Freyja þarf ekki að brjóta kosningalög BBI skrifar 20. október 2012 16:00 Freyja Haraldsdóttir var sjálf meðlimur stjórnlagaráðs. Mynd/GVA Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í dag og þarf í þetta sinn ekki að brjóta kosningalög. Alþingi breytti nýverið löggjöfinni svo nú má fatlað fólk velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. "Það var brotið blað, loksins. Það er virkilega ánægjulegt," segir Freyja sem vakti töluverða athygli í forsetakosningunum síðustu þegar hún krafðist þess að fá að greiða atkvæði með aðstoð frá manneskju sem hún treysti og valdi sérstaklega. Samkvæmt lögum átti starfsfólk kjörstjórnar að aðstoða fatlað fólk við að greiða atkvæði. Lögin voru ósveigjanleg og Freyja vildi meina að þau gengju gegn mannréttindum hennar, bæði gegn rétti hennar til einkalífs og reglum um leynilegar kosningar. Henni var þó að lokum leyft að kjósa með hjálp eigin aðstoðarmanns þó það fæli í sér brot á kosningalögum. Málið vakti talsverða athygli og þingmenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir styddu baráttu Freyju. Nú í síðustu viku breytti Alþingi svo umræddum lögum. Nú mega fatlaðir velja sér aðstoðarmenn sér til liðsinnis í kjörklefanum. "Svo að ég hlakka bara til að fara að kjósa með minni eigin aðstoðarkonu," segir Freyja sem var á leið á kjörstað þegar fréttastofa hitti á hana. Til að rifja upp baráttu Freyju frá síðustu kosningum má skoða þennan hlekk.Verðlaunahafi Dagurinn hefur verið viðburðarríkur hjá Freyju því hún hlaut mannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" fyrr í dag. Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlaut hún fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum fatlaðra. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
Freyja Haraldsdóttir ætlar sér að kjósa í atkvæðagreiðslunni um tillögur stjórnlagaráðs í dag og þarf í þetta sinn ekki að brjóta kosningalög. Alþingi breytti nýverið löggjöfinni svo nú má fatlað fólk velja sér aðstoðarmann ef það getur með skýrum hætti tjáð að það þurfi aðstoð við atkvæðagreiðsluna. "Það var brotið blað, loksins. Það er virkilega ánægjulegt," segir Freyja sem vakti töluverða athygli í forsetakosningunum síðustu þegar hún krafðist þess að fá að greiða atkvæði með aðstoð frá manneskju sem hún treysti og valdi sérstaklega. Samkvæmt lögum átti starfsfólk kjörstjórnar að aðstoða fatlað fólk við að greiða atkvæði. Lögin voru ósveigjanleg og Freyja vildi meina að þau gengju gegn mannréttindum hennar, bæði gegn rétti hennar til einkalífs og reglum um leynilegar kosningar. Henni var þó að lokum leyft að kjósa með hjálp eigin aðstoðarmanns þó það fæli í sér brot á kosningalögum. Málið vakti talsverða athygli og þingmenn kepptust við að lýsa því yfir að þeir styddu baráttu Freyju. Nú í síðustu viku breytti Alþingi svo umræddum lögum. Nú mega fatlaðir velja sér aðstoðarmenn sér til liðsinnis í kjörklefanum. "Svo að ég hlakka bara til að fara að kjósa með minni eigin aðstoðarkonu," segir Freyja sem var á leið á kjörstað þegar fréttastofa hitti á hana. Til að rifja upp baráttu Freyju frá síðustu kosningum má skoða þennan hlekk.Verðlaunahafi Dagurinn hefur verið viðburðarríkur hjá Freyju því hún hlaut mannréttindaviðurkenningu "The Kids Parliament Humanitarian Award 2012" fyrr í dag. Þessa alþjóðlegu viðurkenningu hlaut hún fyrir baráttu sína fyrir mannréttindum fatlaðra. Verðlaunin voru afhent við hátíðlega athöfn í Hörpunni í dag.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira