Novak Djokovic tryggði sér í dag sæti í úrslitum Opna bandaríska meistaramótsins í tennis eftir öruggan sigur á David Ferrer í undanúrslitum.
Fresta þurfti leiknum í gær vegna fellibylsviðvörunar en staðan var þá orðin 5-2 fyrir Ferrer í fyrsta setti.
Djokovic hafði greinilega gott af hvíldinni því hann lenti aldrei í vandræðum með Ferrer í dag. Spánverjinn kláraði að vísu fyrsta settið, 6-2, en þá tók Djokovic við og vann næstu þrjú sett örugglega, 6-1, 6-4 og 6-2.
Úrslitviðureign Murray og Djokovic hefst klukkan 20 annað kvöld og verður í beinni útsendingu á Eurosport.
