Lækkuðu lánshæfismat níu evruríkja 14. janúar 2012 13:10 Olli Rehn. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat níu evruríkja, þar á meðal Frakklands. Yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir ákvörðun fyrirtækisins harðlega. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfismat Frakklands úr toppflokknum AAA niður í AA+, líkt og gert var við Bandaríkin síðasta sumar. Við það eykst enn óvissan um bata evrusvæðisins, en þróunin hafði verið nokkuð jákvæð síðustu daga og vikur. Frakkar eru þó enn með toppeinkunn frá hinum matsfyrirtækjunum, Moody's og Fitch Ratings. Francois Baroin, fjármálaráðherra Frakklands sagði við þetta tilefni að vissulega væri um slæmar fréttir að ræða en engar hamfarir stæðu þó fyrir dyrum. Hann vísaði m.a til þess að S&P hefði lækkað einkunn Bandaríkjamanna síðasta sumars svo þetta væru engar stórslysafréttir. Ekkert uppnám varð á mörkuðum þó að gengi hlutabréfa beggja vegna Atlantshafs hafi lækkað. Gengi evru lækkaði hins vegar og hefur ekki verið lægra í heilt ár. Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunnir Ítalíu, Spánar, Kýpur og Portúgal, en tvö síðastnefndu löndin voru færð niður í ruslflokk. Einkunnir Austurríkis, Slóvakíu og Slóveníu voru líka lækkaðar. Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi ákvörðun fyrirtækisins og sagði að ríkin á evrusvæðinu hefðu ráðist í afgerandi aðgerðir til að bregðast við vandanum á evrusvæðinu og mikill árangur hefði náðst í að róa fjármálamarkaði. Ákvörðun Standard & Poor's að lækka lánshæfiseinkunnir ríkja á evrusvæðinu þýðir að það verður erfiðara fyrir ríkisstjórnir og fyrirtæki í viðkomandi löndum að afla sér lánsfjár á mörkuðum en lánveitendur nota þessar einkunnir sem mælikvarða á áhættu sem fylgir lánveitingum og halda að sér höndum ef einkunn er lág. Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira
Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gærkvöldi lánshæfismat níu evruríkja, þar á meðal Frakklands. Yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins gagnrýnir ákvörðun fyrirtækisins harðlega. Matsfyrirtækið Standard & Poor's lækkaði í gær lánshæfismat Frakklands úr toppflokknum AAA niður í AA+, líkt og gert var við Bandaríkin síðasta sumar. Við það eykst enn óvissan um bata evrusvæðisins, en þróunin hafði verið nokkuð jákvæð síðustu daga og vikur. Frakkar eru þó enn með toppeinkunn frá hinum matsfyrirtækjunum, Moody's og Fitch Ratings. Francois Baroin, fjármálaráðherra Frakklands sagði við þetta tilefni að vissulega væri um slæmar fréttir að ræða en engar hamfarir stæðu þó fyrir dyrum. Hann vísaði m.a til þess að S&P hefði lækkað einkunn Bandaríkjamanna síðasta sumars svo þetta væru engar stórslysafréttir. Ekkert uppnám varð á mörkuðum þó að gengi hlutabréfa beggja vegna Atlantshafs hafi lækkað. Gengi evru lækkaði hins vegar og hefur ekki verið lægra í heilt ár. Standard & Poor's lækkaði lánshæfiseinkunnir Ítalíu, Spánar, Kýpur og Portúgal, en tvö síðastnefndu löndin voru færð niður í ruslflokk. Einkunnir Austurríkis, Slóvakíu og Slóveníu voru líka lækkaðar. Olli Rehn, yfirmaður efnahagsmála hjá framkvæmdastjórn Evrópusambandsins, gagnrýndi ákvörðun fyrirtækisins og sagði að ríkin á evrusvæðinu hefðu ráðist í afgerandi aðgerðir til að bregðast við vandanum á evrusvæðinu og mikill árangur hefði náðst í að róa fjármálamarkaði. Ákvörðun Standard & Poor's að lækka lánshæfiseinkunnir ríkja á evrusvæðinu þýðir að það verður erfiðara fyrir ríkisstjórnir og fyrirtæki í viðkomandi löndum að afla sér lánsfjár á mörkuðum en lánveitendur nota þessar einkunnir sem mælikvarða á áhættu sem fylgir lánveitingum og halda að sér höndum ef einkunn er lág.
Mest lesið Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Aðalgeir frá Lucinity til Símans Viðskipti innlent Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Viðskipti erlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Spá minni hagvexti um nær allan heim vegna tolla Bandaríkjastjórnar Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Sjá meira