113 Kjaravælubíllinn Fjóla Þorvaldsdóttir og Haraldur F. Gíslason skrifar 1. maí 2012 10:00 Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Skoðun Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í dag er 1. maí, baráttudagur hvers vinnandi manns, það skín maísól og leikskólakennarar hafa eins og margar aðrar stéttir upplifað erfiða tíma og atvinnuþref undanfarin misseri. Það hentar þeim sem stjórna að flagga mikilvægi leikskólans og því frábæra starfi sem þar fer fram á tyllidögum og rétt fyrir kosningar. Það hentar þeim ekki að benda á að leikskólakennarar eru með lægst launuðu kennurum í OECD löndunum. Það er skammarlegt hversu lítils við Íslendingar metum þau störf sem eru grundvöllurinn að okkar velferðarþjóðfélagi. Störf sem snúa að umönnun, uppeldi og menntun – störf sem hafa manngildið að leiðarljósi og eru gefandi, krefjandi, erfið og fela í sér mikla ábyrgð. Við viðurkennum flest mikilvægi góðra kennara. Samfélag okkar á hins vegar mjög erfitt með að meta þetta mikilvægi til launa. Það virðist líka vera erfitt að ná eyrum þeirra sem hafa raunverulegt vald til að hækka laun kennara. Einnig virðist líka vera erfitt að vita hver í raun og veru hefur valdið. Stundum er kjarabaráttan afgreidd sem kjaravæl. „Kemur kjaravælubíllinn brunandi víú víú". „Sjáið þessa vælandi kennara", segja þeir hrokafullu. „Af hverju fá þeir sér ekki bara almennilega launaða vinnu?" Sumir kennarar gefast upp og fá sér „almennilega launaða vinnu". Leikskólinn hefur ekki efni á því að missa kennara í önnur störf. Samkvæmt lögum nr. 87/2008 um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda eiga 2/3 hlutar starfsfólks í leikskóla að lágmarki að vera með leikskólakennaramenntun. Staðreyndin er sú að eingöngu 1/3 hluti starfsfólks í leikskóla er með leikskólakennaramenntun. Við erum að brjóta lög á hverjum einasta degi. Er það í lagi? Er verið að vinna markvisst að því að uppfylla skilyrði laganna? Eða eru þessi lög bara orðin tóm? Höfum við sem samfélag ekki metnað til að byggja upp framsækið, faglegt og metnaðarfullt skólakerfi? Við gætum leyst þetta vandamál á morgun. Milljón á mánuði í laun og allir vilja vera kennarar. Háskólarnir myndu fyllast af efnilegum kennaranemum. Kröfurnar myndu aukast og gæðin með. Við myndum ekki sætta okkur við neitt nema það besta. Eða hvað? Er þetta kannski ekki svona einfalt? Íslendingar verða að nota kreppuna til þess að læra af henni, hvað er það raunverulega sem skiptir máli, í hverju er framtíð þjóðarinnar falin? Það er ekki nóg að minnast á mikilvægi menntunar á tyllidögum, það verður líka að fylgja því alvara og framkvæmd. Það kostar að mennta þjóðina og þó svo að til megi spara á einhverjum stöðum er mikilvægt að grunnurinn sé í lagi. Í leikskólanum verður ekki sparað meira, leikskólakennarar hafa nú þegar lagt sitt af mörkum til þess að aðstoða samfélagið út úr kreppunni. Í dag er mikilvægt að allir, ekki bara leikskólakennarar, staldri við og hugi að réttindum sínum. Í kjölfar kreppunnar virðist sem víða hafi verið slakað á réttindum launafólks. Launafólk hefur lagt sitt af mörkum til þess að hið opinbera og almennur vinnumarkaður geti unnið sig út úr kreppunni. Það verður ekki alltaf kreppa og því er mikilvægt nú að fara að huga að framtíðinni. Grunnurinn að menntun þjóðarinnar er lagður á leikskólastiginu. Leggjum metnað okkar í að gera gott skólastig enn betra. Til hamingju með daginn.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun