Svona er dagskráin um allt land í dag 1. maí 2012 09:34 Lúðrasveitin blæs í blásturshljóðfæri. Vísir Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí, er í dag, af því tilefni eru hátíðarsamkomur og kaffisamsæti á að minnsta kosti 38 stöðum á landinu. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi klukkan eitt og leggur kröfuganga af stað klukkan hálf tvö, göngunni lýkur á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan tíu mínútur yfir tvö. Hér að neðan er listi yfir þær samkomur sem ASÍ hefur vitneskju um:Reykjavík Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og leggur kröfugangan af stað kl. 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10. Nánari dagskrá má sjá hér. Að loknum útifundinum á Ingólfstorgi eða kl. 15:15 hefst kaffisamsæti stéttarfélaganna í Reykjavík. Þau verða á eftirtöldum stöðum: BSRB: Grettisgötu 89 Efling: Valsheimilið við Hlíðarenda Byggiðn: Ýmissalurinn Skógarhlíð FBM: Hverfisgötu 21 FIT: Ýmissalurinn Skógarhlíð KÍ: Kaffi Reykjavík Matvís: Stórhöfða 27, að neðanverðu RSÍ: Stórhöfða 27, að neðanverðu VM: Gullhamrar, Þjóðhildarstíg 2 VR: Höfðatorg, Höfðatúni 2Selfoss Safnast saman við Tryggvatorg og lagt af stað klukkan 11.00 við undirleik Lúðrasveitar Selfoss. Félagar í hestamannafélaginu Sleipni fara fyrir göngunni. Stórglæsileg hátíðardagskrá fer fram utandyra. Fundarstjóri er Stefanía Geirsdóttir frá Foss. Ræðumenn dagsins eru Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður og Guðrún Jónsdóttir frá Félagi eldri borgara á Selfossi. Lína langsokkur skemmtir og hljómsveitin Blár Ópal flytur nokkur lög. Félagar í Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna eðalvagna á svæðinu. Stéttarfélögin bjóða börnum andlitsmálningu og stuttan reiðtúr sem Hestamannafélagið Sleipnir sér um. Í tilefni dagsins bjóða stéttarfélögin gestum upp á hátíðarkaffi.Vestamannaeyjar Hátíðahöldin verða í Alþýðuhúsinu samkvæmt dagskrá. Húsið opnar kl. 14:30 og hálftíma síðar hefst baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum. Kristín Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands flytur 1. maí ávarpið. Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistina. Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana. 5. fl. karla í knattspyrnu selja 1. maí merkin og rennur allt söluandvirði merkjanna til þeirra. Bæjarbúar takið vel á móti sölubörnum.Sandgerði Í tilefni af baráttudegi verkafólks 1. maí verður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15 - 17. Kaffi og meðlæti og létt spjall. Allir velkomnir.Reykjanesbær Hátíðardagskrá í Stapa, húsið opnar kl. 13:45 og formleg dagskrá hefst kl. 14:00. Setning - Ólafur S. Magnússon Félagi iðn og tæknigreina Ræða dagsins - Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ Bríet Sunna Valdimarsdóttir syngur nokkur lög Töframaðurinn Daníel Örn Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena í FS flytja atriði úr verkinu Með allt á hreinu Kór Keflavíkurkirkju syngur nokkur lög Kynnir - Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna Kl. 13:00 - Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói KeflavíkHafnarfjörður Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar kl. 13:30 og leggur kröfugangan af stað kl. 14:00. Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 14:30 . Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús. Fundastjóri - Jóhanna M. Fleckenstein Ávarp dagsins - Linda Baldursdóttir varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar Ræða - Karl Rúnar Þórsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar Skemmtiatriði - Freyr Eyjólfsson eftirherma og tónlistarmaður fer með gamanmál. Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknumAkranes Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40. Fundarstjóri - Vilhjálmur Birgisson Ræðumaður dagsins - Vilhjálmur Birgisson Stúkurnar syngja nokkur lög Kaffiveitingar (Athugið! Því miður er Bíóhöllin upptekin vegna leiksýningar og ekki hægt að bjóða börnum á sýningu eins og verið hefur)Borgarnes Hátíðarhöldin verða í Hótel Borgarness og hefjast kl. 14.00 Hátíðin sett: Sjöfn Elísa Albertsdóttir skrifstofustjóri Stéttarfélags Vesturlands Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur Ræða dagsins: Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans að Bifröst Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar Uppsveitin tekur lagið og Freyjukórinn syngur Internasjónalinn Kynnir - Sjöfn Elísa Albertsdóttir Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Einnig verður frítt í sund fyrir alla fjölskylduna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í tilefni dagsins og síðast en ekki síst verða tvær kvikmyndasýningar fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.Búðardalur Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Leifsbúð, Búðardal á baráttudegi verkalýðsins. Dagskrá hefst kl.15:00: Kynnir - Kristín G. Ólafsdóttir Ræðumaður - Eva Björk Sigurðardóttir Skemmtikraftar - Samkórinn, Vorboðinn flytur nokkur lög og Heiða Ólafsdóttir (Idol) syngur fyrir gesti. Boðið verður uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinniÍsafjörður Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. Dagskráin í Edinborg: Lúðrasveit tónlistaskólans - stjórnandi Madis Maekalle Ræðumaður dagsins - Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambandsins. Tónlistaratriði - BMW gengið spilar nokkur lög. Pistill dagsins - Herdís Hübner kennari Grunnskólans á Ísafirði. Tónlistaratriði - Nemendur Menntaskólans á Ísafirði flytja nokkur atriði úr söngleiknum Grease. Í vinnufötum og slitnum skóm - Elfar Logi Hannesson Verkalýðssagan vestfirska er saga allra Vestfirðinga í þessu leikverki verður fjallað um upphafið að baráttunni fyrir vestan. Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum. Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00.Blönduós 1. maí hátíðarhöld í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 1. maí kl. 15.00. Lúðrasveit Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu leikur. Þverflaututríó - nemendur Tónlistarskóla A-Húnavatnssýlsu Ræðumaður - Hákon Hákonarson, fráfarandi formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög Bíósýning fyrir börnin. Kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu.Skagafjörður Hátíðardagskrá þann 1.maí. hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Ræðumaður verður Ágúst Ólason, skólastjóri í Varmahlíðarskóla. Að venju verða kaffiveitingar og skemmtiatriði úr ýmsum áttum.Akureyri Kröfuganga -göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30 Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14:00 Happdrættismiðar afhentir göngufólki Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður FVSA Aðalræða dagsins Stefán Einar Stefánsson, formaður LÍV Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson Atriði frá Point dansstúdíó Hundur í óskilumFjallabyggð Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 14:30 til 17:00 Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna - Margrét Jónsdóttir KaffiveitingarHúsavík Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2012 kl. 14.00. Dagskrá: Ávarp - Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar Hátíðarræða - Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Spil og söngur - ungstjarnan Ruth Ragnarsdóttir syngur Gamanmál - Einar Georg Einarsson fer með gamanmál Spil og Söngur - Friðrik Ómar Hjörleifsson spilar og syngur þekkt lög Söngur - Karlakórinn Hreimur Spil og söngur - Jógvan Hansen tekur nokkur lög, m.a. með karlakórnum Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn. Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.Þórshöfn 1.maí býður Verkalýðsfélag Þórshafnar, gestum og gangandi frítt í sali og sund í íþróttahúsinu og súpu og brauð í hádeginu. Opið frá 11 - 14. Allir velkomnir. Austurland AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins. 1. maí hátíðarföld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum:Vopnafjörður Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði til skemmtunar. Ræðumaður: Kristján MagnússonBorgarfjörður eystri Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00 Kvenfélagið Eining sér um veitingar. Ræðumaður: Þröstur BjarnasonSeyðisfjörður Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00. 8 og 9 bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði,. Ræðumaður: Sverrir Mar AlbertssonEgilsstaðir Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10.00 Brunch og tónlistaratriði. Ræðumaður: Sverrir Mar AlbertssonReyðarfjörður Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00. 9. bekkur sjá um kaffiveitingar og Tónskóli Reyðarfjarðar sjá um tónlistaratriði. Ræðumaður: Hjördís Þóra SigurþórsdóttirEskifjörður Hátíðardagskrá verður í Melbæ félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði. Ræðumaður: Pálína MargeirsdóttirNeskaupstaður Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Norðfjarðar kl.14.00. Félag eldriborgara sjá um kaffiveitingar. Félag harmonikkuunnenda sjá um tónlist. Ræðumaður: Grétar ÓlafssonFáskrúðsfjörður Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00 9. bekkur grunnskólans sjá um kaffiveitingar, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarða. Ræðumaður: Sigurður Hólm FreyssonStöðvarfjörður Hátíðarkaffi verður í Brekkunni kl. 15:00 Kaffiveitiningar og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarða. Ræðumaður: Sverrir Kristján EinarssonBreiðdalsvík Hátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00 Kaffiveitingar og tónlistarartiði. Ræðumaður: Bryndís AradóttirDjúpavogur Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 10:00, Brunch og tónlistaratriði. Ræðumaður: Gunnhildur ImslandHornafjörður Hátíðardagskrá verður á Hótel Höfn kl. 14:00. Kaffiveitingar, og Lúðrasveit Hornafjarðar. LEGO hópur, Strákarnir sem fóru í Músíktilraunir frá Höfn. Ræðumaður: Reynir Arnórsson Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira
Baráttudagur verkalýðsins, 1.maí, er í dag, af því tilefni eru hátíðarsamkomur og kaffisamsæti á að minnsta kosti 38 stöðum á landinu. Í Reykjavík verður safnast saman á Hlemmi klukkan eitt og leggur kröfuganga af stað klukkan hálf tvö, göngunni lýkur á Ingólfstorgi þar sem útifundur hefst klukkan tíu mínútur yfir tvö. Hér að neðan er listi yfir þær samkomur sem ASÍ hefur vitneskju um:Reykjavík Safnast verður saman á Hlemmi kl. 13 og leggur kröfugangan af stað kl. 13:30. Útifundur á Ingólfstorgi hefst kl. 14:10. Nánari dagskrá má sjá hér. Að loknum útifundinum á Ingólfstorgi eða kl. 15:15 hefst kaffisamsæti stéttarfélaganna í Reykjavík. Þau verða á eftirtöldum stöðum: BSRB: Grettisgötu 89 Efling: Valsheimilið við Hlíðarenda Byggiðn: Ýmissalurinn Skógarhlíð FBM: Hverfisgötu 21 FIT: Ýmissalurinn Skógarhlíð KÍ: Kaffi Reykjavík Matvís: Stórhöfða 27, að neðanverðu RSÍ: Stórhöfða 27, að neðanverðu VM: Gullhamrar, Þjóðhildarstíg 2 VR: Höfðatorg, Höfðatúni 2Selfoss Safnast saman við Tryggvatorg og lagt af stað klukkan 11.00 við undirleik Lúðrasveitar Selfoss. Félagar í hestamannafélaginu Sleipni fara fyrir göngunni. Stórglæsileg hátíðardagskrá fer fram utandyra. Fundarstjóri er Stefanía Geirsdóttir frá Foss. Ræðumenn dagsins eru Guðmundur Gunnarsson rafiðnaðarmaður og Guðrún Jónsdóttir frá Félagi eldri borgara á Selfossi. Lína langsokkur skemmtir og hljómsveitin Blár Ópal flytur nokkur lög. Félagar í Bifreiðaklúbbi Selfoss sýna eðalvagna á svæðinu. Stéttarfélögin bjóða börnum andlitsmálningu og stuttan reiðtúr sem Hestamannafélagið Sleipnir sér um. Í tilefni dagsins bjóða stéttarfélögin gestum upp á hátíðarkaffi.Vestamannaeyjar Hátíðahöldin verða í Alþýðuhúsinu samkvæmt dagskrá. Húsið opnar kl. 14:30 og hálftíma síðar hefst baráttufundur og kaffisamsæti í Alþýðuhúsinu í boði stéttarfélaganna í Vestmannaeyjum. Kristín Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands flytur 1. maí ávarpið. Tónlistarskóli Vestmannaeyja sér um tónlistina. Kaffisamsæti í boði stéttarfélagana. 5. fl. karla í knattspyrnu selja 1. maí merkin og rennur allt söluandvirði merkjanna til þeirra. Bæjarbúar takið vel á móti sölubörnum.Sandgerði Í tilefni af baráttudegi verkafólks 1. maí verður Verkalýðs og sjómannafélag Sandgerðis með opið hús að Tjarnargötu 8, húsi félagsins frá kl. 15 - 17. Kaffi og meðlæti og létt spjall. Allir velkomnir.Reykjanesbær Hátíðardagskrá í Stapa, húsið opnar kl. 13:45 og formleg dagskrá hefst kl. 14:00. Setning - Ólafur S. Magnússon Félagi iðn og tæknigreina Ræða dagsins - Signý Jóhannesdóttir formaður Stéttarfélags Vesturlands og varaforseti ASÍ Bríet Sunna Valdimarsdóttir syngur nokkur lög Töframaðurinn Daníel Örn Leikfélag Keflavíkur og Vox Arena í FS flytja atriði úr verkinu Með allt á hreinu Kór Keflavíkurkirkju syngur nokkur lög Kynnir - Ragnar Örn Pétursson formaður Starfsmannafélags Suðurnesja Kaffiveitingar í boði stéttarfélaganna Kl. 13:00 - Börnum boðið á bíósýningu í Sambíói KeflavíkHafnarfjörður Safnast saman fyrir framan Ráðhús Hafnarfjarðar kl. 13:30 og leggur kröfugangan af stað kl. 14:00. Hátíðarfundur hefst í Hraunseli, Flatahrauni 3 kl. 14:30 . Athugið húsið opnar ekki fyrr en kröfugangan kemur í hús. Fundastjóri - Jóhanna M. Fleckenstein Ávarp dagsins - Linda Baldursdóttir varaformaður Verkalýðsfélagsins Hlífar Ræða - Karl Rúnar Þórsson formaður Starfsmannafélags Hafnarfjarðar Skemmtiatriði - Freyr Eyjólfsson eftirherma og tónlistarmaður fer með gamanmál. Kaffihlaðborð í boði stéttafélaganna að fundi loknumAkranes Safnast verður saman við Kirkjubraut 40, kl. 14:00 og genginn verður hringur á neðri-Skaga. Að göngu lokinni verður hátíðardagskrá í sal Verkalýðsfélags Akraness á 3ju hæð Kirkjubrautar 40. Fundarstjóri - Vilhjálmur Birgisson Ræðumaður dagsins - Vilhjálmur Birgisson Stúkurnar syngja nokkur lög Kaffiveitingar (Athugið! Því miður er Bíóhöllin upptekin vegna leiksýningar og ekki hægt að bjóða börnum á sýningu eins og verið hefur)Borgarnes Hátíðarhöldin verða í Hótel Borgarness og hefjast kl. 14.00 Hátíðin sett: Sjöfn Elísa Albertsdóttir skrifstofustjóri Stéttarfélags Vesturlands Barnakór Borgarness syngur undir stjórn Steinunnar Árnadóttur Ræða dagsins: Bryndís Hlöðversdóttir rektor Háskólans að Bifröst Tónlistaratriði nemenda Tónlistarskóla Borgarfjarðar Uppsveitin tekur lagið og Freyjukórinn syngur Internasjónalinn Kynnir - Sjöfn Elísa Albertsdóttir Félögin bjóða samkomugestum upp á kaffiveitingar að lokinni dagskrá. Einnig verður frítt í sund fyrir alla fjölskylduna í Íþróttamiðstöðinni í Borgarnesi í tilefni dagsins og síðast en ekki síst verða tvær kvikmyndasýningar fyrir börn í Óðali kl. 13:30 og 15:30, boðið verður upp á popp og ávaxtasafa.Búðardalur Stéttarfélag Vesturlands og Starfsmannafélag Dala og Snæfellsnessýslu standa saman að samkomu í Leifsbúð, Búðardal á baráttudegi verkalýðsins. Dagskrá hefst kl.15:00: Kynnir - Kristín G. Ólafsdóttir Ræðumaður - Eva Björk Sigurðardóttir Skemmtikraftar - Samkórinn, Vorboðinn flytur nokkur lög og Heiða Ólafsdóttir (Idol) syngur fyrir gesti. Boðið verður uppá kaffiveitingar að dagskrá lokinniÍsafjörður Lagt verður af stað frá Baldurshúsinu, Pólgötu 2 kl. 14:00. Gengið verður að Pollgötu og þaðan niður að Edinborgarhúsi með Lúðrasveitina í fararbroddi. Dagskráin í Edinborg: Lúðrasveit tónlistaskólans - stjórnandi Madis Maekalle Ræðumaður dagsins - Björn Snæbjörnsson formaður Einingar-Iðju og Starfsgreinasambandsins. Tónlistaratriði - BMW gengið spilar nokkur lög. Pistill dagsins - Herdís Hübner kennari Grunnskólans á Ísafirði. Tónlistaratriði - Nemendur Menntaskólans á Ísafirði flytja nokkur atriði úr söngleiknum Grease. Í vinnufötum og slitnum skóm - Elfar Logi Hannesson Verkalýðssagan vestfirska er saga allra Vestfirðinga í þessu leikverki verður fjallað um upphafið að baráttunni fyrir vestan. Kaffiveitingar í boði 1. maí nefndar í Guðmundarbúð, Sindragötu 6, að hátíðarhöldum loknum. Kvikmyndasýningar fyrir börn í Ísafjarðarbíói kl. 14:00 og 16:00.Blönduós 1. maí hátíðarhöld í Félagsheimilinu á Blönduósi þriðjudaginn 1. maí kl. 15.00. Lúðrasveit Tónlistarskóla A-Húnavatnssýslu leikur. Þverflaututríó - nemendur Tónlistarskóla A-Húnavatnssýlsu Ræðumaður - Hákon Hákonarson, fráfarandi formaður Félags málmiðnaðarmanna á Akureyri. Karlakór Bólstaðarhlíðarhrepps flytur nokkur lög Bíósýning fyrir börnin. Kaffiveitingar í boði Stéttarfélagsins Samstöðu.Skagafjörður Hátíðardagskrá þann 1.maí. hefst kl. 15:00 í sal Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Ræðumaður verður Ágúst Ólason, skólastjóri í Varmahlíðarskóla. Að venju verða kaffiveitingar og skemmtiatriði úr ýmsum áttum.Akureyri Kröfuganga -göngufólk safnast saman við Alþýðuhúsið kl. 13:30 Lagt af stað við undirleik Lúðrasveitar Akureyrar kl. 14:00 Happdrættismiðar afhentir göngufólki Hátíðardagskrá í HOFI að lokinni kröfugöngu Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, formaður FVSA Aðalræða dagsins Stefán Einar Stefánsson, formaður LÍV Skemmtidagskrá, kaffiveitingar og dregið í happdrættinu Kristján Edelstein og Pétur Hallgrímsson Atriði frá Point dansstúdíó Hundur í óskilumFjallabyggð Dagskrá verður í sal félaganna, Eyrargötu 24b Siglufirði frá kl. 14:30 til 17:00 Ávarp 1. maínefndar stéttarfélaganna - Margrét Jónsdóttir KaffiveitingarHúsavík Stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum standa fyrir veglegri hátíðardagskrá í Íþróttahöllinni á Húsavík 1. maí 2012 kl. 14.00. Dagskrá: Ávarp - Kristbjörg Sigurðardóttir varaformaður Framsýnar Hátíðarræða - Elín Björg Jónsdóttir formaður BSRB Spil og söngur - ungstjarnan Ruth Ragnarsdóttir syngur Gamanmál - Einar Georg Einarsson fer með gamanmál Spil og Söngur - Friðrik Ómar Hjörleifsson spilar og syngur þekkt lög Söngur - Karlakórinn Hreimur Spil og söngur - Jógvan Hansen tekur nokkur lög, m.a. með karlakórnum Steingrímur Hallgrímsson spilar Internasjónalinn. Meðan á hátíðarhöldunum stendur verður gestum boðið upp á kaffi og meðlæti í boði stéttarfélaganna.Þórshöfn 1.maí býður Verkalýðsfélag Þórshafnar, gestum og gangandi frítt í sali og sund í íþróttahúsinu og súpu og brauð í hádeginu. Opið frá 11 - 14. Allir velkomnir. Austurland AFL Starfsgreinafélag sendir félagsmönnum baráttukveðjur í tilefni dagsins. 1. maí hátíðarföld félagsins fara fram á eftirfarandi stöðum:Vopnafjörður Hátíðardagskrá verður í Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00. Kvenfélagskonur sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði til skemmtunar. Ræðumaður: Kristján MagnússonBorgarfjörður eystri Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Fjarðarborg kl. 12.00 Kvenfélagið Eining sér um veitingar. Ræðumaður: Þröstur BjarnasonSeyðisfjörður Hátíðardagskrá verður í félagsheimilinu Herðubreið kl. 15:00. 8 og 9 bekkur Seyðisfjarðarskóla sjá um kaffiveitingar og skemmtiatriði,. Ræðumaður: Sverrir Mar AlbertssonEgilsstaðir Hátíðardagskrá verður á Hótel Héraði kl. 10.00 Brunch og tónlistaratriði. Ræðumaður: Sverrir Mar AlbertssonReyðarfjörður Hátíðardagskrá verður í Safnaðarheimili Reyðarfjarðar kl. 15:00. 9. bekkur sjá um kaffiveitingar og Tónskóli Reyðarfjarðar sjá um tónlistaratriði. Ræðumaður: Hjördís Þóra SigurþórsdóttirEskifjörður Hátíðardagskrá verður í Melbæ félagsheimili eldri borgara kl. 14:00. Félag eldri borgara sjá um kaffiveitingar. Tónlistaratriði. Ræðumaður: Pálína MargeirsdóttirNeskaupstaður Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Norðfjarðar kl.14.00. Félag eldriborgara sjá um kaffiveitingar. Félag harmonikkuunnenda sjá um tónlist. Ræðumaður: Grétar ÓlafssonFáskrúðsfjörður Hátíðardagskrá verður í Grunnskóla Fáskrúðsfjarðar kl. 15:00 9. bekkur grunnskólans sjá um kaffiveitingar, tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarða. Ræðumaður: Sigurður Hólm FreyssonStöðvarfjörður Hátíðarkaffi verður í Brekkunni kl. 15:00 Kaffiveitiningar og tónlistaratriði frá Tónlistarskóla Fáskrúðsfjarðar og Stöðvarfjarða. Ræðumaður: Sverrir Kristján EinarssonBreiðdalsvík Hátíðardagskrá verður á Hótel Bláfelli frá kl. 14:00 Kaffiveitingar og tónlistarartiði. Ræðumaður: Bryndís AradóttirDjúpavogur Hátíðardagskrá verður á Hótel Framtíð kl. 10:00, Brunch og tónlistaratriði. Ræðumaður: Gunnhildur ImslandHornafjörður Hátíðardagskrá verður á Hótel Höfn kl. 14:00. Kaffiveitingar, og Lúðrasveit Hornafjarðar. LEGO hópur, Strákarnir sem fóru í Músíktilraunir frá Höfn. Ræðumaður: Reynir Arnórsson
Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Veðurofsi, þrumur og eldingar í beinni útsendingu Gengur vel á óvænta fundinum Enn bætist í verkföllin Stefnuræðu Kristrúnar frestað Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Hátt í fimm milljónir fiska drápust í sjókvíaeldi í fyrra Verkföll boðuð í fimm framhaldsskólum Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Ný Þjórsárbrú bíður í sömu óvissu og Hvammsvirkjun Lýsa yfir hættustigi almannavarna Hnýta í fullyrðingar RÚV um kolefnisbindingu skóga Halla sendir Svíakonungi samúðarkveðju Lýsa yfir óvissustigi Almannavarna vegna óveðursins Fyrrverandi ráðherra Viðreisnar fordæmir orð Sigurjóns Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Óvænt boðaður til fundar hjá sáttasemjara Þórdís Kolbrún gætir úkraínskra barna Guðrún boðar til fundar Þau tala í umræðum um stefnuræðu Kristrúnar Bein útsending: Áskoranir í náttúruvernd á Íslandi Óveðursskýin hrannast upp og vextir áfram á niðurleið Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Hafna beiðninni þar sem nafnið gæti orðið nafnbera til ama Neita öll sök og einn segist ósakhæfur Vill endurskoða styrki til Morgunblaðsins eftir umfjöllun um Flokk fólksins Ólíklegt að hægt verði að opna Holtavörðuheiði í dag „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Sjá meira