Hús Línu öll skráð á 26 ára dóttur hennar 25. október 2012 06:00 Lína Jia Lína Jia, kínversk kona sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, á fjórar fasteignir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru þó öll skráð í fasteignaskrá á dóttur hennar, sem er 26 ára námsmaður og píanóleikari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins halda Lína og eiginmaður hennar, Wei Zhang, mestmegnis til í 410 einbýlishúsi þeirra í Hverafold. Lína hefur flutt inn fólk frá Kína undanfarin ár og ráðið það í vinnu hjá sér á nuddstofum sínum. Flestir eru fjarskyldir ættingjar hennar og koma því hingað til lands sem fjölskyldumeðlimir íslensks ríkisborgara, en þá fá þeir lengra dvalarleyfi hér en ella. Tvær ábendingar hafa borist Fréttablaðinu varðandi unga kínverska konu sem var í vinnu hjá Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði Línu um að selja sig út í vændi. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Einn viðskiptavinurinn lýsir henni sem broshýrri og elskulegri, en mjög undirgefinni gagnvart yfirmanni sínum. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að kínversk kona, Sun Fulan, hefði sent lögreglunni bréf þess efnis að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir í vinnu hjá Línu án þess að hafa fengið greidd réttmæt laun. Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim fjórum árum sem hún hafi unnið hjá Línu hafi henni verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Fyrir árin fjögur hefði Sun fengið um 315 þúsund krónur, eða um 6.500 krónur á mánuði. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi Línu, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til vinnu á nuddstofunni. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bárust Alþýðusambandinu svo ábendingar frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu. Sun hefur einnig sagt að Lína hafi lagt peninga inn á bankareikning sinn og látið hana síðan taka þá út í bankanum. Lína hafi svo tekið peningana af Sun fyrir utan bankann, en Sun bendir á að athafnirnar séu líklega til á öryggismyndavélum. Árið 2006 kom upp svipað mál, þar sem Lína lagði inn peninga á reikning manns sem vann hjá henni og ætlaði að láta hann taka þá út til að afhenda sér. Áður en það gerðist sótti maðurinn sér aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráðgjafar þar frysta innistæðurnar á meðan á rannsókn málsins stóð hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo land. Kínverska sendiráðið bendir á að Lína Jia sé nú orðin íslenskur ríkisborgari og sé mál hennar því ekki á borði sendiráðsins. Sendifulltrúi þar segist ekkert vita um mál Sun Fulan, en hún sendi bréf þangað í febrúar síðastliðnum þar sem hún óskaði eftir aðstoð og benti á að Lína héldi rúmlega tvítugum karlmanni, Li Nan, nauðugum. Ekkert er vitað um afdrif hans í dag og Lína hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins síðan á mánudag. sunna@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Lína Jia, kínversk kona sem er til rannsóknar hjá lögreglu vegna gruns um mansal, á fjórar fasteignir víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu. Húsin eru þó öll skráð í fasteignaskrá á dóttur hennar, sem er 26 ára námsmaður og píanóleikari. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins halda Lína og eiginmaður hennar, Wei Zhang, mestmegnis til í 410 einbýlishúsi þeirra í Hverafold. Lína hefur flutt inn fólk frá Kína undanfarin ár og ráðið það í vinnu hjá sér á nuddstofum sínum. Flestir eru fjarskyldir ættingjar hennar og koma því hingað til lands sem fjölskyldumeðlimir íslensks ríkisborgara, en þá fá þeir lengra dvalarleyfi hér en ella. Tvær ábendingar hafa borist Fréttablaðinu varðandi unga kínverska konu sem var í vinnu hjá Línu. Stúlkan leitaði sér aðstoðar í Alþjóðahúsi árið 2004 og sakaði Línu um að selja sig út í vændi. Hún kom þó aldrei aftur og hvarf af nuddstofunni eftir tiltölulega stuttan tíma. Einn viðskiptavinurinn lýsir henni sem broshýrri og elskulegri, en mjög undirgefinni gagnvart yfirmanni sínum. Fram kom í Fréttablaðinu á þriðjudag að kínversk kona, Sun Fulan, hefði sent lögreglunni bréf þess efnis að hún og fleiri Kínverjar hefðu verið ráðnir í vinnu hjá Línu án þess að hafa fengið greidd réttmæt laun. Í bréfi sínu lýsir Sun að á þeim fjórum árum sem hún hafi unnið hjá Línu hafi henni verið gert að vinna sleitulaust í 14 til 15 klukkustundir á dag á nuddstofunni, bera út blöð og vinna við fasteignir víðs vegar um borgina sem hjónin höfðu keypt. Fyrir árin fjögur hefði Sun fengið um 315 þúsund krónur, eða um 6.500 krónur á mánuði. Sun Fulan tilgreinir í bréfinu að ættingi Línu, maður að nafni Li Nan, hafi verið læstur inni, vegabréfið hans tekið og honum bannað að hafa samband við umheiminn eftir að hann kom til vinnu á nuddstofunni. Í kjölfar umfjöllunar Fréttablaðsins bárust Alþýðusambandinu svo ábendingar frá fyrrverandi viðskiptavinum Línu. Sun hefur einnig sagt að Lína hafi lagt peninga inn á bankareikning sinn og látið hana síðan taka þá út í bankanum. Lína hafi svo tekið peningana af Sun fyrir utan bankann, en Sun bendir á að athafnirnar séu líklega til á öryggismyndavélum. Árið 2006 kom upp svipað mál, þar sem Lína lagði inn peninga á reikning manns sem vann hjá henni og ætlaði að láta hann taka þá út til að afhenda sér. Áður en það gerðist sótti maðurinn sér aðstoð í Alþjóðahúsi og létu ráðgjafar þar frysta innistæðurnar á meðan á rannsókn málsins stóð hjá lögreglu. Maðurinn flúði svo land. Kínverska sendiráðið bendir á að Lína Jia sé nú orðin íslenskur ríkisborgari og sé mál hennar því ekki á borði sendiráðsins. Sendifulltrúi þar segist ekkert vita um mál Sun Fulan, en hún sendi bréf þangað í febrúar síðastliðnum þar sem hún óskaði eftir aðstoð og benti á að Lína héldi rúmlega tvítugum karlmanni, Li Nan, nauðugum. Ekkert er vitað um afdrif hans í dag og Lína hefur ekki svarað fyrirspurnum Fréttablaðsins síðan á mánudag. sunna@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent