Innlent

Guðgeir í fjórtán ára fangelsi

VG og JHH skrifar
Guðgeir Guðmundsson við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Guðgeir Guðmundsson við þingfestingu málsins fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur.
Guðgeir Guðmundsson, sem réðst á Skúla Sigurz á lögmannsstofunni Lagastoð í mars, var dæmdur í fjórtán ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann var jafnframt dæmdur til að greiða Skúla þrjár milljónir króna í miskabætur. Guðgeir réðst jafnframt á Guðna Bergsson lögmann. Hann þarf að greiða Guðna átta hundruð þúsund í miskabætur. Árásin var hrottafengin og í ákæruskjalinu, þar sem Guðgeir er sakaður um tilraun til manndráps, kemur fram að 50 lítrar af blóði runnu úr líkama Skúla eftir árásina. Í líkama meðalmanns eru um 4,5 lítrar af blóði og því liggur fyrir að Skúli hefur þurft að þiggja tugi lítra af blóði eftir árásina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×