Virkjanir í neðri Þjórsá Sigurður Guðjónsson skrifar 31. mars 2012 06:00 Að undanförnu hefur verið umræða um fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá. Umræðan nú fór af stað í haust í kjölfar þess að stjórn „rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði“ skilaði af sér niðurstöðum og tillögum. Þar eru ýmsar virkjanahugmyndir metnar og raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk og biðflokk. Í kjölfarið lögðu umhverfisráðherra og umhverfisráðherra sameiginlega fram tillögu til þingsályktunar um röðun þessara virkjanahugmynda. Tillagan var síðan opin fyrir athugasemdir fram í nóvember síðastliðinn. Enn er verið að fara yfir athugasemdir og væntanleg er tillaga frá ráðherrunum sem fara mun til meðferðar á Alþingi. Umræða um nýtingu náttúruauðlinda er bæði eðlileg og jákvæð. Slík umræða getur að vonum farið víða eins og jafnan er þegar fólk hefur sterkar skoðanir og tilfinningar um verndun eða nýtingu náttúrunnar. Stundum vantar upp á að umræðan byggi á þeim staðreyndum sem fyrir liggja. Vegna þess og að í umræðunni nú um Þjórsá hefur verið vikið að verkum Veiðimálastofnunar eru hér settar fram upplýsingar um lífríki árinnar og möguleg áhrif fyrirhugaðra virkjana. Virkjanakostum í neðri Þjórsá var raðað í nýtingarflokk í tillögum rammaáætlunar og í tillögu ráðherranna. Þessir virkjanakostir í Þjórsá eru betur rannsakaðir og þróaðir en flestir aðrir kostir sem til skoðunar eru. Umhverfismat vegna þessara virkjanakosta fór fram árið 2003. Síðan þá hefur verið unnið að undirbúningi og hönnun virkjana þar af Landsvirkjun. Veiðimálastofnun er óháð rannsókna- og ráðgjafastofnun í eigu ríkisins. Rannsóknarsviðið er lífríki í fersku vatni, veiðinýting, fiskrækt og fiskeldi. Um helmingur af rekstri stofnunarinnar er fjármagnaður með sjálfaflafé, það eru rannsóknastyrkir og seld rannsóknarvinna. Stofnunin vinnur og hefur unnið að verkefnum fyrir ýmsa aðila er nýta auðlindir vatns svo sem veiðifélög, sveitarfélög og orkufyrirtæki. Stofnunin leitast ávallt við að vinna á sem faglegastan máta. Mælikvarði á færni stofnunarinnar er m.a. fólginn í því hversu margir leita til hennar eftir sérfræðiráðgjöf. Veiðimálastofnun sinnir ekki stjórnsýslu og því leyfir hún ekkert né bannar. Til þess eru aðrar stjórnsýslustofnanir og ráðuneyti. Fyrir mat á áhrifum á umhverfi vegna virkjana í neðri Þjórsá vann Veiðimálastofnun viðamikla rannsóknavinnu. Sú vinna var kostuð af framkvæmdaraðila, Landsvirkjun, eins og jafnan er þegar ráðast á í miklar framkvæmdir sem háðar eru umhverfismati. Áður hafði stofnunin komið að rannsóknum í Þjórsá. Niðurstöður þessara rannsókna voru síðan nýttar ásamt öðrum upplýsingum í skýrslu þar sem umhverfisáhrif voru metin. Niðurstaða umhverfismatsins árið 2003 var að þessarar virkjanir voru leyfðar með skilyrðum. Hvað fisk og vatnalífríki varðar voru sett skilyrði að greið leið yrði fyrir fisk upp ána og þar með að fiskvegir væru byggðir yfir alla stíflugarða, lágmarksvatn yrði alltaf á farvegum neðan við stíflur þannig að vatnalíf þrifist þar og að fært yrði þar um fyrir fisk. Þá voru sett skilyrði um að búnaður væri settur í stíflu Urriðafossvirkjunar til að seiði kæmust þar ósködduð niður ána og til sjávar. Í rannsóknunum fyrir umhverfismatið var lífríki Þjórsár kortlagt. Farið var í viðamiklar smádýrarannsóknir. Fiskistofnar voru rannsakaðir og lífsferlar þeirra. Seiðabúskapur var mældur og veiðitölur unnar. Búsvæði voru kortlögð í ánni og framleiðslugeta árinnar á laxi metin. Farið var í viðamiklar rannsóknir á gönguatferli lax og urriða, bæði seiða á leið til sjávar og fullorðins fisks upp ána, og héldu þær rannsóknir áfram eftir umhverfismatið. Þá hafa verið mældir lykilumhverfisþættir eins og vatnshiti, rýni (grugg) sem mikil áhrif hafa á göngur fiska. Einnig hefur verið fylgst með árangri seiðasleppinga og með landnámi lax fyrir ofan fossinn Búða í Þjórsá. Síðast en ekki síst hefur verið reynt að meta áhrif fyrirhugaðra virkjana og benda á og meta mögulegar mótvægisaðgerðir. Meginniðurstöður rannsóknanna fyrir umhverfismatið voru að þrátt fyrir jökullitinn í Þjórsá er þar ríkuleg botndýrafána. Víða eru góð búsvæði fyrir laxfiskaseiði og talsvert uppeldi lax og urriða er í Þjórsá og í Kálfá. Ofan við fossinn Búða er vaxandi uppeldi laxa en fiskvegur (laxastigi) var byggður þar árið 1991. Samkvæmt laxveiðitölum hefur laxgengd farið vaxandi og var meðalveiði áranna 2006-2010, 5.365 laxar. Á sama tímabili veiddust 844 urriðar að meðaltali, sem sumir eru sjógengnir og 25 bleikjur. Árið 2010 veiddust 9.218 laxar á vatnasvæði Þjórsár. Meira en 95% aflans hefur verið veiddur í net. Ljóst er að laxastofn Þjórsár er stór á landsvísu. Rannsóknir hafa haldið áfram síðan, meðal annars hefur göngutími seiða niður ána verið kortlagður, en mjög mikilvægt er að vita hvenær og við hvaða skilyrði seiði ganga til sjávar svo koma megi þeim heilu og höldnu þangað. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að göngutími laxaseiða niður ána er frá miðjum maí fram í miðjan júní. Gangan hefst þegar vatnshiti nálgast 10oC. Seiðin eru örfáa sólarhringa að ganga til sjávar. Það er því ljóst að miklar rannsóknir hafa farið fram á fiskstofnum Þjórsár. Þegar hafa komið út 23 skýrslur upp á 865 blaðsíður um rannsóknir á lífríki Þjórsár og má finna þær á vef Veiðimálastofnunar www.veidimal.is Þegar meta á hugsanleg áhrif fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá verður að líta til þess að Þjórsá er mikið breytt af mannavöldum. Í vatnakerfinu eru þegar 5 virkjanir og sú sjötta í byggingu, Búðarhálsvirkjun. Í tengslum við þær virkjanir eru mörg miðlunarlón og veitur. Þetta hefur gerbreytt eiginleikum árinnar. Nú er rennsli mun stöðugra en áður, þurrkar óþekktir og flóð miklu minni. Einnig hefur jökulsvifaur í ánni minnkað mikið þar sem hann sest til í lónum. Með minni svifaur nær sólarljósið dýpra niður í vatnið og frumframleiðsla þörunga í ánni eykst. Jafnara rennsli hefur einnig bætt skilyrði fyrir flestar lífverur í ánni. Þetta birtist meðal annars í því að laxaframleiðsla árinnar óx og þar með einnig laxveiði. Þessu til viðbótar var fiskvegur (laxastigi) reistur við fossinn Búða árið 1991. Landsvirkjun kostaði fiskvegagerðina en samkomulag var um það við Veiðifélag Þjórsár vegna virkjana í Þjórsá. Við þá aðgerð opnuðust ný búsvæði fyrir lax og búsvæði fyrir lax í Þjórsá nær tvöfölduðust. Til að flýta landnámi laxins á svæðinu ofan Búða var þar sleppt umtalsverðum fjölda laxaseiða árin þar á eftir. Nú er talsvert af laxi sem elst þar upp úr náttúrulegri hrygningu. Lax er enn að nema þar land og á því laxgengd í Þjórsá enn eftir að aukast. Fyrirhugaðar virkjanir í neðri Þjórsá eru þrjár. Sú efsta er Hvammsvirkjun, sú næsta er Holtavirkjun og sú neðsta Urriðafossvirkjun. Fyrir umhverfismat lá fyrir að búsvæði lax myndu skerðast vegna virkjananna þar sem svæði fara undir lón. Í lónunum mun í staðinn silungur alast upp að einhverju leyti. Hvammsvirkjun er ofan við náttúrulega fiskgenga svæði Þjórsár neðan Búða. Ef litið er á allt svæðið sem opið er fiski eftir stigagerð við Búða þá er ljóst að án mótvægisaðgerða myndi Hvammsvirkjun loka rúmlega 30% af heildarbúsvæðum lax. Rúm 5% búsvæða lax færu undir lón. Holtavirkjun er líka nær öll ofan við náttúrulega fiskgenga svæðið. Holtavirkjun án mótvægisaðgerða myndi loka tæpum 49% heildarbúsvæða lax og rúm 7% búsvæða laxa færu undir lón. Urriðafossvirkjun myndi án mótvægisaðgerða loka um 88% heildarbúsvæða laxa. Um 12% heildarbúsvæða lax lenda undir Heiðarlóni Urriðafossvirkjunar. Lónin eru öll inntakslón og í þeim er ekki miðlun. Árvatn Þjórsár er súrefnisríkt og ekki er mikið af lífrænum efnum í vatninu. Því eru engar líkur á að lífríki árinnar skaðist vegna súrefnisskorts né heldur mun frumframleiðni minnka í ánni eins og haldið hefur verið fram. Í lónunum mun lífríkið hins vegar breytast því aðrar tegundir þrífast í lónum en í straumvatni bæði smádýr og fiskar. Það skýrir minnkaða framleiðslugetu lax vegna lónanna. Gert er ráð fyrir fiskvegum fram hjá öllum stíflum. Núverandi laxastigi í Búða sem virkar vel verður áfram nýttur við Holtavirkjun með lítilsháttar lagfæringum. Fiskvegirnir eru hannaðir í hinar tvær virkjanirnar eftir ýtrustu kröfum. Mikil og góð reynsla er hér á landi í hönnun og gerð fiskvega sem skipta tugum í ám landsins. Nærri lætur að þriðjungur búsvæða lax í ám landsins hafi verið opnaður laxi með fiskvegum. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir svokallaðri seiðafleytu við Urriðafossvirkjun. Slíkar fleytur byggja á því að laxfiskar á leið til sjávar nýta sér yfirborðsstraum og fylgja honum niður ár og leitast við að fara yfir hindranir. Slíkum búnaði er komið fyrir ofan við inntak virkjunarinnar og tekur yfirborðsrennsli úr lóninu þar sem seiðin eru. Þegar í fleytuna er komið eru niðurgönguseiðin leidd í sérstökum farvegi niður í ána neðan við stíflu. Grunnhönnun fleytunnar er lokið og verið er að prófa straumfræði fleytunnar og lónsins með reiknilíkani og í líkani sem verið er að smíða af mannvirkjunum. Kappkostað verður að gera fleytuna sem best úr garði enda mikið í húfi. Þessu til viðbótar þarf að laga farveg árinnar þar sem straumur frá virkjunum og rennsli eftir farvegi árinnar neðan við stíflur koma saman. Þetta er mikilvægt til að auðvelda fiski að finna rétta leið upp ána. Þar verður byggt á góðri reynslu úr öðrum virkjuðum ám eins og Blöndu. Auk þessa verður góðum búsvæðaköflum viðhaldið með sérstökum aðgerðum eins og í Murneyrarkvísl og möguleiki er að opna fleiri búsvæði í ánni og í hliðarám hennar. Möguleg stærð laxastofnsins í Þjórsá mun minnka vegna þessara virkjana vegna tapaðra búsvæða. Sú staðreynd hefur legið fyrir síðan 2002. Á móti kemur að landnám lax ofan við fossinn Búða á enn eftir að aukast. Ef aðgerðir til að tryggja göngur fiska upp og niður virka sem skyldi mun áfram verða sterkur laxastofn í Þjórsá. Afar ólíklegt er að hann hverfi eins og haldið hefur verið fram. Vissulega er áhætta fólgin í öll inngrip í náttúruna. Hvernig gera á fiskvegi til að koma fiski yfir hindranir er vel þekkt meðal annars hér á landi þar sem eru milli 70 og 80 fiskvegir. Þar er áhætta því ekki mikil. Reynsla er lítil á búnaði til að koma seiðum niður ár. Mikil þróunarvinna hefur verið unnin erlendis í slíku og þar hafa menn náð góðum árangri, t.d. í Columbia fljótinu í Bandaríkjunum. Sú reynsla verður nýtt í Urriðafossvirkjun. Seiði geta farið í gegnum hverfla virkjana og er vel þekkt hve mikil afföll fylgja því. Er það háð gerð hverflanna (fjöldi blaða og opið á milli þeirra), fallhæðinni (þrýstingur) og stærð fisksins sem fer í gegn. Í fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá hefur verið reiknað hve afföllin væru ef svo illa færi að seiði færu þá leið niður ána. Afföll vegna áreksturs við hverfilblöð væru á bilinu 5-8 % en vegna þrýstibreytinga 0-7%, misjafnt eftir virkjunum (afföll hækka með meiri fallhæð yfir 20 m). Svipaðar tölur hafa framleiðendur vélanna gefið upp. Það að seiði færu í gegnum virkjanir myndi því valda talsverðum afföllum en ekki aldauða. Meiri hætta fylgir því ef seiði verða innlyksa í inntakslónum virkjana. Þau viðhalda sjóþroska einungis skamman tíma (nokkrar vikur) og ef þau komast ekki til sjávar á þeim tíma eiga þau takmarkaða möguleika. Seiði vilja ógjarnan fara niður í göng til að komast niður ár. Þess vegna er mikilvægt að yfirborðsvatni sé veitt yfir stíflur helst í rétt staðsettri og vel hannaðri seiðafleytu til að tryggja niðurgönguna. Landsvirkjun hyggst fyrst reisa efstu virkjunina í Þjórsá, Hvammsvirkjun, og síðan halda niður ána og síðast yrði Urriðafossvirkjun reist. Það gefur því ágæta möguleika á að prófa lausnir til að koma fiski lifandi upp og niður fyrir virkjun í Hvammsvirkjun og láta þær sanna gildi sitt. Að því fengnu ætti áhættan að vera minni þegar kemur að byggingu Urriðafossvirkjunar. Ef illa tækist til með Hvammsvirkjun er hægt að bíða með frekari virkjanir í Þjórsá uns viðunandi árangur næst í Hvammsvirkjun. Vatnsaflsvirkjunum fylgja oft breytingar á vatnalífi. Hlutverk Veiðimálastofnunar er meðal annars að meta á faglegan hátt með rannsóknum umfang slíkra breytinga á lífríki, benda á leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og á mögulegar mótvægisaðgerðir. Á þann hátt mun Veiðimálastofnun vinna hér eftir sem hingað til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Sjá meira
Að undanförnu hefur verið umræða um fyrirhugaðar virkjanir í Þjórsá. Umræðan nú fór af stað í haust í kjölfar þess að stjórn „rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða með áherslu á vatnsafl og jarðhitasvæði“ skilaði af sér niðurstöðum og tillögum. Þar eru ýmsar virkjanahugmyndir metnar og raðað í orkunýtingarflokk, verndarflokk og biðflokk. Í kjölfarið lögðu umhverfisráðherra og umhverfisráðherra sameiginlega fram tillögu til þingsályktunar um röðun þessara virkjanahugmynda. Tillagan var síðan opin fyrir athugasemdir fram í nóvember síðastliðinn. Enn er verið að fara yfir athugasemdir og væntanleg er tillaga frá ráðherrunum sem fara mun til meðferðar á Alþingi. Umræða um nýtingu náttúruauðlinda er bæði eðlileg og jákvæð. Slík umræða getur að vonum farið víða eins og jafnan er þegar fólk hefur sterkar skoðanir og tilfinningar um verndun eða nýtingu náttúrunnar. Stundum vantar upp á að umræðan byggi á þeim staðreyndum sem fyrir liggja. Vegna þess og að í umræðunni nú um Þjórsá hefur verið vikið að verkum Veiðimálastofnunar eru hér settar fram upplýsingar um lífríki árinnar og möguleg áhrif fyrirhugaðra virkjana. Virkjanakostum í neðri Þjórsá var raðað í nýtingarflokk í tillögum rammaáætlunar og í tillögu ráðherranna. Þessir virkjanakostir í Þjórsá eru betur rannsakaðir og þróaðir en flestir aðrir kostir sem til skoðunar eru. Umhverfismat vegna þessara virkjanakosta fór fram árið 2003. Síðan þá hefur verið unnið að undirbúningi og hönnun virkjana þar af Landsvirkjun. Veiðimálastofnun er óháð rannsókna- og ráðgjafastofnun í eigu ríkisins. Rannsóknarsviðið er lífríki í fersku vatni, veiðinýting, fiskrækt og fiskeldi. Um helmingur af rekstri stofnunarinnar er fjármagnaður með sjálfaflafé, það eru rannsóknastyrkir og seld rannsóknarvinna. Stofnunin vinnur og hefur unnið að verkefnum fyrir ýmsa aðila er nýta auðlindir vatns svo sem veiðifélög, sveitarfélög og orkufyrirtæki. Stofnunin leitast ávallt við að vinna á sem faglegastan máta. Mælikvarði á færni stofnunarinnar er m.a. fólginn í því hversu margir leita til hennar eftir sérfræðiráðgjöf. Veiðimálastofnun sinnir ekki stjórnsýslu og því leyfir hún ekkert né bannar. Til þess eru aðrar stjórnsýslustofnanir og ráðuneyti. Fyrir mat á áhrifum á umhverfi vegna virkjana í neðri Þjórsá vann Veiðimálastofnun viðamikla rannsóknavinnu. Sú vinna var kostuð af framkvæmdaraðila, Landsvirkjun, eins og jafnan er þegar ráðast á í miklar framkvæmdir sem háðar eru umhverfismati. Áður hafði stofnunin komið að rannsóknum í Þjórsá. Niðurstöður þessara rannsókna voru síðan nýttar ásamt öðrum upplýsingum í skýrslu þar sem umhverfisáhrif voru metin. Niðurstaða umhverfismatsins árið 2003 var að þessarar virkjanir voru leyfðar með skilyrðum. Hvað fisk og vatnalífríki varðar voru sett skilyrði að greið leið yrði fyrir fisk upp ána og þar með að fiskvegir væru byggðir yfir alla stíflugarða, lágmarksvatn yrði alltaf á farvegum neðan við stíflur þannig að vatnalíf þrifist þar og að fært yrði þar um fyrir fisk. Þá voru sett skilyrði um að búnaður væri settur í stíflu Urriðafossvirkjunar til að seiði kæmust þar ósködduð niður ána og til sjávar. Í rannsóknunum fyrir umhverfismatið var lífríki Þjórsár kortlagt. Farið var í viðamiklar smádýrarannsóknir. Fiskistofnar voru rannsakaðir og lífsferlar þeirra. Seiðabúskapur var mældur og veiðitölur unnar. Búsvæði voru kortlögð í ánni og framleiðslugeta árinnar á laxi metin. Farið var í viðamiklar rannsóknir á gönguatferli lax og urriða, bæði seiða á leið til sjávar og fullorðins fisks upp ána, og héldu þær rannsóknir áfram eftir umhverfismatið. Þá hafa verið mældir lykilumhverfisþættir eins og vatnshiti, rýni (grugg) sem mikil áhrif hafa á göngur fiska. Einnig hefur verið fylgst með árangri seiðasleppinga og með landnámi lax fyrir ofan fossinn Búða í Þjórsá. Síðast en ekki síst hefur verið reynt að meta áhrif fyrirhugaðra virkjana og benda á og meta mögulegar mótvægisaðgerðir. Meginniðurstöður rannsóknanna fyrir umhverfismatið voru að þrátt fyrir jökullitinn í Þjórsá er þar ríkuleg botndýrafána. Víða eru góð búsvæði fyrir laxfiskaseiði og talsvert uppeldi lax og urriða er í Þjórsá og í Kálfá. Ofan við fossinn Búða er vaxandi uppeldi laxa en fiskvegur (laxastigi) var byggður þar árið 1991. Samkvæmt laxveiðitölum hefur laxgengd farið vaxandi og var meðalveiði áranna 2006-2010, 5.365 laxar. Á sama tímabili veiddust 844 urriðar að meðaltali, sem sumir eru sjógengnir og 25 bleikjur. Árið 2010 veiddust 9.218 laxar á vatnasvæði Þjórsár. Meira en 95% aflans hefur verið veiddur í net. Ljóst er að laxastofn Þjórsár er stór á landsvísu. Rannsóknir hafa haldið áfram síðan, meðal annars hefur göngutími seiða niður ána verið kortlagður, en mjög mikilvægt er að vita hvenær og við hvaða skilyrði seiði ganga til sjávar svo koma megi þeim heilu og höldnu þangað. Rannsóknirnar hafa leitt í ljós að göngutími laxaseiða niður ána er frá miðjum maí fram í miðjan júní. Gangan hefst þegar vatnshiti nálgast 10oC. Seiðin eru örfáa sólarhringa að ganga til sjávar. Það er því ljóst að miklar rannsóknir hafa farið fram á fiskstofnum Þjórsár. Þegar hafa komið út 23 skýrslur upp á 865 blaðsíður um rannsóknir á lífríki Þjórsár og má finna þær á vef Veiðimálastofnunar www.veidimal.is Þegar meta á hugsanleg áhrif fyrirhugaðra virkjana í Þjórsá verður að líta til þess að Þjórsá er mikið breytt af mannavöldum. Í vatnakerfinu eru þegar 5 virkjanir og sú sjötta í byggingu, Búðarhálsvirkjun. Í tengslum við þær virkjanir eru mörg miðlunarlón og veitur. Þetta hefur gerbreytt eiginleikum árinnar. Nú er rennsli mun stöðugra en áður, þurrkar óþekktir og flóð miklu minni. Einnig hefur jökulsvifaur í ánni minnkað mikið þar sem hann sest til í lónum. Með minni svifaur nær sólarljósið dýpra niður í vatnið og frumframleiðsla þörunga í ánni eykst. Jafnara rennsli hefur einnig bætt skilyrði fyrir flestar lífverur í ánni. Þetta birtist meðal annars í því að laxaframleiðsla árinnar óx og þar með einnig laxveiði. Þessu til viðbótar var fiskvegur (laxastigi) reistur við fossinn Búða árið 1991. Landsvirkjun kostaði fiskvegagerðina en samkomulag var um það við Veiðifélag Þjórsár vegna virkjana í Þjórsá. Við þá aðgerð opnuðust ný búsvæði fyrir lax og búsvæði fyrir lax í Þjórsá nær tvöfölduðust. Til að flýta landnámi laxins á svæðinu ofan Búða var þar sleppt umtalsverðum fjölda laxaseiða árin þar á eftir. Nú er talsvert af laxi sem elst þar upp úr náttúrulegri hrygningu. Lax er enn að nema þar land og á því laxgengd í Þjórsá enn eftir að aukast. Fyrirhugaðar virkjanir í neðri Þjórsá eru þrjár. Sú efsta er Hvammsvirkjun, sú næsta er Holtavirkjun og sú neðsta Urriðafossvirkjun. Fyrir umhverfismat lá fyrir að búsvæði lax myndu skerðast vegna virkjananna þar sem svæði fara undir lón. Í lónunum mun í staðinn silungur alast upp að einhverju leyti. Hvammsvirkjun er ofan við náttúrulega fiskgenga svæði Þjórsár neðan Búða. Ef litið er á allt svæðið sem opið er fiski eftir stigagerð við Búða þá er ljóst að án mótvægisaðgerða myndi Hvammsvirkjun loka rúmlega 30% af heildarbúsvæðum lax. Rúm 5% búsvæða lax færu undir lón. Holtavirkjun er líka nær öll ofan við náttúrulega fiskgenga svæðið. Holtavirkjun án mótvægisaðgerða myndi loka tæpum 49% heildarbúsvæða lax og rúm 7% búsvæða laxa færu undir lón. Urriðafossvirkjun myndi án mótvægisaðgerða loka um 88% heildarbúsvæða laxa. Um 12% heildarbúsvæða lax lenda undir Heiðarlóni Urriðafossvirkjunar. Lónin eru öll inntakslón og í þeim er ekki miðlun. Árvatn Þjórsár er súrefnisríkt og ekki er mikið af lífrænum efnum í vatninu. Því eru engar líkur á að lífríki árinnar skaðist vegna súrefnisskorts né heldur mun frumframleiðni minnka í ánni eins og haldið hefur verið fram. Í lónunum mun lífríkið hins vegar breytast því aðrar tegundir þrífast í lónum en í straumvatni bæði smádýr og fiskar. Það skýrir minnkaða framleiðslugetu lax vegna lónanna. Gert er ráð fyrir fiskvegum fram hjá öllum stíflum. Núverandi laxastigi í Búða sem virkar vel verður áfram nýttur við Holtavirkjun með lítilsháttar lagfæringum. Fiskvegirnir eru hannaðir í hinar tvær virkjanirnar eftir ýtrustu kröfum. Mikil og góð reynsla er hér á landi í hönnun og gerð fiskvega sem skipta tugum í ám landsins. Nærri lætur að þriðjungur búsvæða lax í ám landsins hafi verið opnaður laxi með fiskvegum. Þessu til viðbótar er gert ráð fyrir svokallaðri seiðafleytu við Urriðafossvirkjun. Slíkar fleytur byggja á því að laxfiskar á leið til sjávar nýta sér yfirborðsstraum og fylgja honum niður ár og leitast við að fara yfir hindranir. Slíkum búnaði er komið fyrir ofan við inntak virkjunarinnar og tekur yfirborðsrennsli úr lóninu þar sem seiðin eru. Þegar í fleytuna er komið eru niðurgönguseiðin leidd í sérstökum farvegi niður í ána neðan við stíflu. Grunnhönnun fleytunnar er lokið og verið er að prófa straumfræði fleytunnar og lónsins með reiknilíkani og í líkani sem verið er að smíða af mannvirkjunum. Kappkostað verður að gera fleytuna sem best úr garði enda mikið í húfi. Þessu til viðbótar þarf að laga farveg árinnar þar sem straumur frá virkjunum og rennsli eftir farvegi árinnar neðan við stíflur koma saman. Þetta er mikilvægt til að auðvelda fiski að finna rétta leið upp ána. Þar verður byggt á góðri reynslu úr öðrum virkjuðum ám eins og Blöndu. Auk þessa verður góðum búsvæðaköflum viðhaldið með sérstökum aðgerðum eins og í Murneyrarkvísl og möguleiki er að opna fleiri búsvæði í ánni og í hliðarám hennar. Möguleg stærð laxastofnsins í Þjórsá mun minnka vegna þessara virkjana vegna tapaðra búsvæða. Sú staðreynd hefur legið fyrir síðan 2002. Á móti kemur að landnám lax ofan við fossinn Búða á enn eftir að aukast. Ef aðgerðir til að tryggja göngur fiska upp og niður virka sem skyldi mun áfram verða sterkur laxastofn í Þjórsá. Afar ólíklegt er að hann hverfi eins og haldið hefur verið fram. Vissulega er áhætta fólgin í öll inngrip í náttúruna. Hvernig gera á fiskvegi til að koma fiski yfir hindranir er vel þekkt meðal annars hér á landi þar sem eru milli 70 og 80 fiskvegir. Þar er áhætta því ekki mikil. Reynsla er lítil á búnaði til að koma seiðum niður ár. Mikil þróunarvinna hefur verið unnin erlendis í slíku og þar hafa menn náð góðum árangri, t.d. í Columbia fljótinu í Bandaríkjunum. Sú reynsla verður nýtt í Urriðafossvirkjun. Seiði geta farið í gegnum hverfla virkjana og er vel þekkt hve mikil afföll fylgja því. Er það háð gerð hverflanna (fjöldi blaða og opið á milli þeirra), fallhæðinni (þrýstingur) og stærð fisksins sem fer í gegn. Í fyrirhuguðum virkjunum í Þjórsá hefur verið reiknað hve afföllin væru ef svo illa færi að seiði færu þá leið niður ána. Afföll vegna áreksturs við hverfilblöð væru á bilinu 5-8 % en vegna þrýstibreytinga 0-7%, misjafnt eftir virkjunum (afföll hækka með meiri fallhæð yfir 20 m). Svipaðar tölur hafa framleiðendur vélanna gefið upp. Það að seiði færu í gegnum virkjanir myndi því valda talsverðum afföllum en ekki aldauða. Meiri hætta fylgir því ef seiði verða innlyksa í inntakslónum virkjana. Þau viðhalda sjóþroska einungis skamman tíma (nokkrar vikur) og ef þau komast ekki til sjávar á þeim tíma eiga þau takmarkaða möguleika. Seiði vilja ógjarnan fara niður í göng til að komast niður ár. Þess vegna er mikilvægt að yfirborðsvatni sé veitt yfir stíflur helst í rétt staðsettri og vel hannaðri seiðafleytu til að tryggja niðurgönguna. Landsvirkjun hyggst fyrst reisa efstu virkjunina í Þjórsá, Hvammsvirkjun, og síðan halda niður ána og síðast yrði Urriðafossvirkjun reist. Það gefur því ágæta möguleika á að prófa lausnir til að koma fiski lifandi upp og niður fyrir virkjun í Hvammsvirkjun og láta þær sanna gildi sitt. Að því fengnu ætti áhættan að vera minni þegar kemur að byggingu Urriðafossvirkjunar. Ef illa tækist til með Hvammsvirkjun er hægt að bíða með frekari virkjanir í Þjórsá uns viðunandi árangur næst í Hvammsvirkjun. Vatnsaflsvirkjunum fylgja oft breytingar á vatnalífi. Hlutverk Veiðimálastofnunar er meðal annars að meta á faglegan hátt með rannsóknum umfang slíkra breytinga á lífríki, benda á leiðir til að draga úr neikvæðum áhrifum og á mögulegar mótvægisaðgerðir. Á þann hátt mun Veiðimálastofnun vinna hér eftir sem hingað til.
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar