Fanndís Friðriksdóttir úr Breiðabliki og Sandra María Jessen í Þór/KA hlutu viðurkenningar Félags áhugafólks um kvennaknattspyrnu fyrir frammistöðu sína á tímablinu.
Fanndís var útnefnd besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna og Sandra María bjartasta vonin. Þá fékk Morgunblaðið hvatningarverðlaun maímánaðar fyrir góða umfjöllun um kvennaknattspyrnu.
Þetta er í fyrsta skipti sem verðlaunin eru veitt en hugmyndin er að veita þau í hverjum mánuði. Heimasíða Félags áhugafólks um kvennaknattspyrnu er www.kvennafotbolti.is.
