Gillzenegger: Ömurlegt að vera ranglega sakaður um svívirðilegan glæp Jón Hákon Halldórsson skrifar 13. nóvember 2012 20:33 Egill „Gillzenegger" Einarsson segir að þó hann sé ánægður með að nú liggi fyrir ákvörðun þess efnis að lögreglan muni rannsaka sérstaklega rangar sakargiftir á hendur sér og unnustu sinni, megi ekki gleyma því að það sé ömurlegt hlutskipti að vera ranglega sakaður um svívirðilegan glæp. „Ég efast ekki um hver niðurstaða þeirrar rannsóknar verður og að réttlætið nái fram að ganga. Ég get aðeins vonað að þetta verði til að hreinsa mig endanlega af þessum alvarlegu ásökunum," segir hann. Hann segist lengi hafa verið tvístígandi, hvort hann ætti að fara fram á þessa rannsókn en hann hafi verið til neyddur þegar ljóst var að þeir sem vildu festa hann upp í hæsta tré hafi hvergi látið deigan síga þó ríkissaksóknari hafi vísað málinu á hendur sér og unnustu sinni frá. Egill segist trúa því og treysta að þessi lögreglurannsókn verði ekki til að gera þeim konum sem raunverulega lenda í jafn alvarlegum glæp og nauðgun er, erfiðara að ná fram rétti sínum í framtíðinni. „Ég ætla ekkert að fara í grafgötur með að þótt saksóknari hafi vísað málinu frá, hefur undanfarið ár í lífi mínu reynst mér og fjölskyldu minni þungbært. Nánast óbærilegt hefur verið að mega reglulega sitja undir grófum svívirðingum, glósum og andstyggilegheitum „réttsýnna", einkum á netinu. Í þeim hópi eru meðal annars landskunnir rithöfundar, háskólakennarar, embættismenn og fleiri; ég furða mig á því hversu gáleysislega þeir fara með ásakanir um refsiverða háttsemi," segir Egill í yfirlýsingu til fréttastofu.Egill sendi þessa mynd af sér og Gutta, sem er bróðir Lúkasar heitins, með yfirlýsingu um mál sitt í kvöld. Lúkas er einn þekktasti hundur síðari tíma á Íslandi. Veist var a nafngreindum manni fyrir að hafa drepið Lúkas með hrottalegu ofbeldi en síðar kom í ljós að Lúkas var alheill og hafi ekki verið beittur neinu ofbeldi. Tengdar fréttir Kannað verði hvort Egill hafi verið hafður fyrir rangri sök Ríkissaksóknari hefur fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill Einarsson hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. Lögreglan hafði áður vísað málinu frá en Ríkissaksóknari fellst ekki á það. 13. nóvember 2012 18:11 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Egill „Gillzenegger" Einarsson segir að þó hann sé ánægður með að nú liggi fyrir ákvörðun þess efnis að lögreglan muni rannsaka sérstaklega rangar sakargiftir á hendur sér og unnustu sinni, megi ekki gleyma því að það sé ömurlegt hlutskipti að vera ranglega sakaður um svívirðilegan glæp. „Ég efast ekki um hver niðurstaða þeirrar rannsóknar verður og að réttlætið nái fram að ganga. Ég get aðeins vonað að þetta verði til að hreinsa mig endanlega af þessum alvarlegu ásökunum," segir hann. Hann segist lengi hafa verið tvístígandi, hvort hann ætti að fara fram á þessa rannsókn en hann hafi verið til neyddur þegar ljóst var að þeir sem vildu festa hann upp í hæsta tré hafi hvergi látið deigan síga þó ríkissaksóknari hafi vísað málinu á hendur sér og unnustu sinni frá. Egill segist trúa því og treysta að þessi lögreglurannsókn verði ekki til að gera þeim konum sem raunverulega lenda í jafn alvarlegum glæp og nauðgun er, erfiðara að ná fram rétti sínum í framtíðinni. „Ég ætla ekkert að fara í grafgötur með að þótt saksóknari hafi vísað málinu frá, hefur undanfarið ár í lífi mínu reynst mér og fjölskyldu minni þungbært. Nánast óbærilegt hefur verið að mega reglulega sitja undir grófum svívirðingum, glósum og andstyggilegheitum „réttsýnna", einkum á netinu. Í þeim hópi eru meðal annars landskunnir rithöfundar, háskólakennarar, embættismenn og fleiri; ég furða mig á því hversu gáleysislega þeir fara með ásakanir um refsiverða háttsemi," segir Egill í yfirlýsingu til fréttastofu.Egill sendi þessa mynd af sér og Gutta, sem er bróðir Lúkasar heitins, með yfirlýsingu um mál sitt í kvöld. Lúkas er einn þekktasti hundur síðari tíma á Íslandi. Veist var a nafngreindum manni fyrir að hafa drepið Lúkas með hrottalegu ofbeldi en síðar kom í ljós að Lúkas var alheill og hafi ekki verið beittur neinu ofbeldi.
Tengdar fréttir Kannað verði hvort Egill hafi verið hafður fyrir rangri sök Ríkissaksóknari hefur fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill Einarsson hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. Lögreglan hafði áður vísað málinu frá en Ríkissaksóknari fellst ekki á það. 13. nóvember 2012 18:11 Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Titringur á Alþingi Innlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Innlent Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Erlent Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Erlent Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Innlent Fleiri fréttir Skjalafals vegna inn- og útflutnings katta kært til lögreglu Meirihluti er hlynntur atkvæðagreiðslu um aðildarviðræður Ríkið heldur áfram að taka frá stóriðjulosunarheimildir fyrir eigin skuldbindingar Handtekinn grunaður um líkamsárás, eignaspjöll og fjársvik Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Titringur á Alþingi Líklega búi meira að baki hugmyndum Trumps Fólk boðað í sýnatökur vegna fuglaflensu Fékk krampa og drapst vegna fuglaflensu Heimilislaus eftir brunann og finnst borgin bera ábyrgð Lagðist með hendur fyrir aftan bak eftir að hafa stungið mann Brugðið vegna ummæla Trumps og segir blikur á lofti í alþjóðamálum Sögulegt fuglaflensusmit á Íslandi og Trump ásælist Grænland Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Sjá meira
Kannað verði hvort Egill hafi verið hafður fyrir rangri sök Ríkissaksóknari hefur fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill Einarsson hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. Lögreglan hafði áður vísað málinu frá en Ríkissaksóknari fellst ekki á það. 13. nóvember 2012 18:11