Lífið

Mikilvægt að gleyma sér ekki í rútínunni

MYND/ARNOLD
Magdalena Dubic, söngkona og fegurðardrottning er í hamingjuhorni Lífsins þessa vikuna.

Hvað gerir þú til að tæma hugann eftir erfiða vinnuviku?

Ég elska langa göngutúra. Eftir langan dag er ekkert betra en að setja ipodinn í eyrun og ganga um Mosfellsbæinn. Ég geri það á hverju kvöldi og það hjálpar mér við að hreinsa hugann. Ég er orðin svo vön þessu að ef ég sleppi úr kvöldi á ég í miklum erfiðleikum með að sofna.

Hvernig hleður þú batteríin?

Ég eyði tíma með þeim sem þér þykir vænt um. Það er að mínu mati ekkert mikilvægara en að rækta samband við fjölskyldu og vini því það er það sem hleður batteríin.

Hugleiðir þú eða notast þú við aðrar aðferðir til að rækta hugann?

Ég hef ekki ennþá nýtt mér það en hver veit nema maður prófi það.

Viltu deila með okkur uppáhalds hamingjumolanum þínum/tilvitnun?

Being happy doesn't mean you're perfect. It just means you've decided to look beyond the imperfections.

Hvernig ræktar þú hjónabandið?

Við hjónin erum bæði mjög upptekin og það er mikið að gera hjá okkur en við reynum samt alltaf að finna eða einfaldlega búa til „ kósý „ tíma þar sem við erum bara tvö saman. Það er mjög mikilvægt að gleyma sér ekki í rútínunni og gera af og til eitthvað sérstakt fyrir hvort annað.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.