Nýtt sjúkrahótel er nauðsyn Bryndís Konráðsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkrahótel verið rekið undanfarna þrjá áratugi. Ísland var raunar fyrst Norðurlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki velEn hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalanum sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítalanum og takmarkar í raun notkunarmöguleika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldurNú hillir þó undir breytingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrirhugað að reisa sjúkrahótel, sem verður hluti sameinaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 herbergjum, en þarna verða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftirspurn eftir sjúkrahótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norðan núverandi barnaspítala og fæðingardeildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggiSjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítalann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggisneti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðarstaði innan spítalans þurrum fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er nýkomið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeðferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkrahótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkrahótel verið rekið undanfarna þrjá áratugi. Ísland var raunar fyrst Norðurlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki velEn hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalanum sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítalanum og takmarkar í raun notkunarmöguleika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldurNú hillir þó undir breytingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrirhugað að reisa sjúkrahótel, sem verður hluti sameinaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 herbergjum, en þarna verða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftirspurn eftir sjúkrahótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norðan núverandi barnaspítala og fæðingardeildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggiSjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítalann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggisneti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðarstaði innan spítalans þurrum fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er nýkomið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeðferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkrahótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun