Frá Hollywood til Latabæjar 4. maí 2012 09:00 Thi Theu Hanyaka, búningahönnuður hjá Ironhead Studio, er stödd hér á landi í tengslum við Latabæ. Hún dásamar bæði starfsfólk Latabæjar og íslenska loftið. fréttablaðið/hag Unnið er að því að uppfæra búning Íþróttaálfsins og af því tilefni kom Thi Theu Hanyaka til landsins til að reka smiðshöggið. „Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles," segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar. Hanyaka er frá Sviss en hefur búið og starfað í Los Angeles undanfarin tíu ár og hóf feril sinn sem fatahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið náið með fatahönnuðinum Jeremy Scott að verkefnum sem hann gerði fyrir Björk og Madonnu. „Ég og Jeremy urðum mjög góðir vinir í gegnum vinnuna og ég tel hann vera einn af mínum bestu vinum í dag," segir hún. Ironhead Studio hefur skapað búningana fyrir stórmyndir á borð við Alien 3, Batman Returns, Thor og The X-men og nú sér það um búningagerð fyrir nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Oblivion. Hanyaka segir fyrirtækið sérhæfa sig í búninga- og hjálmagerð fyrir ævintýra- og vísindaskáldsögumyndir. „Við sérhæfum okkur í hjálmum og skrýtnum framtíðarfötum," segir Hanyaka glaðlega. Hún kveðst orðin vön því að hitta stórstjörnur á borð við Tom Cruise í gegnum vinnu sína og finnst það því ekki lengur skrýtið eða merkilegt. Þegar Hanyaka er að lokum spurð út í dvöl sína á Íslandi lifnar yfir henni og segist hún hafa náð að slappa vel af. „Lífið hér er ekki jafn brjálað og úti í Los Angeles og loftið ykkar er svo hreint! Yfir LA hangir svart mengunarský. Mig langaði mikið til að heimsækja Bláa lónið, ég hef heyrt að það sé dásamlegt, en ég hafði ekki tíma til þess þar sem heimför minni var flýtt sökum vinnu," segir hún að lokum. -sm Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira
Unnið er að því að uppfæra búning Íþróttaálfsins og af því tilefni kom Thi Theu Hanyaka til landsins til að reka smiðshöggið. „Þetta er búið að vera frábært og ég elska alla hér hjá Latabæ. Íslendingar eru mjög viðkunnanlegt fólk, meira að segja leigubílstjórarnir eru almennilegir, ólíkt því sem ég á að venjast í Los Angeles," segir Thi Theu Hanyaka, búninga- og fatahönnuður hjá Ironhead Studio. Hanyaka var stödd hér á landi fyrir stuttu á vegum fyrirtækisins Ironhead Studio sem sá um að uppfæra fylgihluti á búningi Íþróttaálfsins fyrir þriðju þáttaröð Latabæjar. Hanyaka er frá Sviss en hefur búið og starfað í Los Angeles undanfarin tíu ár og hóf feril sinn sem fatahönnuður. Hún hefur meðal annars unnið náið með fatahönnuðinum Jeremy Scott að verkefnum sem hann gerði fyrir Björk og Madonnu. „Ég og Jeremy urðum mjög góðir vinir í gegnum vinnuna og ég tel hann vera einn af mínum bestu vinum í dag," segir hún. Ironhead Studio hefur skapað búningana fyrir stórmyndir á borð við Alien 3, Batman Returns, Thor og The X-men og nú sér það um búningagerð fyrir nýjustu kvikmynd Tom Cruise, Oblivion. Hanyaka segir fyrirtækið sérhæfa sig í búninga- og hjálmagerð fyrir ævintýra- og vísindaskáldsögumyndir. „Við sérhæfum okkur í hjálmum og skrýtnum framtíðarfötum," segir Hanyaka glaðlega. Hún kveðst orðin vön því að hitta stórstjörnur á borð við Tom Cruise í gegnum vinnu sína og finnst það því ekki lengur skrýtið eða merkilegt. Þegar Hanyaka er að lokum spurð út í dvöl sína á Íslandi lifnar yfir henni og segist hún hafa náð að slappa vel af. „Lífið hér er ekki jafn brjálað og úti í Los Angeles og loftið ykkar er svo hreint! Yfir LA hangir svart mengunarský. Mig langaði mikið til að heimsækja Bláa lónið, ég hef heyrt að það sé dásamlegt, en ég hafði ekki tíma til þess þar sem heimför minni var flýtt sökum vinnu," segir hún að lokum. -sm
Mest lesið Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Laufey sendir lekamönnum tóninn Lífið Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Lífið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Lífið Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull Lífið Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Morð og meiri missir: „Ég hélt henni í fanginu og sagði að allt yrði í lagi“ Áskorun Fleiri fréttir Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu húsið í stað þess að taka á sig hærri vexti og flytja til Asíu Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Tæplega ein og hálf milljón eggja ofan í landsmenn Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Verk á íslensku vinsæl í Grikklandi Ása Steinars og Leó greina frá kyninu Helena krýnd Ungfrú Ísland Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Arnhildur og Alfreð selja íbúð með „nágranna úr gulli“ Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Þorsteinn og Hulda selja í Hlíðunum Sjá meira