Mikilvægt er að fá nýjan línuhraðal fyrir krabbameinsmeðferð á Landspítala 27. apríl 2012 06:00 Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Sjá meira
Í hálfa öld hefur beiting háorku (MV) ljóseindageislunar frá línuhröðlum verið sú tækni sem mest hefur verið notuð fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Geislameðferð hefur skilað umtalsverðum árangri. Vaxandi fjárfestingar nágrannaþjóða okkar í tækjabúnaði fyrir geislameðferð vitna um að litið sé á geislameðferð sem öflugan og hagkvæman kost fyrir krabbameinssjúka. Tveir línuhraðlar eru á LandspítalaFyrsti línuhraðall okkar Íslendinga var settur upp í K-byggingu Landspítala árið 1989, en fyrir honum var safnað með sölu Lions-manna á rauðri fjöður árið 1985. Áður hafði geislameðferð á Landspítala verið framkvæmd með kóbalttæki. Kóbalttækið þjónaði hlutverki sínu fram til ársins 1995 en þá var keyptur nýr línuhraðall. Árið 2004 var enn keyptur nýr línuhraðall til að taka við af tækinu sem hafði þjónað landsmönnum í 15 ár, sem er mjög góð ending á þess konar tækjabúnaði. Árið 2012 eru því í notkun á Landspítala tveir línuhraðlar, annar frá árinu 1995 (17 ára tæki) og hinn frá árinu 2004 (8 ára). Í áætlunum Landspítala var gert ráð fyrir endurnýjun á línuhraðli árið 2010. Ástand ríkisfjármála í kjölfar efnahagshrunsins 2008 og niðurskurður á fjárveitingum Landspítalans komu í veg fyrir að við þetta væri staðið. Það ber tæknimönnum spítalans og starfsfólki við meðferðina gott vitni að tekist hefur að halda áfram meðferð með þetta gömlu tæki. Öryggis- og gæðaeftirlit línuhraðlanna sýnir að þeir uppfylla enn þær kröfur sem gerðar voru til þeirra þegar þeir voru keyptir. Nú þegar er viðhaldskostnaður mikill og kaup á varahlutum í gömul tæki orðin fjárhag spítalans erfið. Gert er ráð fyrir að um helmingur þeirra sem greinist með krabbamein þurfi að fá geislameðferð vegna sjúkdóms síns. Nýjar geislameðferðir á Landspítala á árinu 2011 voru 600 og komu sjúklingar í 10.754 heimsóknir á geisladeildina til að fá meðferð gefna. Breytingar sem vænta má með nýju tækiMikil þróun hefur verið á liðnum árum í tækni línuhraðlanna og notkun þeirra við meðferð. Á Norðurlöndum hafa stjórnvöld fjárfest í búnaði til að nýta þessa hagkvæmu leið til hagsbóta fyrir krabbameinssjúklinga. Starfræktir eru 56 línuhraðlar í Danmörku (þ.e. einn línuhraðall fyrir hverja 96 þús. íbúa), 42 tæki í Noregi (einn línuhraðall fyrir hverja 109 þús. íbúa) og í Svíþjóð eru starfræktir 67 línuhraðlar (einn línuhraðall fyrir hverja 137 þús. íbúa). Meðferðardeildir erlendis sem hafa 8-12 línuhraðla í rekstri fjárfesta í nýjum búnaði og nýrri tækni á eins til tveggja ára fresti og fylgja þróun. Hvaða nýjar meðferðarleiðir fást með nýjum ljóseindalínuhraðli?Bætt tækni línuhraðla gefur kost á auknum möguleikum í meðferð og sérhæfingu fyrir ákveðnar tegundir krabbameina. Síðustu ár hafa komið fram í nýjum línuhröðlum tæknilegir möguleikar eins og styrkmótuð snúningsmeðferð, sem gefur kost á aukinni nákvæmni við þrívíða geisladreifingu í líkama sjúklings og gefur mikilvæga möguleika við geislun í kviðarholi og víðar um líkamann. Öndunarstýrð geislameðferð gefur kost á að stöðva geislun þau sekúndubrot sem hreyfing líffæra eða krabbameinsæxla veldur óhagstæðri legu. Þannig gefst kostur á að minnka geislaálag á heilbrigðan vef. Betri tækni er við myndstýrða geislameðferð (IGRT) sem eykur nákvæmni innstillinga geislareita. Vélrænn stöðugleiki nýrra línuhraðla gefur kost á stereotaktískri geislameðferð þar sem unnt er að geisla mjög smá rúmmál með háum geislaskömmtum. Framsýnir menn safna nú fjármagni til kaupa á línuhraðliEins og kunnugt er þá er hafin af miklum krafti söfnun til að fjármagna kaup á nýjum línuhraðli fyrir geislameðferð krabbameinssjúklinga. Þannig er komin af stað fjáröflun undir merkjum „Bláa naglans" og félag manna sem fengið hafa krabbamein í blöðruhálskirtil, „Framför", safnar fjármagni til kaup á línuhraðli. Þessir aðilar eiga þakkir skildar fyrir að leggja í þá miklu vinnu sem hér er hafin. Um er að ræða háa upphæð. Samtakamáttur Íslendinga hefur áður skilað ótrúlegum árangri og í þessari söfnun mun vissulega reyna á. Það er mikilvægt að vel sé tekið á móti sölufólki „Bláa naglans" sem nú er komið af stað og að samtakamáttur þjóðfélagsins komi þessu máli í höfn.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar