Lífið

Gott að ljúka við söguna

Christopher Nolan er ánægður með að hafa getað lokið við Batman-sögu sína. The Dark Knight Rises, sem kemur út í júlí, er þriðja og síðasta mynd leikstjórans og aðalleikarans Christians Bale.

„Án þess að fara út í smáatriði er lykilatriðið í þessari þriðju mynd að okkur langar að ljúka við söguna," segir Nolan. „Við lítum á myndina sem endalok og þurfum ekki að víkka söguna út. Ólíkt myndasögunum halda hlutirnir ekki áfram endalaust í kvikmyndunum og það að líta á þetta sem sögu með endi er mikilvægt."

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá nýja stiklu úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.