Lífið

Nýstofnuð diskósveit

Hljómsveitin hitar upp fyrir Berndsen í kvöld.
Hljómsveitin hitar upp fyrir Berndsen í kvöld.
Diskóhljómsveitin nýstofnaða Boogie Trouble hitar upp fyrir Berndsen á tónleikaröðinni Undiröldunni í Hörpunni í kvöld.

Sveitin var stofnuð seint á síðasta ári og í henni eru meðlimir víðs vegar að úr íslensku tónlistarlífi, m.a. úr Rökkurró, Bárujárni, Sprengjuhöllinni og Kiriyama Family.

Boogie Trouble sækir innblástur sinn í diskótónlist áttunda áratugarins og stefnir leynt og ljóst að því að endurvekja diskó á nýrri öld. Hljómsveitin er um þessar mundir að taka upp fjögurra laga EP-plötu og stefnir á að vera iðin við kolann í tónleikahaldi á næstu vikum. Tónleikarnir í Hörpunni hefjast klukkan 17.30 og er aðgangur ókeypis.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.