Nýtt sjúkrahótel er nauðsyn Bryndís Konráðsdóttir skrifar 31. mars 2012 06:00 Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkrahótel verið rekið undanfarna þrjá áratugi. Ísland var raunar fyrst Norðurlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki velEn hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalanum sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítalanum og takmarkar í raun notkunarmöguleika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldurNú hillir þó undir breytingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrirhugað að reisa sjúkrahótel, sem verður hluti sameinaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 herbergjum, en þarna verða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftirspurn eftir sjúkrahótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norðan núverandi barnaspítala og fæðingardeildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggiSjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítalann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggisneti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðarstaði innan spítalans þurrum fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er nýkomið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeðferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkrahótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ár hvert horfast þúsundir Íslendinga í augu við að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús eða fylgja nákomnum ættingjum til sjúkrahúsdvalar. Allir sem upplifað hafa sjúkdóma eða slys í sínu nánasta umhverfi þekkja álagið sem slíkt getur valdið einstaklingum og fjölskyldum þeirra. Öryggi og hlýlegt umhverfi er nokkuð sem fólk sem gengist hefur undir aðgerðir eða aðra sjúkrahúsmeðferð sækist eftir. Undanfarin ár hefur legutími á sjúkrahúsum styst og æ fleiri sjúklingar njóta dag- og göngudeildarþjónustu eftir meðferð á sjúkrahúsi. Slíkt hentar þó ekki alltaf og getur líðan sjúklinga og búseta haft þar áhrif á. Dvöl á sjúkrahóteli er stundum bráðnauðsynleg og góður kostur til að brúa bilið milli sjúkrahúslegu og heimferðar. Í þessu skyni hefur sjúkrahótel verið rekið undanfarna þrjá áratugi. Ísland var raunar fyrst Norðurlandanna til að reka slíkt hótel en lengst af sá Rauði krossinn um rekstur þess og vann með því mikið frumkvöðlastarf. Hin seinni ár hefur sjúkrahótelið verið rekið samkvæmt samningi LSH og Sjúkratrygginga Íslands. Nýtist landsbyggðarfólki velEn hverjir sækja sjúkrahótel? Það eru fyrst og fremst einstaklingar sem þurfa heilsu sinnar eða aðstandenda vegna að dvelja fjarri heimabyggð vegna rannsókna og meðferðar. Auk þess nýtist sjúkrahótel þeim sem dvalið hafa á sjúkrahúsi sem liður í frekari endurhæfingu og bata. Gestum er veitt hjúkrun og ráðgjöf vegna heilsufarsvanda og þeim liðsinnt við að sækja heilbrigðisþjónustu auk almennrar hótelþjónustu. Áhersla er lögð á heimilislegt og hlýlegt umhverfi en það hefur talsverða þýðingu í bataferlinu og flýtir fyrir heimferð. Og hvar er sjúkrahótelið? Hótelið er í dag til húsa í Ármúla 9, í sama húsi og Park Inn hótel. Það er því í nokkurri fjarlægð frá spítalanum sjálfum. Mikið óhagræði er af því að rekstur hótelsins sé svo langt frá spítalanum og takmarkar í raun notkunarmöguleika þess. Foreldrar sem koma með veik börn sín til meðferðar á Barnaspítalanum geta til dæmis átt erfitt með að víkja langt frá. Fyrir einstaklinga og fjölskyldurNú hillir þó undir breytingar til batnaðar. Í 1. áfanga nýrra bygginga á Landspítalalóð er fyrirhugað að reisa sjúkrahótel, sem verður hluti sameinaðs Landspítala við Hringbraut. Á hótelinu er gert ráð fyrir 77 herbergjum, en þarna verða bæði einstaklings- og fjölskylduherbergi. Þetta er fjölgun um 20 herbergi frá því sem nú er og er brýn þörf á, enda hefur verið vaxandi eftirspurn eftir sjúkrahótelinu. Þrátt fyrir að rýmum hafi verið fjölgað síðasta árið hefur þurft að setja sjúklinga á biðlista. Hið nýja sjúkrahótel, sem vonandi verður tekið í notkun innan fimm ára, rís rétt norðan núverandi barnaspítala og fæðingardeildar. Hótelið verður skammt vestan við þá byggingu sem hýsa mun göngudeildir og geislameðferð. Með byggingu sjúkrahótels á spítalalóðinni feta Íslendingar í fótspor frændþjóða en víða í nágrannalöndunum eru sjúkrahótel orðin nauðsynlegur hluti nútíma spítalastarfsemi. Nálægð við spítala eykur öryggiSjúkrahótelið mun nýtast öllum sjúklingum sem þurfa á þjónustu þess að halda. Nálægðin við spítalann eykur mjög öryggi þeirra, því aðgangur er þá að öllu öryggisneti hans. Þar með er hægt að kalla eftir aðstoð ef eitthvað kemur upp á og þá er stutt að fara. Þá geta gestir sjúkrahótelsins komist á alla helstu meðferðarstaði innan spítalans þurrum fótum. Mikill akkur er í því fyrir fólk sem flest hvert er nýkomið úr aðgerðum eða annarri sjúkrahúsmeðferð og sækir jafnvel daglega þjónustu inn á LSH. Bætt aðstaða sjúklinga og aðstandenda þeirra er falin í byggingu sjúkrahótelsins sem verður að veruleika í fyrsta áfanga stækkunar Landspítala. Þær framfarir sem verða í þjónustu við sjúklinga með byggingunni eru jafnframt mikilvægt skref inn í nútíma sjúkrahúsþjónustu.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar