Í tilefni árlegrar vinnuverndarviku 25. október 2012 06:00 Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Skoðun Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Evrópska vinnuverndarstofnunin stendur árlega fyrir vinnuverndarviku þar sem Evrópuþjóðir sameinast í átaki til að vekja athygli á þessum mikilvæga málaflokki. Markmiðið er að bæta öryggi á vinnustöðum og gera þá heilsusamlegri. Starfshópur skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins sér um framkvæmd vinnuverndarvikunnar hér á landi. Átakið að þessu sinni ber yfirskriftina Vinnuvernd – allir vinna. Vísað er til þess að markvisst og árangursríkt vinnuverndarstarf skilar margvíslegum ávinningi sem einnig má meta til fjár, þótt skiljanlega beinist sjónir manna einkum að mannlega þættinum með áherslu á að forða slysum og draga úr veikindum. Samkvæmt upplýsingum Alþjóðavinnumálastofnunarinnar nemur heildarkostnaður vegna vinnuslysa og vinnutengdrar vanheilsu allt að 4% af vergri landsframleiðslu þjóða. Í Evrópu verða árlega um 6,9 milljónir manna fyrir vinnuslysum og 23 milljónir manna stríða við vinnutengda vanheilsu. Evrópsk könnun á vinnuaðstæðum meðal 44 þúsund starfsmanna leiddi í ljós að árið 2010 töldu um 24% þeirra sig búa við vinnutengdar aðstæður sem fólu í sér aukna hættu á heilsubresti eða slysum. Hér á landi verða um 3% vinnandi fólks fyrir vinnuslysi ár hvert sem leiðir til þess að viðkomandi leitar sér hjálpar. Alvarleg slys og slys sem valda fjarvistum lengur en einn dag ber að tilkynna Vinnueftirlitinu og hefur fjöldi slíkra slysa verið um 13-14 hundruð á ári frá árinu 2009. Sýnt hefur verið fram á með rannsóknum að fjárfesting fyrirtækja í vinnuvernd skilar sér rúmlega tvöfalt til baka. Slagorðið allir vinna á því sannarlega rétt á sér. Líf og heilsu fólks er erfitt að meta til fjár og auðvitað felst mikilvægasti ávinningurinn í því að fyrirbyggja atvinnutengda sjúkdóma, stuðla að sem bestri heilsu starfsfólks og koma í veg fyrir vinnuslys og þjáningar fólks af þeim völdum. Það er hins vegar full ástæða til að halda á lofti þeim fjárhagslega ávinningi af vinnuverndarstarfi sem sýnt hefur verið fram á og nýta þá staðreynd sem enn frekari hvata til góðra verka á þessu sviði. Vinnueftirlitið vinnur afar gott starf á sviði vinnuverndar en miklu skiptir að atvinnurekendur séu reiðubúnir til samstarfs við stofnunina og viljugir til að nýta sér þjónustu hennar og leiðsögn til að efla vinnuvernd, því víðast hvar má gera betur. Vaxandi fjöldi fyrirtækja hefur gert áhættumat á öryggi og heilsu starfsfólks, en ábyrgð á framkvæmdinni er á hendi atvinnurekenda í samstarfi við fulltrúa starfsfólks á hverjum stað. Þess má geta að Vinnueftirlitið hefur þróað verkfæri fyrir lítil fyrirtæki sem ætlað er að auðvelda þeim gerð áhættumats, auk þess að halda námskeið um framkvæmdina og eru fyrirtæki hvött til að nýta sér þetta. Vinnueftirlitið heldur einnig reglubundin námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði á vinnustöðum og sérstök námskeið í vinnuvernd ætluð stjórnendum og verkstjórum. Vinnuvernd sem stendur undir nafni krefst virkrar þátttöku allra á vinnustaðnum og samstarfs stjórnenda og starfsfólks. Miklu skiptir að allt starfsfólk sé meðvitað um mikilvægi þess, leggi sitt af mörkum til að bæta vinnuumhverfið og sé vakandi fyrir því sem betur má fara. Vinnuvernd er allra hagur, ef við sinnum því vel munu allir vinna.
Skoðun „Það er heilmikið fyrirtæki að vera manneskja,“ fullyrti Meistari Kjarval Árni Sigurðsson skrifar
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar