Lífið

Of Monsters and Men með lag í Grey's Anatomy

Lagið „Lakehouse" með hljómsveitinni Of Monsters and Men var í nýjasta þættinum af Grey's Anatomy í gær.

Hljómsveitin hefur átt mikilli velgengni að fagna í Bandaríkjunum en platan My Head is an Animal hefur selst í um 55 þúsund eintökum frá því að hún kom út þar í landi, 3. apríl síðastliðinn.

Í hverri viku horfa um tíu milljón Bandaríkjamenn á Grey's Anatomy. Ekki eru þó komnar áhorfstölur fyrir þáttinn sem sýndur var í gær.

Hægt er að sjá Of Monsters and Men taka lagið „Lakehouse" í myndbandinu hér fyrir ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.