Nýtt sjúkrahótel er nauðsyn Bryndís Konráðsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkrahótel verið rekið undanfarna þrjá áratugi. Ísland var raunar fyrst Norðurlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki velEn hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalanum sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítalanum og takmarkar í raun notkunarmöguleika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldurNú hillir þó undir breytingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrirhugað að reisa sjúkrahótel, sem verður hluti sameinaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 herbergjum, en þarna verða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftirspurn eftir sjúkrahótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norðan núverandi barnaspítala og fæðingardeildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggiSjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítalann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggisneti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðarstaði innan spítalans þurrum fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er nýkomið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeðferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkrahótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkrahótel verið rekið undanfarna þrjá áratugi. Ísland var raunar fyrst Norðurlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki velEn hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalanum sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítalanum og takmarkar í raun notkunarmöguleika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldurNú hillir þó undir breytingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrirhugað að reisa sjúkrahótel, sem verður hluti sameinaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 herbergjum, en þarna verða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftirspurn eftir sjúkrahótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norðan núverandi barnaspítala og fæðingardeildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggiSjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítalann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggisneti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðarstaði innan spítalans þurrum fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er nýkomið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeðferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkrahótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar