri en búist var við frá bálstofu Lítil skjálftavirkni eftir hrinuna í byrjun viku „Dagurinn sem átti að vera fullur af gleði hlaðinn nístandi sorg“ Tvær íslenskar konur reyndust með alnæmi eftir mikil veikindi Bein útsending: Parkinson - meðferð, framfarir og framtíðarsýn Lögbrjótar ættu að fylgjast með á Ísland.is Segja ýmis skref hafa verið stigin til að jafna laun kennara Var búin að gleyma að hafa kallað Trump fordómafullan fábjána Ólíklegt að kílómetragjaldið verði að veruleika fyrir þinglok Sendiherrann vinsæli á útleið Ingvar ráðinn slökkviliðsstjóri Villi Valli fallinn frá „Enginn mótmælenda ógnaði lögreglumönnum eða réðist að þeim“ Lætur reyna á minningargreinamálið Flestir treysta Kristrúnu fyrir efnahagnum Einn fluttur á slysadeild vegna hópslagsmála Ekkert fordæmi fyrir því að fólk kjósi taktískt í alþingiskosningum Píratar vilja stofnun til að rannsaka spillingu á Íslandi Stjórnvöld þurfi að bregðast við alvarlegum vímuefnavanda Reynir tapar minningargreinamáli aftur Flokkar í útrýmingarhættu, smánarlaun og tónlistarveisla Viðræður hafnar um kaup á Perlunni, Toppstöðinni og 125 bílastæðum Rúm 95 prósent lækna samþykktu verkfallsaðgerðir Píratar stefna á stjórnarsamstarf án Sjálfstæðisflokksins Taka einn dag í einu og ætla að halda sínum kúrs Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Sjá meira