Handbolti

Harpa Sif hætt í handbolta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Ole Nielsen
Harpa Sif Eyjólfsdóttir, fyrrum landsliðskona í handbolta, hefur neyðst til að leggja skóna á hilluna vegna þrálátra hnémeiðsla.

Þetta segir hún í samtali við fréttavefinn handbolti.org en Harpa Sif lék síðast með Spårvägen í sænsku úrvalsdeildinni.

Harpa fór í speglunaraðgerð í hné í mars á þessu ári þar sem í ljós kom að hún var með mikið af skemmdu brjóski.

„Ég mun ekki spila handbolta aftur samkvæmt læknum og sjúkraþjálfurum. Ég hef sætt mig við það og fylgi læknisráði," sagði hún meðal annars en viðtalið má lesa í heild sinni hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×