Óvissuferð heldur áfram Skúli Magnússon skrifar 25. október 2012 06:00 Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga. Því hefur verið haldið fram, m.a. af mér á síðum þessa blaðs, að í stað hinnar róttæku nálgunar Stjórnlagaráðs eigi að láta gildandi stjórnarskrá njóta vafans og gera á henni yfirvegaðar og hófsamar breytingar um ákveðin atriði (sjá t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is). Með atkvæðagreiðslunni var auðvitað með engum hætti leitast við að gera upp á milli þessara leiða. Þess í stað mátti skilja kjarnaspurningu atkvæðagreiðslunnar á þá leið að „nei" þýddi í raun stuðning við óbreytta stjórnskipun án vilja til nokkurra breytinga. Þess í stað var unnt að segja „já" og jafnframt velja breytingarkosti ef kjósandinn var ekki fyllilega sannfærður um jáyrði sitt við fyrstu spurningu. Hver og einn verður að meta hversu lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er. Það er hins vegar ljóst að töluvert hlaut að þurfa koma til svo að fólk hafnaði alfarið tillögum Stjórnlagaráðs, væri það á annað borð fylgjandi breytingum á gildandi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að 1/3 hluti kjósenda skuli þrátt fyrir allt hafa sagt „nei" og þannig lýst því yfir að óskynsamlegt sé að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar á forsendum núverandi ferlis. Hér verður ekki lagður dómur á það hvort stuðningur 2/3 hluta þeirra sem mættu á kjörstað feli í sér afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar og fullnægjandi lýðræðislegt umboð til að kollvarpa núgildandi stjórnskipun. Það er hins vegar vonandi að áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarp Stjórnlagaráðs reynist áhyggjulausar og hin stjórnskipulega óvissuferð, sem hófst árið 2010 og nú heldur fyrirsjáanlega áfram, jafnvel með lögfestingu nýrrar stjórnarskrár árið 2013, eigi sér þrátt fyrir allt farsælar lyktir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson Skoðun Halldór 15.02.2025 Halldór Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Betra og skilvirkara fjármálakerfi Benedikt Gíslason skrifar Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar Skoðun Fékk hann ekki minnisblaðið? Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Áskorun til atvinnuvegaráðherra Björn Ólafsson skrifar Skoðun Skattahækkanir, miðstýring og ESB-þráhyggja Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Sérlög til verndar innflytjendum? Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Höldum yngri þingmönnum aðskildum frá hinum eldri ! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – frumhlaup og gullhúðun Mörður Árnason skrifar Skoðun Geðræni sjúkdómurinn sem gleymist að tala um Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Þegar heiftin nær tökum á hrútakofanum Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Verður dánaraðstoð leyfð í Danmörku í náinni framtíð? Bjarni Jónsson skrifar Skoðun Flugvöllur okkar allra! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Svar við rangfærslum Félags atvinnurekenda um tollamál Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Við þurfum að ræða um Evrópusambandið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Sannleikurinn um undirbúning útlendingafrumvarpsins Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig bætum við stafræna umgjörð heilbrigðiskerfisins? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Þegar raunveruleikinn er forritaður Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar Skoðun Á Sjálfstæðisflokkurinn sér viðreisnar von? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Valentínus Árni Már Jensson skrifar Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Barnavernd í brennidepli! Merki um öryggi – Signs of Safety Gyða Hjartardóttir skrifar Skoðun Kolbikasvört staða María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Ekkert um okkur án okkar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun One way Ticket á Litla-Hraun í framtíðinni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Rauðsokkur í Efra-Breiðholti Edith Oddsteinsdóttir skrifar Skoðun Jafningjafræðsla um stafrænt ofbeldi Hjalti Ómar Ágústsson skrifar Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Sú niðurstaða í nýgenginni þjóðaratkvæðagreiðslu að 2/3 þeirra, sem nýttu atkvæðisrétt sinn, styðji tillögur Stjórnlagaráðs getur vart komið á óvart. Þótt deilt hafi verið um hvernig standa eigi að breytingum á stjórnarskrá, svo og hversu róttækar þessar breytingar eigi að vera, liggur fyrir að í samfélaginu er breið samstaða um breytingar, t.d. að því er snertir auðlindamál, þjóðaratkvæðagreiðslur og meðferð stjórnarskrárbreytinga. Því hefur verið haldið fram, m.a. af mér á síðum þessa blaðs, að í stað hinnar róttæku nálgunar Stjórnlagaráðs eigi að láta gildandi stjórnarskrá njóta vafans og gera á henni yfirvegaðar og hófsamar breytingar um ákveðin atriði (sjá t.d. slíka tillögu á stjornskipun.is). Með atkvæðagreiðslunni var auðvitað með engum hætti leitast við að gera upp á milli þessara leiða. Þess í stað mátti skilja kjarnaspurningu atkvæðagreiðslunnar á þá leið að „nei" þýddi í raun stuðning við óbreytta stjórnskipun án vilja til nokkurra breytinga. Þess í stað var unnt að segja „já" og jafnframt velja breytingarkosti ef kjósandinn var ekki fyllilega sannfærður um jáyrði sitt við fyrstu spurningu. Hver og einn verður að meta hversu lýðræðisleg atkvæðagreiðsla sem þessi er. Það er hins vegar ljóst að töluvert hlaut að þurfa koma til svo að fólk hafnaði alfarið tillögum Stjórnlagaráðs, væri það á annað borð fylgjandi breytingum á gildandi stjórnarskrá. Í þessu ljósi er það umhugsunarefni að 1/3 hluti kjósenda skuli þrátt fyrir allt hafa sagt „nei" og þannig lýst því yfir að óskynsamlegt sé að halda áfram endurskoðun stjórnarskrárinnar á forsendum núverandi ferlis. Hér verður ekki lagður dómur á það hvort stuðningur 2/3 hluta þeirra sem mættu á kjörstað feli í sér afdráttarlausan stuðning þjóðarinnar og fullnægjandi lýðræðislegt umboð til að kollvarpa núgildandi stjórnskipun. Það er hins vegar vonandi að áhyggjur þeirra sem gagnrýnt hafa frumvarp Stjórnlagaráðs reynist áhyggjulausar og hin stjórnskipulega óvissuferð, sem hófst árið 2010 og nú heldur fyrirsjáanlega áfram, jafnvel með lögfestingu nýrrar stjórnarskrár árið 2013, eigi sér þrátt fyrir allt farsælar lyktir.
Skoðun Háskólinn og rektorskjörið Gyða Margrét Pétursdóttir ,Þorgerður Jennýjardóttir Einarsdóttir skrifar
Skoðun Aukinn veikindaréttur – aukið jafnrétti kynjanna – fyrir félagsfólk VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Hvernig byggjum við framtíð matvælaiðnaðar á Íslandi? Oddur Már Gunnarsson,Salvör Jónsdóttir skrifar
Skoðun Velferð framar verðstöðugleika: Hvers vegna lífskjör ættu að vera aðalatriðið Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Faglegt og jákvætt sérfræðiálit Skipulagsstofnunar um Coda Terminal Edda Sif Pind Aradóttir skrifar
Skoðun Hugtakinu almannaheill snúið á haus Björg Eva Erlendsdóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir,Árni Finnsson ,Snæbjörn Guðmundsson,Elvar Örn Friðriksso,Friðleifur E. Guðmundsson,Snorri Hallgrímsson,Sigþrúður Jónsdóttir skrifar