Lífið

Hættir ekki sjálfur

Daniel Craig leikur James Bond í myndinni Skyfall.
Daniel Craig leikur James Bond í myndinni Skyfall.
Daniel Craig, sem leikur James Bond, ætlar að halda áfram að leika njósnarann eins lengi og hann mögulega getur.

„Ég ætla að halda áfram þangað til þau segja mér að hætta,“ sagði Craig í viðtali við BBC. Hann leikur 007 í þriðja sinn í Skyfall sem kemur út í haust og lofar skemmtilegri mynd. „Fyrsta myndin var eins og fersk vindhviða og númer tvö var erfiða „önnur platan“. Það hefur verið lögð mikil vinna í þessa mynd og handritið er frábært. Hún verður frábrugðin þeirri síðustu en samt mjög góð Bond-mynd.“

Leikstjóri er Sam Mendes og með önnur stór hlutverk fara Javier Bardem, Albert Finney og Ralph Fiennes.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.